Morgunblaðið - 27.02.2015, Síða 34

Morgunblaðið - 27.02.2015, Síða 34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 REYKJAVÍK HLÍÐAR, HOLT OG NORÐURMÝRI H EI MS ÓKN Á HÖFUÐBO R G A R S V Æ Ð IÐ 2015 Hlíðar með Suðurhlíðum, Holtum og Norðurmýri mynda saman einn borgarhluta í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Til borg- arhlutans teljast einnig Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Í vestur markast hverfið af línu sem er dregin um miðja Snorrabraut, gamla Flug- vallarveg og Hlíðarfót. Í austur markast hverfið af línu sem dreg- in er eftir miðri Kringlumýr- arbraut. Í norðri markast hverfið af línu sem er dregin um miðja Hverfisgötu og Laugaveg. Meg- ineinkenni hverfisins er nokkuð þétt og gróin íbúðabyggð. Þar eru tvö grunnskólahverfi, Hlíða- skóli og Háteigsskóli. Í hverfinu eru einnig fjölmennir framhalds- skólar, sérskólar og háskólar. Nefna má Tækniskólann, Mennta- skólann við Hamrahlíð, mennta- vísindasvið Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Íþrótta- svæði Vals er í hverfinu og úti- vistarsvæði á Miklatúni. . Margir skólar eru í Hlíðum og nágrenni Gróið og fastmótað hverfi Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Um verk listaskálds litanna, eins og Jóhannes Sveinsson Kjarval er stundum nefndur, gilda lögmál borgarísjakans. Sú tíund jakanna sem sést er stórbrotin, en 90% eru í felum undir yfirborðinu. Verk lista- mannsins eru til sýnis að staðaldri á Kjarvalsstöðum við Klambratún, en flest verkin, lítil sem stór, eru í geymslum í kjallara hússins. „Jóhannes Kjarval var áhrifa- mikill. Kannski má segja að hann sé listamaður af þeirri stærðargráðu að enginn af þeim sem fást við myndlist í dag komist hjá því taka til hans af- stöðu. Það er hlutverk safnsins að varðveita verkin og að hafa þau til sýnis. Við erum sífellt að velta upp nýjum hliðum á höfundarverki Kjar- vals með ólíkum sýningum,“ segir Helga Lára Þorsteinsdóttir, deild- arstjóri safnadeildar Listasafns Reykjavíkur. Kjarvalsstaðir eru í hjarta Hlíðahverfis. Það var árið 1966 sem hafist var handa við byggingu húss- ins sem tekið var í notkun 1973 og er þetta fyrsta bygging á Íslandi sem er sérstaklega hönnuð fyrir myndlist. Tveir sýningarsalir eru í húsinu. Í vestursal eru fjölbreyttar sýningar ólíkra listamanna og um þessar mundir eru verk Einars Hákonar- Morgunblaðið/Árni Sæberg List „Sífellt að velta upp nýjum hliðum á höfundarverki Kjarvals með sýningum,“ segir Helga Lára Þorsteinsdóttir. Gullmolar í geymslunni  Kjarval er geymdur í kjallaranum  Mörg þúsund verk varðveitt á öruggum stað  Nýmálað I og II eru áhugaverðar sýningar vorsins Hvalasagan Frumgerð af frægu verki sem Kjarval skapaði. Hið fornfræga knattspyrnu- félag Valur rek- ur sögu sína aft- ur til ársins 1911 þegar ungir menn í KFUM tóku sig til og stofnuðu félag utan um knatt- spyrnuiðkun sína. Æskulýðsstarf Vals blómstrar nú sem aldrei fyrr og segir Björn Zoëga formaður stjórnar félagsins að aldrei hafi verið jafnmargir iðk- endur á barns- og unglingsaldri hjá félaginu. „Með góðu og öflugu kynning- arstarfi og sterkum stuðningi við iðkendur þá náðum við að fjölga í þeim hópi. Við erum með mjög gott barna- og unglingaráð sem hefur unnið virkilega gott starf síðustu árin.“ Fyrirhugað er að stækka Vals- svæðið til að gera aðstöðu iðkenda betri. „Aðstaðan er mjög góð en framkvæmdirnar eru áformaðar til að bæta hana enn meira,“ segir Björn og bætir við að vel hafi geng- ið hjá afreksliðum Vals. „Knattspyrnulið karla varð Reykjavíkurmeistari fyrir skömmu og lið kvenna lenti í öðru sæti. Í handbolta karla erum við efstir í deildinni og bæði karla- og kvenna- liðin eru komin í undanúrslitin í bikarnum.“ sh@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Sigur Valsmenn fögnuðu Reykjavíkurmeistaratitlinum fyrir skömmu. Öflugt æskulýðsstarf Vals í Hlíðahverfinu Björn Zoëga Villidýr á verði tiger.is · facebook.com/tigericeland Lestraraðstoð 800,- Sendum í póstkröfu. S: 528 8200

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.