Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.2014, Qupperneq 50

Ægir - 01.10.2014, Qupperneq 50
50 Artex ehf, fyrirtæki Hauks Snorrasonar keypti um síðustu áramót fyrirtækið Samleið ehf. í Reykjavík og flutti til Dalvíkur. Fyrirtækið hefur verið starf- rækt um árabil og sérhæfir sig í þjónustu við fiskþurrkunarfyr- irtæki bæði hérlendis og í ná- grannalöndunum. Haukur er eini starfsmaður Samleiðar ehf. enn sem komið er og er hann tiltölulega bjartsýnn á kom- andi ár enda hnígur flest til þess að verkun þurrkaðra fisk- afurða fari vaxandi. „Aðalverkefni fyrirtækisins er framleiðsla og sala á þurrk- grindum úr plasti fyrir vinnsl- urnar og hins vegar innflutn- ingur og sala á strigapokum fyr- ir þurrkaðar fiskafurðir. Striga- pokana flyt ég inn frá Bangla- desh en þaðan er hentugast að taka pokana eins og er. Einnig hef ég sambönd við framleið- endur í Kína og á Indlandi en ég legg mikið upp úr að selja ein- ungis gæðapoka sem standast þær kröfur sem íslenskir fram- leiðendur þurrkaðra fiskafurða þekkja af áralangri reynslu frá Samleið,“ segir Haukur. Viðskiptavinir víða Strigapokar hafa verið ráðandi umbúðir fyrir þurrkaðar fiskaf- urðir í áratugi enda hafa engar aðrar umbúðir getað skákað þeim náttúrulegu eiginleikum sem strigapokarnir búa yfir til að varðveita gæði þurrkuðu af- urðanna á langri flutningsleið frá framleiðendum til kaup- enda. Þurrkgrindurnar eru sérstak- lega framleiddar fyrir Samleið ehf. í Kína þar sem fyrirtækið á mót til plaststeypu á grindun- um. Grindurnar sjálfar eru til í tveimur stærðum og í boði eru þrjár gerðir af fótum. „Hvort tveggja eru þetta vörur sem fluttar eru í gámavís frá framleiðendum til kaupenda en til viðbótar íslenska mark- aðnum á ég viðskiptavini í Rússlandi, Noregi, Færeyjum og á Bretlandseyjum“ segir Hauk- ur. Vöxtur og bjartsýni í fiskþurrkun Sú þróun að vinnsla á fiski fær- ist í auknum mæli af sjó í land, líkt og verið hefur hér á landi að undanförnu segir Haukur já- kvæða fyrir framleiðendur þurrkaðra fiskafurða. Með því verði aðgengi að hráefni auð- veldara. „Aukinn kvóti í þorski hefur einnig góð áhrif en ekki er annað að sjá en markaðir fyr- ir afurðirnar verði áfram traust- ir. Framleiðendur hafa líka verið duglegir að þróa nýjar afurðir, jafnframt hausaþurrkuninni sem er aðal framleiðsluafurðin. Í Noregi hefur þurrkverksmiðjum fjölgað og það er líka verið að stækka þurrkanir hérlendis þannig óhætt er að segja að menn hafi trú á framtíðinni í þessari grein sjávarútvegsins,“ segir Haukur en sem kunnugt er fara þurrkaðar afurðir frá Ís- landi fyrst og fremst á markað í Afríkulöndum. Samleið ehf. á Dalvík: Þjónusta við fisk- þurrkunarfyrirtækin Haukur Snorrason, framkvæmdastjóri Samleiðar ehf. á Dalvík. Vörur fyrirtækisins eru framleiddar á Indlandi og í Kína. Hann segir mörg teikn á lofti um bjartsýni í vinnslu þurrkaðra afurða hér á landi sem og í nágranna- löndunum. Þ jón u sta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.