Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2015 Sími 511 8090 • www.yndisauki.is Dukkah er frábært með brauði, salatinu, grillaða grænmetinu, á kjúklinginn og fiskinn og með nýgrilluðu lambakjöti Dukkah frá Yndisauka ómissandi í matargerðina Dukkah er blanda af möndlum, hnetum, sesamfræjum og sérvöldu kryddi. Blandan er upprunnin í Egyptalandi og var upphaflega notuð með brauði sem fyrst er dýft í góða ólífuolíu og svo í dukkah. Dukkah fæst íHagkaupum,Melabúðinni, Fjarðarkaupum, Mosfellsbakaríi, Kjöthöllinni,Nóatúni,Garðheimum, Miðbúðinni og Bakaríinu viðBrúnnaAkureyri. Árleg hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar voru afhent við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu í vikunni. Alls fengu 12 verkefni í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum borg- arinnar verðlaun fyrir gróskumikið starf sitt en alls bárust tæplega 40 tilnefningar. Í flokki leikskóla fengu eftirfar- andi verðlaun: Dalskóli, fyrir verk- efnið Tökum flugið, Laufásborg, fyr- ir verkefnið Skák í leikskólanum, og Sæborg, fyrir verkefnið Listsköpun. Hvatningarverðlaun fyrir grunn- skólastarf fengu: Grandaskóli, fyrir lestrarátak í samstarfi við Forlagið, Hólabrekkuskóli, fyrir vinaliðaverk- efni, og Laugarnesskóli fyrir verk- efnið Umhverfið mitt, sem unnið var í samstarfi við Listaháskóla Íslands og Grasagarðinn í Laugardal. Fyrir frístundastarf fengu eftir- taldir verðlaun: Frístundaheimilið Eldflaugin, fyrir verkefnið Ævin- týraspilið, Félagsmiðstöðin 105 í Há- teigsskóla, fyrir verkefnið Femín- istafélag 105, og Frístundaheimilið Gulahlíð, fyrir verkefnið Tóm- stundaklúbbar. Þá voru veitt hvatningarverðlaun fyrir þverfagleg samstarfsverkefni leikskóla, grunnskóla, frístundar- starfs og félagsmiðstöðva. Verðlaun- in fengu: Árbæjarskóli og félags- miðstöðin Tían, fyrir verkefnið Hönd í hönd, Gullborg, Grandaskóli og Undraland, fyrir verkefnið Op- inskátt gegn ofbeldi, og Þróttheimar og Langholtsskóli, fyrir verkefnið Lýðræðisleg vinnubrögð í nemenda- ráði Þróttheima og Langholtsskóla. Skúli Helgason afhenti verðlaunin fyrir hönd borgarinnar. Ljósmynd/Reykjavíkurborg Hvatning Fulltrúar Laugarnesskóla í Reykjavík taka við hvatningar- verðlaunum skóla- og frístundaráðs fyrir verkefnið Umhverfið mitt. Tólf verkefni fengu hvatningarverðlaun  Borgin fékk nær 40 tilnefningar BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fullvíst þykir að kröfuhafar föllnu bankanna búi sig undir áróðursstríð og hafi leitað ráðgjafar um hvernig málstað þeirra verður best komið á framfæri á alþjóðavettvangi. Þetta er skoðun tveggja sérfræð- inga sem óskuðu nafnleyndar, ann- ars í fjármálum en hins í almanna- tengslum. Til- efnið er samstarf slitastjórnar Glitnis við First House, eina helstu almannatengsla- stofu Noregs. Samstarfið hófst 2013 og má nefna að First House skipulagði það ár kynningarfund fyrir kröfuhafa Glitnis í London. First House hefur ekki svarað beiðni um viðtal. Fulltrúi slitastjórnar Kaupþings vildi árétta að hún skipti ekki við First House, líkt og sagði hér í blaðinu í gær. Fram kom í Morgun- blaðinu haustið 2013 að First House veitti hópi erlendra kröfuhafa Glitn- is og Kaupþings ráð í tengslum við nauðsamninga þrotabúa. Hafa skipulagt aðgerðaáætlun Telur sérfræðingurinn í fjár- málum að kröfuhafar hafi skipulagt aðgerðaáætlun ef haftaferlið þróast út í deilu við íslensk stjórnvöld sem kemst í kastljós alþjóðlegra fjöl- miðla. Horfði hann til Argentínu í því efni og alþjóðlegrar umfjöllunar um deilu landsins við vogunarsjóði. Afnám hafta muni draga athygli að fjárfestum sem eiga kröfurnar. Almannatengillinn segir að starfs- menn fyrirtækisins hafi góð sam- bönd um allan heim og hafi mikla færni til að stýra samskiptum ef haftamálið verður að alþjóðlegri „krísu“. Bjørn Richard Johansen, einn stofnenda First House, hafi verið fjölmiðlaráðgjafi íslenskra stjórnvalda eftir hrunið og sé því í góðri aðstöðu til að skapa trúverð- ugleika hjá sínum umbjóðendum. Ráðgjöf First House í Noregi hef- ur verið umdeild og þá ekki síst að fyrirtækið skuli hafa ráðið til sín fyrrverandi stjórnmálamenn til að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna. Fyrirtækið hefur sterkt tengsla- net og má til dæmis nefna að tals- maður þess, Per Høiby, er bróðir krónprinsessunnar, Mette-Marit. Ný þróun í norsku samfélagi Harald Stanghelle, ristjóri stjórn- málalegs efnis í Aftenposten, hefur gagnrýnt framgöngu First House í norsku samfélagi. Hann segist að- spurður í samtali við Morgunblaðið vera gagnrýninn á hið „hulda vald“ sem hafi orðið til í norsku samfélagi, þar sem fari blanda af almanna- tengslum og hagsmunagæslu. Þetta sé ný þróun í Noregi sem First House sé orðið táknmynd fyrir. „First House er án nokkurs vafa hulið vald í Noregi. Þeir eru mjög snjallir og starfa á gráu svæði hags- munagæslu, stjórnmála og almanna- tengsla. Ég hef enga ástæðu til að ætla að starfsemin sé ólögleg. Við höfum hins vegar brugðið birtu á eitt og annað í Aftenposten um starfsemi First House. Dæmi er bréf sem First House ritaði alþjóð- legum samtökum í kolaiðnaði. Sagði þar að innan árs yrði tekin ákvörðun um hvort norski olíusjóðurinn myndi selja hlutabréf sín í kolafyrir- tækjum. Sagðist félagið reiðubúið að reyna að hindra það.“ Stanghelle segir First House hafa fengið til sín fyrrverandi áhrifamenn í Verka- mannaflokknum, þ.m.t. tvo af nán- ustu samstarfsmönnum Jens Stol- tenbergs, fv. forsætisráðherra Noregs. „Þeir vita upp á hár hvernig á að greina valdakerfið í stjórnmál- unum,“ segir Stanghelle sem tekur annað dæmi. Morten Wetland, fv. fastafulltrúi Noregs hjá SÞ í New York og nú starfsmaður hjá First House, hafi ritað grein til að grafa undan norsku nóbelsnefndinni, í kjölfar þess að Kínverjinn Liu Xi- aobo fékk friðarverðlaun Nóbels, með því að ljóstra upp blendnum viðbrögðum Obama forseta við að fá verðlaunin. Greinin hafi verið skrif- uð í þágu norskra fyrirtækja sem vildu stuðla að bættum samskiptum Kína og Noregs, eftir að Kínastjórn refsaði Noregi vegna verðlaunanna. Umdeilt félag ráðleggur kröfuhöfum  Ritstjóri stjórnmálalegs efnis hjá Aftenposten hefur gagnrýnt starfsemi First House í Noregi  Félagið blandi saman almannatengslum og hagsmunagæslu  Kröfuhafar eru sagðir vígbúast Morgunblaðið/Golli Miðborg Óslóar Í Noregi er beitt ýmsum leiðum í hagsmunagæslu. Fulltrúar kröfuhafa hafa á síðustu misserum sóst eftir upplýsingum um ættartengsl Íslendinga hjá ORG – Ættfræðiþjónustu. Oddur Helgason æviskrár- ritari hefur vísað þessum aðilum til Persónuverndar. „Við veitum ekki slíkar upplýsingar en vísum á Persónuvernd sem getur þá metið hvort hún gefi leyfi til þess,“ segir Oddur og bendir á að fimm ætt- fræðigrunnar hafi verið settir saman á Íslandi. Í fyrsta lagi grunnur erfðafræðinefndar fyrir Háskóla Íslands og Landspítalann. Sá er lokaður almenningi. Í öðru lagi Espólín-grunnur Friðriks Skúlasonar sem Íslensk erfðagreining notaði í Íslendingabók. Þar er aðeins hægt að fá upplýsingar um nánasta fólk fyrirspyrjenda. Í þriðja lagi grunnur sem Hálfdán Helgason ættfræðingur seldi úr landi. Hann er ekki með nein- um girðingum. Í fjórða lagi grunnur ORG ættfræðiþjónustu sem gæti orðið eign þjóðarinnar en tekur með forfeður og afkomendur Íslendinga erlendis og loks grunnur Þorsteins Jónssonar, Genealogia Islandorum. Spyrja um ættartengsl RANNSÓKNIR KRÖFUHAFA Harald Stanghelle Oddur Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.