Húnavaka - 01.05.1981, Blaðsíða 53
HÚNAVAKA
51
með kindur. Fyrst í stað var ég reyndar vestar og þegar kom þó nokkuð
út fyrir Sandkúlufell var ég á flatneskjunni milli fellanna. Þá kemur
Júlíus í Meðalheimi — hann var á fellunum — hann kemur ríðandi og
reiðir svolítið lambkvikindi og nær i mann — Jón í Stóradal — sem
tekur við lambinu af honum en Júlíus snýr í vesturátt. Jón kemur með
lambið til mín og ég reiði það saman við safnið. Þetta var bjálfi og
einskis virði og skorið litlu síðar og hent. En Júlíus er svona sam-
viskusamur að koma með það. Hann var þá orðinn á eftir sínum
mönnum og þeysir út og vestur en finnur þá aldrei.
Nú, við nudduðum fénu svona áfram. Þá var Páll gamli á Guð-
laugsstöðum aðalsafnforingi. Þegar kemur út fyrir Helgufellshalann er
komin vitlaus hríð og þá vorum við margir komnir að safninu og það
orðið allmargt. Þegar við komum á flatneskjuna sunnan við Sandár-
stokkana fer Páll að tala um að það sé svo dimmt að varla sé hægt að
rata rétta leið og hann sé ekki viss um nema við séum villtir. Við
tókum þetta ekki alvarlega, það trúði enginn að Páll villtist, enda
vorum við ekkert villtir og nudduðum áfram. Við komumst loks út að
Sandá og safninu var böðlað yfir og gekk furðuvel og svo á að fara að
reka það áfram. Þá voru sumir sem voru orðnir blautir, alveg að
drepast úr kulda. Það var farinn að hnoðast snjór í féð, komið þreifandi
myrkur og vitlaus hríð. Veðrið fór síversnandi allan daginn og þarna
var komin stórhríð, vindurinn kominn í norðaustrið og farið að herða
frostið. Við förum fjórir eða fimm austur fyrir það en fljótlega verðum
við varir við það að mannskapurinn, sem átti að vera vestan við okkur,
er horfinn — menn fóru smám saman að rjúka frá safninu og í áttina
heim á Kolkuhól. Þegar við sjáum að við erum orðnir einir þá skiljum
við féð eftir og ríðum af stað vestur. Ég var með trússahestinn minn.
Það var grár hestur, stólpagripur, sem pabbi átti, og vanur gangna-
hestur en orðinn vitlaus í kulda. Hestarnir voru blautir eftir slydduna
og svo kom frosthríðin á allt saman. Þeir voru orðnir svo órólegir að
það var varla hægt að komast á bak ef maður þurfti af baki. Nú, nú,
Gráni ryðst alltaf fram með, það voru skrinur á honum og hann setur
sífellt um hrygg á sér. Ég er margbúinn að fara af baki og laga á
honum en ekkert dugar. Það endar með því að ég bind upp á honum
tauminn og sleppi honum þegar ég er búinn að rétta á honum. Þá
rýkur sá grái af stað og beygir af leiðinni sem við vorum á, og við eltum
hann. Við vorum komnir of austarlega, ætluðum að fara göturnar í
flóajaðrinum en það var allt fullt af snjó og sást ekkert fyrir myrkrinu