Húnavaka - 01.05.1981, Blaðsíða 121
HÚNAVAKA
119
tvö börn, Ólaf, sem þau misstu fárra míssera og Jóhönnu fædda um
1842.
Gísli Guðmundsson var fæddur á Grund 22. desember 1827. Ólst
upp hjá föður sínum og stjúpu. Bóndi í Kárahlíð og Núpsöxl á Lax-
árdal, kvæntur 31. október 1868 Ingibjörgu (f. 1842) Björnsdóttur
Þorleifssonar bónda í Mjóadal. Gísli átti eitt barn með eiginkonunni
(a) og þrjú með öðrum konum, sitt með hverri.
a. Jónbjörn Gíslason (Guðmundssonar og Ingibjargar Björnsdótt-
ur). Fæddur 22. júlí 1879. Flutti til Vesturheims og dvaldi þar í
31 ár, en flutti þá heim til íslands til Júditar kennara dóttur
sinnar á Akureyri. Gegndi múrarastörfum meðan hann dvaldi
vestra. Skrásetti kvæðalög og tók upp á hljóðrita. Nú í eigu
Handritastofnunar íslands. Móðir Júditar Jónbjörnsdóttur var
Ingibjörg (f. 18. júní 1878) Lárusdóttir Beck bónda í Neðri—
Lækjardal í Engihlíðarhreppi, síðar í Ameríku, Finnbogasonar.
b. Guðmundur Gíslason (Guðmundssonar og Ingibjargar Einars-
dóttur), f. 5. september 1853. Lengi vinnumaður á Auðkúlu,
kvæntur Guðbjörgu Guðmundsdóttur. Börn þeirra: Þorvaldur
kennari á Sauðárkróki og húsfreyjurnar Hansína og Emelía, sem
voru giftar þeim bræðrum Erlendi og Theodór Hallgrímssonum
bændum i Tungunesi. Guðmundur á Auðkúlu átti einn son utan
hjónabands, sem Jón hét. Hann var lengi vinnumaður á Ey-
vindarstöðum. Kona hans var Margrét Elísabet Helgadóttir,
alsystir Benedikts bónda í Ytra-Tungukoti (Ártún), og dóttir
þeirra er Þórhildur f. 13. marz 1904, gift Ásgrími Garibaldasyni
á Akureyri.
c. Guðrún Gísladóttir (Guðmundssonar og Hlífar Guðmundsdótt-
ur), f. 6. október 1856 á Ásum. Lengi vinnukona á Auðkúlu en
átti eina dóttur, Ingibjörgu Gísladóttur, sem nú dvelur á Elli-
deild Héraðshælisins á Blönduósi.
d. Ólafur Gíslason (Guðmundssonar og Ingibjargar Ólafsdóttur), f.
10. júní 1874 á Ásum, verkamaður á Akureyri, kvæntur Marselíu
Jóhannesdóttur frá Melgerði í Eyjafirði.
5. Ingibjörg Guðmundsdóttir (Helgasonar og Bjargar Ólafsdóttur),
fædd á Grund 8. janúar 1831. Ólst upp með foreldrum og stjúpu.
Þegar Ingibjörg er tvítug að aldri giftist hún (2. nóvember 1851)
Árna Jóhannssyni frá Arnarnesi í Garðahreppi, sem þá var talinn
29 ára. Nýgiftu hjónin eru svo nokkur ár í vinnumennsku hjá
L