Ægir

Volume

Ægir - 01.10.2014, Page 53

Ægir - 01.10.2014, Page 53
53 svipað og á árunum 2009-2012 og jókst frá árinu 2013. Hjá stærsta þorskinum (85-115 cm) var fæðumagnið hins vegar svipað og á árunum 2008-2010 Sex ára niðursveiflu í ýsustofninum lokið Sex ár í röð hefur ýsuárgangur mælst mjög lélegur í haustralli en nú brá svo við að einungis stóri árgangurinn frá 2003 hef- ur mælst stærri í haustralli en árgangur 2014 reynist vera. „Stofnvísitala ýsu er svipuð og ún var árið 2013. Á árunum 2002-2006 hækkaði hún í kjöl- far góðrar nýliðunar, en fór ört lækkandi næstu fjögur árin þar á eftir. Borið saman við árið 2013 fékkst nú minna af 25-35 cm ýsu, en svipað magn fékkst af ýsu stærri en 40 cm. Lengdar- dreifing ýsunnar sýnir einnig að ýsa minni en 55 cm er undir meðaltali í fjölda, en stærri ýsa yfir meðaltali. Aldrei hefur fengist eins mikið af ýsu 10 ára og eldri í haustralli en árin 2013 og 2014 og er þar að mestu um að ræða stóra árganginn frá 2003 sem nú er 11 ára. Meðal- þyngd eftir aldri hefur hækkað umtalsvert síðan 2010 og er yfir meðaltali hjá öllum árgöngum,“ segir í stofnmælingaskýrslunni en mest fékkst af ýsu á grunn- slóðinni fyrri Norðurlandi. Háar vísitölur í mörgum stofnum Fleiri fiskistofnar komu vel út úr haustrallinu. Þannig er um gull- karfann sem gaf hæstu heildar- vísistölu frá upphafi haustralls- mælinga. Heildarvísitala gull- karfa í haustmælingunni mæld- ist sú hæsta frá árinu 1996. Hef- ur vísitalan aukist jafnt og þétt frá árinu 2000 og eru vísitölur Hjallahraun 2 - 220 Hfj. - s. 562 3833 - www.asafl.is - asafl@asafl.is Ráðgjöf - Sala - Þjónusta SanddælurBrunndælurDælur með snigilhjóli Austurdælur 12 - 24v Austurdælur 12 - 24vBorholudælur MIKIÐ ÚRVAL AF DÆLUM Heildarvísitala þorsks í vorralli 1985-2014 (heil lína, grátt svæði) og haustralli 1996-2014 (punktar, lóðréttar línur). Ekki var farinn leiðang- ur að hausti árið 2011. Skyggða svæðið og lóðréttu línurnar sýna eitt staðalfrávik í mati á vísitölum (68% líkur á að endurtekin mæling lendi innan svæðanna). Heildarvísitala ýsu í vorralli 1985-2014 (heil lína, grátt svæði) og haust- ralli 1996-2014 (punktar, lóðréttar línur). Ekki var farinn leiðangur að hausti árið 2011. Skyggða svæðið og lóðréttu línurnar sýna eitt stað- alfrávik í mati á vísitölum (68% líkur á að endurtekin mæling lendi inn- an svæðanna). Myndir: Hafrannsóknastofnun Flestar vísitölur botnfiskstofna eru jákvæðar, samkvæmt haust- rallinu.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.