Ægir - 01.10.2014, Síða 50
50
Artex ehf, fyrirtæki Hauks
Snorrasonar keypti um síðustu
áramót fyrirtækið Samleið ehf.
í Reykjavík og flutti til Dalvíkur.
Fyrirtækið hefur verið starf-
rækt um árabil og sérhæfir sig í
þjónustu við fiskþurrkunarfyr-
irtæki bæði hérlendis og í ná-
grannalöndunum. Haukur er
eini starfsmaður Samleiðar ehf.
enn sem komið er og er hann
tiltölulega bjartsýnn á kom-
andi ár enda hnígur flest til
þess að verkun þurrkaðra fisk-
afurða fari vaxandi.
„Aðalverkefni fyrirtækisins er
framleiðsla og sala á þurrk-
grindum úr plasti fyrir vinnsl-
urnar og hins vegar innflutn-
ingur og sala á strigapokum fyr-
ir þurrkaðar fiskafurðir. Striga-
pokana flyt ég inn frá Bangla-
desh en þaðan er hentugast að
taka pokana eins og er. Einnig
hef ég sambönd við framleið-
endur í Kína og á Indlandi en ég
legg mikið upp úr að selja ein-
ungis gæðapoka sem standast
þær kröfur sem íslenskir fram-
leiðendur þurrkaðra fiskafurða
þekkja af áralangri reynslu frá
Samleið,“ segir Haukur.
Viðskiptavinir víða
Strigapokar hafa verið ráðandi
umbúðir fyrir þurrkaðar fiskaf-
urðir í áratugi enda hafa engar
aðrar umbúðir getað skákað
þeim náttúrulegu eiginleikum
sem strigapokarnir búa yfir til
að varðveita gæði þurrkuðu af-
urðanna á langri flutningsleið
frá framleiðendum til kaup-
enda.
Þurrkgrindurnar eru sérstak-
lega framleiddar fyrir Samleið
ehf. í Kína þar sem fyrirtækið á
mót til plaststeypu á grindun-
um. Grindurnar sjálfar eru til í
tveimur stærðum og í boði eru
þrjár gerðir af fótum.
„Hvort tveggja eru þetta
vörur sem fluttar eru í gámavís
frá framleiðendum til kaupenda
en til viðbótar íslenska mark-
aðnum á ég viðskiptavini í
Rússlandi, Noregi, Færeyjum og
á Bretlandseyjum“ segir Hauk-
ur.
Vöxtur og bjartsýni í fiskþurrkun
Sú þróun að vinnsla á fiski fær-
ist í auknum mæli af sjó í land,
líkt og verið hefur hér á landi að
undanförnu segir Haukur já-
kvæða fyrir framleiðendur
þurrkaðra fiskafurða. Með því
verði aðgengi að hráefni auð-
veldara. „Aukinn kvóti í þorski
hefur einnig góð áhrif en ekki
er annað að sjá en markaðir fyr-
ir afurðirnar verði áfram traust-
ir. Framleiðendur hafa líka verið
duglegir að þróa nýjar afurðir,
jafnframt hausaþurrkuninni
sem er aðal framleiðsluafurðin. Í
Noregi hefur þurrkverksmiðjum
fjölgað og það er líka verið að
stækka þurrkanir hérlendis
þannig óhætt er að segja að
menn hafi trú á framtíðinni í
þessari grein sjávarútvegsins,“
segir Haukur en sem kunnugt
er fara þurrkaðar afurðir frá Ís-
landi fyrst og fremst á markað í
Afríkulöndum.
Samleið ehf. á Dalvík:
Þjónusta við fisk-
þurrkunarfyrirtækin
Haukur Snorrason, framkvæmdastjóri Samleiðar ehf. á Dalvík. Vörur fyrirtækisins eru framleiddar á Indlandi
og í Kína. Hann segir mörg teikn á lofti um bjartsýni í vinnslu þurrkaðra afurða hér á landi sem og í nágranna-
löndunum.
Þ
jón
u
sta