Húnavaka - 01.05.1981, Blaðsíða 158
156
HÚNAVAKA
Þau eignuðust þessi börn:
Ingibjörgu, giftist Guðmundi Jónssyni frá Sölvabakka. Voru þau
búsett á Blönduósi. Ingibjörg er látin.
Salóme, gifta Reyni Steingrímssyni bónda i Hvammi í Vatnsdal.
Margrét, sem bjó í Reykjavík og var sambýlismaður hennar Sigþór
Steingrímsson, er hún önduð.
Pálmi ráðherra og bóndi á Akri, kvæntur Helgu Sigfúsdóttur frá
Breiðavaði.
Eggert lögfræðingur og bæjarstjóri í Keflavík, kvæntur Theódóru
Árnadóttur bónda á Bala í Þykkvabæ. Eggert andaðist 1965.
Efri árin komu og börn þeirra fóru að heiman og starf Jóns jókst í
höfuðborginni, fyrir föðurlandið. Pálmi sonur þeirra og kona hans
Helga Sigfúsdóttir tóku við jörðinni og ný kynslóð óx upp.
Þau hjónjónína ogjón bjuggu jafnan um þingtímann i Reykjavík,
og síðan mestan hluta ársins. I mínum huga mun Jónína helst hafa
kosið að dvelja á Akri, en ekkert var of gert fyrir Jón hennar blessaðan,
er hún unni ávallt mjög. Gestrisni hennar i Reykjavík var hin sama og
á Akri, og ekki ruglaði Reykjavikurvistin reglusemi hennar.
Ég efa ekki ef eitthvað mótdrægt dróst að eða áhyggjur, ástvina-
missir, ósigrar i sviptingum þjóðmála þá hafi hún veriö hinn trausti
lífsförunautur, er með rólegri yfirvegun húsfreyju útvegsbónda i vik-
inni góðu, var hún manni sínum stór sterk stoð. Jónína Valgerður gat
tekið sér í rnunn orð eins höfðingja í Bolungarvik er sagði: ,,Eg erfði
ekki fé, ég erfði dyggðir". Hún var góðum dvggðum búin og lífsþreki
og hafði unnið mikið um dagana. Faðir hennar var líka annálaður
verkmaður og lagði þrotlausa vinnu í að rækta i grýttri jörð í Bolung-
arvík.
Húsfreyjan á Akri var orðin barn i annað sinn hin síðustu ár æfi
sinnar. Hún hafði lifað Jón sinn og var því lífshlutverki hennar að
mestu lokið en hann lést 1. febrúar 1973.
Á áramótum berast til oss hljómar er margir vorir ölumst upp við í
bernsku, þessir hljómar eru klukknahljómar kirknanna svo sem í Bol-
ungarvík og Þingeyraklaustri, er feginleik vekja með oss er vér hlust-
um á þessa óma. Þá vaknar með oss kærleiksgnótt og lotning guðshúsa
vorra heima í héraði. Þingeyraklausturskirkja ber yfir alla bæi í sókn
sinni og Hólskirkja gnæfir yfir byggðina í Bolungarvík. Þingeyrar voru
helgisetur kristninnar í kaþólskum sið með sínu Guðshúsi, og Hóls-
kirkja var Guðshús í stærstu verstöð landsins um aldaraðir. Báðir