Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2015 Listaspíra Hnáta var ánægð með sig eftir að hafa prílað upp í útilistaverk í miðborginni og naut sólarinnar. Golli Fyrir margt löngu voru gefnir út skömmtunarseðlar fyrir mun- aðarvöru, eins og sykri, smérlíki, skóm og fatnaði, á Íslandi. Til að auka aðgengi eða takmarka; eftir því sem á þurfti að halda hverju sinni, var gefinn út „stofnauki“. Þannig minnir elstu menn að stofnauki nr. 12 hafi verið fyrir skóm. Orðið stofnauki finnst varla í leitarforritum nútímans. Eftir tímabil hafta og skömmt- unar féll orðið „stofnauki“ í gleymsku og óminni. Þó er orðið fallegra en „kaupauki“, sem virðist þýða „árangurstengdar launauppbætur“, eins konar stofnauki á laun. Kaupaukakerfi var innleitt við mat á árangri í frystihúsum. Grunnurinn að mati var árangur, mældur í magni og gæðum, þ.e. kíló af pökk- uðum fiski og ormaleysi í vinnslunni. Einnig var til uppmælingaraðall í byggingarvinnu, sem fékk greitt eftir afköstum. Einkavæðing Svo var það þegar íslenskir bankar voru einkavæddir, þá kom til kaupaukakerfi í bönk- um. Eftir lestur skýrslna um fall íslenskra banka og sparisjóða hefur blekbera þessarar greinar ekki tekist að finna árangurstengingu þessara kaupauka í íslenskum bönkum, nema ef vera skyldi tengingu við hagnað viðkomandi fjármálastofnunar. Þannig voru í kjarasamn- ingum og ráðningarsamningum starfsmanna eins konar „stofnaukar“ til launa, tengdir við hagnað fyrirtækisins eða rekstur viðkomandi fjármálastofnunar, án þess að hlutlægt mat á árangri lægi fyrir. Arður og löggjöf Nú er það svo að fjármálastofnanir eru mjög regluvædd fyrirtæki. Ber þar fyrst til að taka lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Þar eru ákvæði um að fjármálafyrirtæki skuli starfa sem hlutafélag. Í lögunum um fjármálafyr- irtæki er á nokkrum stöðum vís- að til hlutafélagalaga varðandi starfrækslu fjármálafyrirtækja. Það er því nærtækt að líta til reglna um arðgreiðslur í hluta- félögum. Arður er ekki sjálfstæð tekjuuppspretta. Arður er ráð- stöfun á hagnaði. Í XII kafla hlutafélagalaga er fjallað um arðsúthlutun. Þar segir í gr. 101; „Hluthafafundur tekur ákvörðun um úthlutun arðs eftir að fé- lagsstjórn hefur lagt fram til- lögur um það efni. Ekki má ákveða að úthluta meiri arði en félagsstjórn leggur til eða sam- þykkir.“ Af þessu má álykta að stjórn hefur takmark- aða heimild til að ráðstafa hagnaði í örlæt- isgerninga án samþykkis hluthafafundar. Það er augljóst að hagnaður er eign hluthafa, og ráðstöfun hans getur aðeins verið með tvennum hætti; til greiðslu arðs og til óráðstafaðs eigin fjár sem kyrrsetts hagnaðar (e. Retained earn- ings). Í gr. 103 í hlutafélagalögum er stjórn fé- lags veitt smávægileg heimild til góðverka: „Hluthafafundur getur ákveðið að gefa af fjár- munum félagsins til almenningsheilla, mann- úðarmála eða í hliðstæðum tilgangi, að svo miklu leyti sem slíkt telst hæfilegt með hliðsjón af tilganginum með gjöfinni, fjárhagsstöðu fé- lagsins, svo og atvikum að öðru leyti. Fé- lagsstjórn er heimilt að verja smávægilegum fjárhæðum, miðað við fjárhagsstöðu félagsins, í sama skyni sem um getur í 1. mgr.“ Dæmi frá Bandaríkjunum Eitt merkilegasta mál í hlutafélagarétti í Bandaríkjunum er Dodge Brothers V. Ford. Þar var ágreiningsefni afsláttur sem Henry Ford, aðaleigandi FordMotorCompany, vildi greiða kaupendum bifreiða eitt árið þegar vel gekk. Meðeigendur hans, Dodge-bræður, gátu ekki samþykkt að hagnaði fyrirtækisins væri ráðstafað með þessum hætti. Þeir töldu að hagnaður væri aðeins eign eigenda, ekki kaup- enda bíla sem keyptu þá án hlutdeildar í af- komu fyrirtækisins. Þetta mál gekk upp öll dómstig í Bandaríkjunum. Niðurstaðan var sú að röksemdir Dodge-bræðra voru staðfestar. Ályktun Út frá röksemdum Dodge-bræðra og ákvæð- um hlutafélaga verður ekki séð að kaupauki verði ákvarðaður út frá hagnaði eða góðri af- komu fjármálafyrirtækja eða annarra. Hluta- skipti með kauptryggingu í sjávarútvegi hafa enga tengingu við hagnað. Röksemdir þeirra sem vilja heimila fjármálafyrirtækjum að greiða verulega stofnauka á laun og kalla kaup- auka eru einkum þær að lítil fjármálafyrirtæki búa við sveiflukennda afkomu vegna tekna af verkefnum, sem sum hver gefa ekki neinar tekjur fyrr en viðskiptum er lokið. Sum slík verkefni gefa ekki af sér neinar tekjur. Þau hafa eitthvað til síns máls. Stór fjármálafyrirtæki, sem miðla sparifé til lántaka, búa ekki við slík skilyrði. Árangur af slíkri miðlun kemur ekki fram fyrr en að mörgum árum liðnum þegar lán hafa verið gerð upp, eða, ef illa fer, afskrifuð. Ef lánin eru afskrifuð, hví á að greiða launa- uppbót? Frumvarp um kaupauka Nú er til umfjöllunar frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki. Eitt þeirra ákvæða sem fjallað er um er kaupauki í fjármálafyrirtækjum. Í umsögnum sem Alþingi hafa borist er hvergi að finna vitrænar rök- semdir fyrir kaupaukum í fjármálafyrir- tækjum. Þeir, sem best þekkja til reksturs fjár- málafyrirtækja, telja að framkvæmd kaupaukastefnu í fjármálafyrirtækjum hafi aldrei verið með neinum vitrænum hætti. Aug- ljóst er að umsagnir um frumvarpið bæta ekki þar úr. Að auki er rétt að minna fjármálafyr- irtæki á að afkoma þeirra í dag af grunnrekstri, þar sem þau starfa í lokuðu hagkerfi í skjóli fjármagnshafta, gefur ekki tilefni til kaupauka eða þess launaskriðs sem verið hefur í fjármála- fyrirtækjum. Svo mikið er víst að kaupauka- kerfi taka ekki mið af hlutafélagalögum. Íslenskir snillingar Álykta má að stjórnendur fjármálafyrirtækja og hagsmunasamtaka þeirra hafa ekkert lært af því sem gerst hefur á dýrasta námskeiði fjár- málasögunnar, en það er útrásarævintýri ís- lenskra snillinga, sem „eiga auðvelt með að taka áhættuna, að þora þegar aðrir hika, kannski vegna þess að lífi sjómannsins fylgir jafnan hætta og útrásin er eins konar róður á ný mið. Við vitum líka að ætíð er hægt að hverfa aftur heim til Íslands ef illa fer í leiðangrinum og eiga hér hið besta líf því öryggisnetið sem velferð- arsamfélagið veitir okkur tryggir öllum sama rétt til menntunar og umönnunar óháð efnahag. Athafnamenn í sumum öðrum löndum verða hins vegar oft að leggja velferð fjölskyldunnar á vogarskálar áhættunnar“ og „að flækjur skrifræðisbákna hafa aldrei þvælst fyrir okkur Íslendingum; við erum vön að eiga beint við einstaklinga. Kannski hefur smæðin blessunarlega komið í veg fyrir að virk- isveggir skrifræðis risu hér; við höfum einfald- lega ekki haft mannskap til að hlaða þá“. Hér í lokin er enn vitnað í þá merku ræðu sem haldin var á vegum Sagnfræðingafélagsins. Þar sagði í stofnauka: „Svarið er líka fólgið í því að vel sé hugað að undirstöðum, að hin metn- aðarfulla útrásarsveit haldi ávallt áttum, glati ekki jarðsambandi þótt vel gangi, meti áfram að verðleikum samfélagið sem þau hefur fóstrað og komi fram af virðingu og sanngirni ekki að- eins við íslenska þjóð heldur einnig við íbúa annarra landa, gleymi ekki að útrásin byggist í grunninn á sögu, menningu og siðviti Íslend- inga.“ Eftir Vilhjálm Bjarnason » Í umsögnum sem Alþingi hafa borist er hvergi að finna vitrænar röksemdir fyrir kaupaukum í fjármálafyr- irtækjum Vilhjálmur Bjarnason Af stofnaukum og kaupaukum Höfundur er alþingismaður. Um nokkurt skeið hefur Silicor Materials unnið að því að reisa sólarkísilverk- smiðju á Grundartanga sem byggist á nýrri tækni sem hefur verið í þróun undanfarinn áratug. Þessi nýja tækni gerir okkur kleift að framleiða sólar- kísil með mun ódýrari, ein- faldari og umhverfisvænni hætti en hingað til hefur verið gert auk þess sem orkuþörfin er aðeins þriðjungur af því sem hefðbundin framleiðsluaðferð kall- ar á. Áform okkar gera ráð fyrir því að nota um 85 MW af orku til að farmleiða árlega 16 þúsund tonn af sólarkísil sem nýtist til að virkja tíu sinnum meiri orku með útgeislun sólarinnar. Um er að ræða hátækniiðnað sem og munu 450 manns starfa í verksmiðjunni, þar af þriðjungur í störfum sem krefjast háskólamenntunar. Heildarfjárfesting verkefnisins er um 120 milljarðar króna og er unnið í samstarfi við fjölda leiðandi aðila á þessu sviði. Einbeitum okkur að umhverfis- vænum sólarkísil Silicor Materials varð til við sam- runa tveggja fyrirtækja í sólarhlaða- iðnaðinum; Calisolar, sem framleiddi ódýr sólarhlöð, og 6N Silicon, kís- ilbirgis í Kanada. Árið 2010, þegar við gerðum okkur grein fyrir að umhverf- isvænt framleiðsluferli okkar gæti gjörbylt framleiðslu á sólarhlöðum, lögðum við niður framleiðslu okkar á sólarhlöðum og einbeittum okkur að því að sjá þessum vaxandi iðnaði fyrir ódýrum, umhverfisvænum sólarkísil. Við breyttum nafni fyrirtækisins í Sili- cor Materials til þess að endurspegla þessa stefnubreytingu. Nýjar reglur útiloka Bandaríkin Þegar tími var kominn til að huga að okkar fyrstu verksmiðju í fullri stærð skoðuðum við fyrst nokkra staði í Bandaríkjunum. Nýjar reglur, sem komu til vegna ófyrirséðrar við- skiptadeilu milli Banda- ríkjanna og Kína, gerðu hins vegar að verkum að framleiðsluvara okkar, sem flutt væri frá Bandaríkjunum, myndi bera háa tolla í Kína og Taívan, tveimur af stærstu mörkuðum fyrir sólarkísil í heiminum. Þetta riðlaði áætlunum okkar um framleiðslu í Bandaríkjunum, eins og hjá mörgum öðrum í þessum iðnaði. Þess vegna hófum við leit víða um heiminn að hagstæðari staðsetningu. Hlökkum til samstarfs við Íslendinga Við komumst að raun um að Ísland hentaði starfsemi okkar fullkomlega, af mörgum ástæðum. Staðsetning lands- ins mitt á milli Evrópu og Norður- Ameríku, ákjósanlegt athafnasvæði og góð höfn á Grundartanga, gott aðgengi að grænni orku, vel menntað starfsfólk og sterkir innviðir samfélagsins og ný- legur fríverslunarsamningur milli Ís- lands og Kína eru allt atriði sem skiptu sköpum. Þar sem hráefnin í fram- leiðslu okkar eru ál og kílsill skiptir að- gengi að þeim miklu máli, því hafði það jákvæð áhrif á ákvörðun okkar að á Ís- landi er framleitt hágæðaál auk þess sem framleiðsla á kísil er nú í undir- búningi á Íslandi. Þess vegna felast mikil tækifæri í því að byggja upp hátækniiðnað sem þennan á Íslandi og við hlökkum til samstarfs um þetta verkefni. Sólarkísill í Hvalfirði Eftir Terry Jester »Um er að ræða há- tækniiðnað sem og munu 450 manns starfa í verksmiðjunni, þar af þriðjungur í störfum sem krefjast háskólamennt- unar. Terry Jester Höfundur er forstjóri Silicor Materials.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.