Húnavaka - 01.05.1981, Blaðsíða 202
200
HÚNAVAKA
1978 var allt eftirlit með þeim
orðið mjög umfangsmikið. Bygg-
ingarnefndin réði því Val
Snorrason, ráðsmann Héraðs-
hælisins og hefur hann ásamt
formanni byggingarnefndar,
Sigursteini Guðmundssyni,
fylgst með byggingarfram-
kvæmdum. I byrjun ársins 1979
voru útboðsgögn að tréverki til-
búin og þann 2. febr. voru til-
boðin opnuð. Átta tilboð bárust
víðs vegar að af landinu. Hæsta
tilboðið var frá Trésmiðju Aust-
urbæjar í Kópavogi og hljóðaði
upp á 36,8 milljónir króna, en
lægsta tilboðið var frá Stíganda
h.f. hér á Blönduósi, 21,8
milljónir króna. Var því tilboði
tekið og hafa þeir Stígandamenn
séð um allt tréverk hússins, svo og
teppalagnir, dúkalagnir o. fl.
Ingvi Þór Guðjónsson, málara-
meistari, og hans starfsmenn hafa
séð um alla málningu svo og
flísalagnir í böð og eldhús. I
kringum húsið hefur lóðin að
mestu verið lagfræð, þó nokkuð
vanti á, og sá um þær lagfæringar
með prýði, Þór Snorrason, en Þór
er burtfluttur Blönduósingur,
eins og við vitum.
Brunavarnakerfi er í húsinu.
Reykskynjari er í hverju herbergi
og tafla í ganginum, sem segir til
hvar eldur er laus, kæmi til slíks.
Er þetta kerfi tengt vakt sjúkra-
hússins og skapar þannig ennþá
meira öryggi. Má segja að þetta
hús sé eins vel útbúið hvað
brunavarnir snertir og völ er á í
dag. Fyrir jólin 1979 var húsið að
mestu tilbúið. Aðeins var eftir
nokkur frágangur í kjallara.
Fyrstu íbúarnir fluttu inn þann
21. desember 1979. Voru það
hjónin Guðrún Guðmundsdóttir
og Halldór Jóhannsson frá
Bergsstöðum í Svartárdal. Flestir
íbúanna hafa svo flutt inn upp úr
áramótum 1979-80 og átti vel við
að íbúðirnar hefðu eignast sálir
þegar vígsluathöfnin fór fram.
Húsið allt er 900 m2 eða 300
m2 hver hæð. íbúðirnar eru 48 m2
hver, svefnherbergi, stofa, snyrti-
aðstaða og eldhús, en auk þess
hefur hver íbúð 6 m2 geymslu í
kjallara. I kjallaranum er auk
þess góð fönduraðstaða um 80
m2, samkomusalur um 70 m2,
þvottaaðstaða og snyrtingar. Að-
staða til tómstundaiðju eða fönd-
urs fyrir þá öldnu hefur ekki verið
fyrir hendi fyrr en nú. Þess skal þó
getið að vísir að slíku hefur farið
fram í baðstofu ellideildar Hér-
aðshælisins um tveggja ára skeið,
áður en þessi stofnun varð til.
Ingunn Gísladóttir, kennari, hef-
ur leiðbeint við þetta starf. Stjórn
Héraðshælisins fékk hana og til
liðs við sig til að koma upp fönd-
urstarfsemi hér í íbúðum aldr-
aðra og hefur hún stjórnað því
með prýði. Vil ég skjóta hér inn í