Húnavaka - 01.05.1981, Blaðsíða 31
HÚNAVAKA
29
3,2 m hæð yfir fjöruborð eða um 1,6 m hæð yfir stórstraumsflóð. Ofan
á allan norðurgarðinn var steyptur skjólveggur, járnbentur, 0,5 m á
hæð á um 60 m lengd, mælt frá bátaskýli eða jafnlangt hinni steyptu
kápu á úthlið bryggjunnar. Nokkuð ofan við fjöruborð á norðurhlið
var gamla klæðningin rifin og þrep steypt inní bryggjuna til frekara
öryggis. Loks var steypt bryggjuþekja yfir þá 55 m, sem alveg voru
fullgerðir.
Einnig var gert við norðurvegg bátauppsáturs þannig, að 25-30 sm
þykkt lag var steypt utan á beggja megin. Ennfremur var gert við
vesturvegginn á um 7 m bili.
Allar þessar framkvæmdir, sem nú hafa verið taldar, kostuðu um
36.400 kr. og munu hafa tekist í alla staði vel.
Aframhald á endurbyggingu bryggjunnar.
Árið 1939 var haldið áfram með endurbyggingu bryggjunnar. Var
suðurveggur lengdur fram að bryggjuhaus á um 33 m bili með sömu
gerð og áður var lýst. Var undirstaða veggjarins steypt af kafara sem
fyrr, en áður þurfti að hreinsa upp allmikið af grjóti, sem hrunið hafði
úr bryggjunni fyrr á tímum. Þurfti fyrst að losa um steinana með
þrýstidælu, en síðan voru þeir settir i kassa, sem dregnir voru upp á
bryggjuna með krana. Köfun 1939-40 annaðist Einar Eggertsson.
Þegar búið var að steypa veggina og grjótfylla, var bryggjuþekjan
steypt yfir. Ennfremur var 5-10 sm þykkt lag steypt yfir alla bryggjuna
þar fyrir ofan. Hafði þekjan sprungið mjög í brimi haustið 1935, en að
öðru leyti virtist ekkert hafa haggast af því, sem gert var þá.
Kostnaður þetta sumar varð um 22.800 kr. Árið eftir var um vorið
byrjað á að steypa ker, sem sett skyldi framan við þáverandi bryggju-
haus. Var ker þetta 11 m á lengd og 7,5 m á breidd og 4 m á hæð. Voru
sett 3 skilrúm í það þvers og 2 langs, sem skiptu því í 12 hólf. Þykkt
útveggja og botns var 15 sm, en skilrúma 12 sm.
Var kerið steypt á kerbraut þeirri, sem þá var komin á Skagaströnd
og dregið til Blönduóss og sett niður á sæti, sem áður hafði verið
útbúið á venjuiegan hátt framan við bryggjuendann. Var siðan gengið
í að fylla það með steypu og grjóti. Var fyrst steypt um 0,5 sm lag í
botninn, en síðan 80-90 sm þykkt lag innaná alla útveggi kers svo sem
venja var um ker með „þunnum“ veggjum. Var kerið síðan grjótfyllt,
veggir steyptir yfir i fulla hæð, grjótfyllt að nýju og loks var þekjan
steypt yfir og skjólveggur á útbrún. Var kerið sett þannig, að það gekk