Húnavaka - 01.05.1981, Blaðsíða 117
HÚNAVAKA
115
Kálfafellsstað, Ólafssonar prests og skálds á Sauðanesi Guðmunds-
sonar. Séra Ólafur var tvíkvæntur og varð mjög kynsæll. Átti hann alls
11 börn, 7 syni og 4 dætur. Allir synirnir nema einn urðu prestar og 2
dæturnar giftust prestum.
Ingibjörg Magnúsdóttir átti fyrir ættingja hér i Húnavatnssýslu,
þegar hún kom hingað vestur. Föðursystir hennar var Helga Jóns-
dóttir prests á Myrká Ketilssonar. Hún giftist séra Árna Tómassyni
presti á Bægisá, sem ættaður var úr Vatnsdal. Séra Árni varð
skammlífur og ekkjan flutti hingað vestur ásamt sonum sínum, Jóni og
Arnbirni. Bjó Helga nokkur ár á Stóru-Giljá og svo synir hennar að
henni látinni.
Ekki kann ég að segja frá Ingibjörgu hér vestra fyrr en 1810, en þá
var hún húskona á Reykjum á Reykjabraut hjá Guðmundi Helgasyni.
Átti hún með Guðmundi tvö börn í lausaleik, pilt og stúlku, Sigurð
fæddan 1811 og Sigríði fædda 1813. Um Sigurð verður rætt síðar.
Sigríður var fyrsta bernskuárin á Reykjum. Hún er þar við manntalið
1816. Ingibjörg flutti á þessum árum upp að Holtastöðum, en þar
bjuggu þá hjónin Pálmi Jónsson og Ósk Erlendsdóttir, og samkvæmt
manntalinu 1816 er Ingibjörg þá vinnukona á Holtastöðum.
Allar aldursákvarðanir, sem við höfum um Ingibjörgu eftir að hún
kemur hingað vestur, eru rangar. Meðan hún er á Reykjum er hún
talin þrem árum yngri en vera bar og við manntalið 1816, þegar hún
er komin að Holtastöðum, er hún einungis talin 32 ára. Nú munar því
7 árum. Ingibjörg var sannarlega komin á örvæntingarárin.
Enn líða 6 ár, en loksins á gamlársdag 1822, þegar Ingibjörg er hálf
fimmtug, þá giftist hún vinnumanni á Yztagili, Jóhanni Jónssyni, sem
seinna varð kunnur undir nafninu Holtastaða-Jóhann. Samvistir
þeirra hjóna urðu skammar. Ingibjörg lést 23. desember 1825. Hún
deyr í Sólheimum. Kirkjubókin gefur enga skýringu á því. Greftruð
mun hún hafa verið á Holtastöðum, því að andlát hennar er fært til
bókar í kirkjubók Blöndudalshólaprestakalls.
Ég get ekki skilið svo við Ingibjörgu Magnúsdóttur að geta ekki
náfrænku hennar, sem er fædd 5 árum fyrir dauða Ingibjargar, en
flutti ung hingað vestur, giftist hér og á hér margt niðja.
Ingibjörg Magnúsdóttir átti bróður þann er Þórður hét Magnússon
og bjó í Búðarnesi í Hörgárdal. Sonur hans var Magnús bóndi í
Hátúni í Möðruvallasókn. Meðal barna hans var Ásdís Magnúsdóttir,
dáin í Sólheimum 30. júní 1911, þá alblind og karlæg, enda fjörgömul,