Húnavaka - 01.05.1981, Blaðsíða 188
186
HÚNAVAKA
fyrirtækið sem Reynir s.f. gerðist
umboðsaðili fyrir var Linda h.f. á
Akureyri og síðan hafa bæst við
Smjörlíkisgerðin Akra, Akureyri,
sem nú er flutt í Hafnarfjörð,
Móna, Hafnarfirði, Lakkrísgerð-
in Kólus h.f., Reykjavik, Víking-
ur h.f., Reykjavík, Sælgætisgerð-
in Vala s.f., Seltjarnarnesi og
Sælgætisgerðin Góa h.f., Hafnar-
firði. Framleiðsluvörum þessara
fyrirtækja er dreift um báðar
Húnavatnssýslur og hefur verið
mjög gott samstarf við allar
verslanir í báðum sýslum, enda
talið mikið hagræði að geta
pantað svo fjölbreytt á einum og
sama stað.
Ekki var langt liðið frá stofnun
fyrirtækisins þar til farið var að
huga að innflutningi. Fyrir val-
inu varð að athuga með við-
skiptasambönd í Kina og út úr
því kom það, að þaðan höfum við
síðan flutt inn hjólbarða af ýms-
um stærðum. Fyrsta sendingin
kom til landsins í april 1976 og
voru það 16 vörubílahjólbarðar,
en til samanburðar má geta þess
að á árinu 1980 fluttum við inn
7500-8000 hjólbarða, og nýtur
|tessi vara sivaxandi vinsælda. 24
útsiilustaðir eru nú víðsvegar um
landið. Þá höfum við einnig flutt
inn hcrraskyrtur, og nú á síðasta
ári reiðhjól. Öll viðskipti við Kin-
verja hafa vcrið traust og í alla
staði hin ánægjulcgustu, og hefur
allan tímann verið mjög gott
samband við kínverska sendiráð-
ið í Reykjavík.
Reynir s.f. hefur allan tímann
haft sitt aðsetur að Húnabraut 20
á Blönduósi, en hefur nú fengið
byggingarlóð innan árinnar og er
hugmyndin að hefja fram-
kvæmdir á þessu ári. Tveir
starfsmenn eru fastráðnir hjá fyr-
irtækinu.
Að lokum vil ég nota tækifærið
og þakka öllum okkar viðskipta-
vinum samstarf á liðnum árum.
Hallbjörn R. Kristjánsson.
FRÁ LÖGREGLUNNI.
Á árinu 1980 varð sú breyting á
lögregluliði í Húnavatnssýslum
að Guðmundur E. Gíslason, sem
starfað hefur sem lögreglumaður
á Blönduósi frá árinu 1971, lét af
störfum. Við starfi Guðmundar
tók Frímann Hilmarsson en hann
hefur verið afleysingamaður hjá
lögreglunni nokkur undanfarin
ár.
Ohöpp í umferðinni voru
nokkuð mörg, samtals 76. Þar af
voru 29 á Blönduósi, 8 á Skaga-
strönd, 13 á Hvammstanga, 12 á
vegum í dreifbýli i A.-Hún. og 14
í dreifbýli i V.-Hún. Eitt dauða-
slys varð í umferðinni og 7 voru
fluttir á sjúkrahús vegna minni-
háttar meiðsla. í tvcimur tilfell-
um var ckið á gangandi vegfar-