Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 8. M A Í 2 0 1 5 Stofnað 1913  107. tölublað  103. árgangur  ALLT Á HJÓLUM STANLEY KUBRICKFYRIRMYNDIN Í LISTSKÖPUN32 SÍÐNA BLAÐAUKI UM ALLT SEM VIÐKEMUR BÍLUM MYNDLISTIN ÁSTRÍÐA 10 Sauðburður stendur sem hæst á Suðurlandi. Kristinn Guðna- son í Árbæjarhjáleigu segir að sauðburður hafi gengið vel og sé hálfnaður. Hins vegar sé erfitt að láta féð út vegna kulda og ekki síður roks. Þá séu hey létt eftir erfitt heyskaparsumar og ærnar leggi af. Sauðburður fer heldur seinna af stað á Norðurlandi enda eins gott því þar er enn kaldara í veðri. Féð á erfitt vegna kulda á sauðburði Morgunblaðið/RAX Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Ég þekki engin dæmi þess að þrotabú hafi verið krafin um að skila tekjuskatti af þeirri upphæð sem kröfuhafar fá ekki greidda við gjald- þrot. Þarna yrði um nýja fram- kvæmd að ræða,“ segir Guðbjörg Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri á skatta- og lögfræðisviði Deloitte, í tengslum við nýbirt bindandi álit rík- isskattstjóra. Álitið var gefið út í kjöl- far fyrirspurnar slitastjórnar SPB hf. (áður Icebank) í tengslum við mögu- leg skattskil búsins, ef til gjaldþrota- skipta kæmi. Í áliti ríkisskattstjóra er það sagt ljóst að þrotabú sé skattskylt vegna tekna sem myndast við að skuldir umfram eignir, sem ekki fást greidd- ar við uppgjör á búinu við gjaldþrot, eru felldar niður. Þá er einnig ljóst skv. lögum að tekjuskattur á þrotabú er 36%. Fyrrnefnd slitastjórn stóð í þeirri trú að ekki bæri að greiða tekjuskatt af þessum mismun. Á sama tíma hefur það verið sameig- inlegur skilningur aðila að í þeim að- stæðum þar sem nauðasamningar nást sé greiddur 20% tekjuskattur af fyrrnefndum mismun eigna og skulda. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins kom álit ríkisskattstjóra mörgum slitastjórnum í opna skjöldu enda ljóst að skattheimtan sem af því leiðir getur komið mjög niður á heimtum kröfuhafa. Kemur það ekki síst til af því að í álitinu er ítrekað að skatturinn er skilgreindur sem bús- krafa og gengur því framar öðrum kröfum í búið. Slitastjórnirnar standa nú frammi fyrir þeim kosti að leita áfram nauðasamninga þar sem niðurfelling skulda leiðir af sér álagningu 20% tekjuskatts, eða að farin verði gjaldþrotaleið þar sem á sama skattstofn verði lagður tekju- skattur í efra þrepi eða 36%. Síðari leiðin felur þá í sér 80% hærri skatt en sú fyrrnefnda. Guðbjörg segir að þessi niðurstaða ríkisskattstjóra komi á óvart. „Við stöndum núna uppi með það álitamál hvort ríkisskattstjóri ætli sér nú að taka upp skattskil allra þrotabúa sex ár aftur í tímann og leggja tekjuskatt á þau vegna þessarar túlkunar.“ Mögulegur frádráttur Í fyrrnefndu áliti er sérstaklega tilgreint að slitabúunum sé stætt á að draga yfirfæranlegt uppsafnað tap frá skattstofninum sem hinar niður- felldu kröfur mynda. Slíkt tap fyrnist á tíu árum. Þannig gætu búin dregið frá það mikla tap sem varð af rekstri fyrirtækjanna, sem verið er að slíta, á árinu 2008. Það tap er þó aðeins frádráttarbært til ársins 2018. Bindandi áliti ríkisskattstjóra má skjóta til yfirskattanefndar en Morg- unblaðið hefur ekki heimildir um að sú leið hafi verið farin. MGjaldþrotaleið mun leiða… »18 Eftirgjöf skulda mun bera 36% tekjuskatt  Skatturinn gæti dregið mjög úr endurheimtum kröfuhafa Morgunblaðið/Golli Álit Eftirgjöf skulda mun bera 36% tekjuskatt skv. bindandi áliti. Samkvæmt útgönguspá þingkosn- inganna í Bretlandi, sem lesin var upp þegar klukkuturninn Big Ben sló tíu í gærkvöldi, er Íhaldsflokk- urinn stærstur þar í landi með 316 þingmenn. Hefur flokkurinn þá bætt við sig tíu þingmönnum frá síðustu kosningum. Kosið var á yfir fimmtíu þúsund kjörstöðum sem voru opnaðir klukkan sjö um morg- uninn. Um fimmtíu milljónir Breta eru á kjörskrá. Samkvæmt spánni fær Verka- mannaflokkurinn 239 þingmenn, Skoski þjóðarflokkurinn 58 þing- menn, Frjálslyndir demókratar tíu þingmenn og breski Sjálfstæðis- flokkurinn tvo menn. Aðrir fá tutt- ugu og fimm þingmenn, það er að segja sé spáin rétt og nákvæm. 650 þingmenn eru á breska þinginu og því þarf 326 sæti til að tryggja sér meirihluta. davidmar@mbl.is Íhaldinu spáð sigri AFP Spár David Cameron, formaður Íhaldsflokksins, á kjörstað. Stéttarfélagið Framsýn á Húsa- vík og 23 fyrir- tæki á svæðinu hafa gengið frá kjarasamningi um 300 þúsund króna lágmarks- laun. Aðalsteinn Baldursson, for- maður Fram- sýnar, segir að fyrirtækin, sem eru um 30% fyrir- tækja á svæðinu, hafi samið eftir að verkfallsaðgerðir hófust. Tveggja daga verkfallsaðgerðum starfsfólks í Starfsgreinasamband- inu lauk í gær. Nokkur dæmi voru um að starfsfólk annarra stéttar- félaga hefði gengið í störf þeirra sem lögðu niður störf. Almennt gengu verkfallsaðgerðir þó vel, að sögn Björns Snæbjörnssonar, for- manns Starfsgreinasambandsins. Verkfall dýralækna í BHM hefur staðið í tæpar þrjár vikur. Sam- kvæmt upplýsingum frá talsmanni dýralækna fengu fjögur svínabú undanþágu til slátrunar í gær gegn yfirlýsingu um að kjötið færi ekki á markað. Geta þau því hafið slátrun í dag. Búist er við því að fjögur til við- bótar fái undanþágu í dag. »4 og 12 30% fyrir- tækja sömdu  Gengið að 300 þúsund kr. kröfu Aðalsteinn Árni Baldursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.