Húnavaka - 01.05.1981, Blaðsíða 92
90
HÚNAVAKA
ferðir voru mikilvægur þáttur í skemmtana- og félagslífi unga fólksins
í Vatnsdal.
Sumardagurinn fyrsti var einhver mesti gleðidagur barnanna og
þau hlökkuðu til hans ekki síður en til jólanna. Það var ekki aðeins að
sumarið væri komið, heldur var hann mesti útileikjadagur ársins, það
er að segja ef veðrið var gott eða sæmilegt. Löngu áður en hann rann
upp hugsuðu þau mikið um það, hvernig veðrið yrði á sumardaginn
fyrsta. Stundum var útlitið ekki gott, en mikil var gleðin, þegar betur
rættist úr en áhorfðist. Ég man einu sinni eftir því frá barnsárum
mínum að stórhríð var á sumardaginn fyrsta, og þá var nú heldur
dauft yfir mér og mínum jafnöldrum. Við krakkarnir í útdalnum
komum oft nokkuð mörg saman á grund neðan við Skinnhúfuklett-
ana, sem eru neðst í fjallinu milli Hvamms og Eyjólfsstaða, og lékum
okkur þar mikinn hluta dagsins. Neðst í klettunum er litill hellir,
Skinnhúfuhellir, og þar var oft þröngt setið. I framdalnum hópuðust
þau oft saman á Tungueyrum, en ég þekkti lítið til þar. Fullorðnir
tóku alltaf mikinn þátt i þessum leikjum barnanna á sumardaginn
fyrsta og það jók mjög á gleði þeirra.
Á sumrin var mikið farið í ýmis konar skemmtiferðir á hestum,
stundum langt, stundum skammt. Þá var oft komið á marga bæi og
stansað þar um stund. Öllum, og ekki síður þeim, sem á móti gestun-
um tóku, þótti þetta mikil upplyfting frá daglegu amstri og önnum. Á
sunnudögum voru næstum aldrei unnin önnur störf en þau, sem ekki
varð hjá komist, og síst af öllu var það gert á sumrin, þá var fólkið
frjálst. Það henti þó einstöku sinnum í óþurrkatíð að verið var við
heyþurrk á sunnudögum, ef þá gafst góður þurrkur, og undir slíkum
kringumstæðum skarst enginn úr leik. Margir fóru einu sinni á sumri
fram í Vatnsdalsárgil, „fram að fossum“ eins og það var oft nefnt.
Þangað þótti öllum unaðslegt að koma. Þá komu flestir við í For-
sæludal og þótt hann væri fremsti bær í dalnum var marga sunnudaga
óvíða eða hvergi meiri gestakoma en þar. Einstöku sinnum fóru
margir i hóp fram að Friðmundarvatni. Það var kallað að „fara fram
að vötnum.“ Þá var alltaf farið á bát út í Friðmundarvatnshólma.
Hann var einhver fegursti grasgarður, sem fólkið sá. Þetta var löng leið
og oft ekki komið heim fyrr en seint að kvöldi. Marðarnúpsgil var lika
mjög eftirsóttur staður, einkum hvammur neðst í gilinu þakinn blá-
gresi og hvönn. Þessum ferðum fylgdi alltaf mikið og glatt félagslíf.
Veturinn 1920 var stofnað málfundafélag og starfaði það af miklu