Húnavaka - 01.05.1981, Blaðsíða 163
HÚNAVAKA
161
Halldór mun oft hafa dáðst að morgundýrðinni í Holtastaðakoti,
eins og segir í sálmi Esaias Tegnér biskups Svía, er Matthías þýddi:
Er kirkjan í sviphýrri sveit
við sólheiðum vormorgni brosti.
Árið 1930 fluttu þau hjón Halldór og Guðrún til Reykjavíkur, enda
hófst von bráðar hin mikla þrautaganga bóndans, hin svonefndu
kreppuár. Var Guðrún þá hálfsextug en Halldór hálf fimmtugur og
dóttir þeirra hjóna búsett í Reykjavik við góða hagi. Ekki er ólíklegt að
Guðrún hafi verið orðin þreytt á búskaparsýslunni, oft við léleg húsa-
kynni. Halldór fékk þar vinnu að vetrinum við sútun hjá Garðari
Gíslasyni og síðar Jóni Brynjólfssyni leðursala. Vinnustaðurinn hjá
Garðari var mikið steinhús í „bryggjuhúsastíl“, tvö langhús með þaki
yfir öllu saman. Mátti segja að á þessum vinnustað sæi hvorki sumar
né sól. Halldór vinur vor sá við því, en á sumrin dvaldi hann í
heimahögum sínum og skrifaði sig þar. Honum hvarf því aldrei
Norðurland, né átti hvergi heima. Hélt hann því í 4-5 ár. Kom svo að
því að hann sagði skilið við Reykjavíkurdýrðina, axlaði skinn sín og
var alkominn heim í 35 ár, og gisti ekki höfuðstaðinn í áratugi síðan.
Kona Halldórs, Guðrún, dvaldi það sem eftir var æfinnar í skjóli
dóttur sinnar, Halldóru, í Reykjavík og lést þar 1967, háöldruð, vel
virt af öllum er hana þekktu.
Hófst nú nýr þáttur í lífi vinar vors Halldórs. 1938 fær hann til
ábúðar Efri-Lækjardal í Engihlíðarhreppi, er hann eignaðist síðan.
Ræðst þá til hans myndarkona Björg Benediktsdóttir fertug að aldri
og með henni einkabarn hennar Elísabet Geirlaugsdóttir. Björg hafði
alist upp í Holti í Svínadal, miklu myndarheimili. Hún var vön öllum
sveitastörfum og átti mikla vinnugleði og var létt i lund eins og
Halldór. Var samför þeirra ekki tjaldað til einnar nætur, heldur varaði
í 43 ár á sömu jörð. Til þeirra var gott að koma, hlýleiki í viðmóti
samfara gestrisni. Betri timi fór í hönd fyrir bændastéttina. Jók Hall-
dór túnræktun og reisti peningshús. Þeim búnaðist vel Halldóri og
Björgu, enda undu þau glöð við sitt.
Er aldur tók að færast yfir þau hjón kom það sér vel að Elísabet
dóttir Bjargar giftist Friðgeir Kemp, manni, er vildi gerast bóndi.
Hófu þau búskap í Lækjardal árið 1950 með myndarbrag og reistu
ibúðarhús úr steini. Björg og Halldór fengu þar húsnæði og fór hann