Húnavaka - 01.05.1981, Blaðsíða 142
140
HÚNAVAKA
sýnt var að hann gekk ekki heill til skógar, svo ákveðið v?ar að gera ekki
líf hans lengra né erfiðara en orðið var.
Og nú þegar Jarpur er allur vil ég gera orð Sigurðar skálds frá Brún
að mínum:
,,En ef að líf er eftir skot og fall
er einhver liðinn til sem býr þér stall
og strýkur mjúkum höndum hrossið mitt
og heyrir hverja þína bæn sem kall.“
*
STÓRFJÚK OG SNJÓHLAÐ
Anno 1772: Mikill frostavetur. Voru ekki stórhríðir fyrr en með góukomu. En
frostin gengu oftast sterk og gegnum þrengjandi samfleytt, fyrst frá 5. januarii til 2.
martii, það er í 8 vikur. Var þá linviðri i tvær vikur. Aftur gengu þau miklu frost frá
15. martii til 18. aprilis, það er í 5 vikur. Rak hafís inn á Góu og fylltust firðir á
einmánuði norðan lands. Batnaði æskilega vel veðuráttan með páskum (19 apríl).
Fengu hákarl um ísinn á Skagaströnd og á Vatnsnesi.
Þann 28. sept. úr miklum norðanstormi og súldi kom stórfjúk og snjóhlað. Varð þar
af í sumum stöðum fjártjón á sauðkindum, en þó mest skipskaðar. 16 skip sögð löskuð
á Höfðaströnd og Sléttuhlið, fjögur á Skagaströnd og svo víðar. Sum brotnuðu i mola.
Þá varð sjóarólga og brimgangur venju framar, svo burttókst fiskiafli á Húnafirði og
víðar mest af ógæftum.
1 efstu viku fyrir aðventu gjörði mikla norðanhríð og stórsnjó. Varaði 9 eður 10
dægur. Fenntu þá hross hér og þar, á Ásum eigi allfá, á Vatnsnesi, í Bólstaðarhlið 7 í
snjóflóði fram i Blöndu, á Skagaströnd vist 15 og svo víðar.
Höskulsstaðaannáll.
GRJÓT 1 STAÐ KJÖTS
Anno 1777: Skagastrandarskip kom síðla í Augusto, fórei á Strandir, fékk við Skaga
á innsiglingu skaða, missti þrjú atkeri með köðlum, tvö náðust siðar af íslenzkum og
öll togin, það stærsta atker ekki. Sigldi út i Octobri með prjónles og tólg, en grjót i
staðinn kjöts. Fáir hér keyptu þá mjöl og þeir fáir harðla lítið dýrleika vegna.
Á þessu hausti var boðið öllum frá Viðidalsá að Blöndu að slátra öllu pestfé. Svo
hafði og gjört verið um flestar suðursveitir, þar sem pestfé var.
Höskuldsstaðaannáll.