Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 31
hans til margra ára, Cynthiu Lee, samúð vegna fráfall Jóns Gísli Már Gíslason. Skólabróðir og vinur, dr. Jón Baldur Sigurðsson, er látinn. Við kynntumst í Menntaskóla fyrir réttum 60 árum. Jón Baldur hafði þá fengið áhuga á náttúrufræði og fórum við flesta daga ársins í skoðunarferðir um Reykjavík og nágrenni. Að sumrinu var farið í stærri leiðangra. Að loknu stúd- entsprófi héldum til útlanda til náms. Við Baldur fórum til Eng- lands og innrituðumst í dýrafræði- deild Háskólans í Bristol. Þótt áhuginn væri mikill reyndist að- lögun að framandi umhverfi og margvíslegum áhugamálum erfið. Í Bristol kynntist Jón Baldur ágætri stúlku, sem þar var við leiklistarnám, Teng Gee Lee. Hún var bankastjóradóttir frá Singa- púr. Er ekki að orðlengja það að þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband. Jón Baldur hætti námi, fluttist ásamt konu sinni til Íslands og sneri sér að brauðstrit- inu. Kenndi í gagnfræðaskóla og stundaði fleiri tilfallandi störf, svo sem leiðsögn náttúruskoðenda. Þá kom sér vel yfirgripsmikil þekk- ing hans á náttúru Íslands og ein- stakir hæfileikar til að miðla þekk- ingunni. Áhugamál Jóns Baldurs voru fjölbreytileg. Hann sökkti sér djúpt ofan í viðfangsefnin og varð gjarnan brautryðjandi á sérhæfð- um sviðum. Athygli hans og nost- ursemi við rannsóknir var einstök og kom að góðum notum þegar greina átti milli lífverutegunda eða útskýra ferla í náttúrunni. Áhuginn beindist snemma að nátt- úruvernd, sem hann beitti sér fyr- ir innan Hins íslenska náttúru- fræðifélags, og varð vísir að landsamtökum um náttúruvernd, Landvernd. Um þetta leyti tók til starfa náttúrufræðiskor við Háskóla Ís- lands og innritaðist Jón Baldur þar. Hann lauk BS-prófi í líffræði 1973 og framhaldsnámi í sjávarlíf- fræði árið 1974. Næst lá leiðin aft- ur til Englands og lauk hann dokt- orsprófi frá háskólanum í Newcastle upon Tyne árið 1979. Rannsóknir Jóns Baldurs og sam- verkamanna hans þar leiddu af sér merka uppgötvun um þroska- feril skeldýra sem reyndust nota sérstaka heftiþræði sem rekak- keri og gátu þannig valið sér að- setur til langs tíma (tímaritið Nat- ure 262, bls. 386-7, 1976). Þetta var eftirtektarverð niðurstaða, og er enn mjög vitnað til hennar nær 40 árum síðar. Árið 1978 var stofnuð kennara- staða í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands og var Jón Baldur Sig- urðsson þegar ráðinn. Hann gegndi starfinu til 1983 en fékk þá stöðu við Háskólann í Singapúr sem hann gegndi til 1997. Þar við miðbaug naut Jón Baldur sín vel við rannsóknir og kennslu en hélt líka tengslum við Ísland, stofnaði til vettvangsnámskeiðs í vistfræði hitabeltisins fyrir Háskóla Íslands og varð ræðismaður Íslands í Singapúr. Þau Teng Gee og Jón Baldur skildu í lok þessa tímabils. Hann fluttist heim og var um tíma forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands í Stykkishólmi og síð- ar Náttúrustofu Suðvesturlands í Sandgerði. Hann hætti störfum árið 2002 en síðustu árin átti hann við langvarandi vanheilsu að stríða. Fjölskyldu Jóns Baldurs og Cynthiu Lee, sem var honum mik- il stoð og stytta við ævikvöld, færi ég samúðarkveðjur okkar Guð- rúnar Sveinbjarnardóttur. Arnþór Garðarsson. Það var okkur hjónum mikið sorg að frétta af andláti kærs vin- ar okkar, Jóns Baldurs Sigurðs- sonar. Fyrir tveim vikum fór Frið- rik í ánægjulega heimsókn til Jóns Baldurs og áttum þeir langt og ánægjulegt samtal. Jón hafði síð- ustu ár glímt við veikindi en það skyggði aldrei á vinskap okkar. Jón Baldur var sannur höfðingi heim að sækja, jákvæður og bjart- sýnn Við höfum þekkt Jón síðan 1978 þegar ég kom til Íslands í fyrsta sinn í frí frá meistaranámi. Jón Baldur bjó í Garðabæ ekki langt frá Friðriki. Sameiginlegur vinur kynnti okkur og þessi vinskapur hefur haldist æ síðan. Jón Baldur var svo vingjarnlegur að kynna mig fyrir Líffræðiskor við Grens- ásveg sem leiddi til þess að mér var boðið að halda fyrirlestur um rannsóknir mínar á erfðabreyti- leika sítrónutegunda í Taílandi, verkefni sem var styrkt af FAO á sínum tíma. Jón Baldur bjó yfir afbragðs þekkingu á lífheimi hitabeltisins og æ síðan höfum við skipst á skoðunum um þetta efni. Seinna þegar ég flutti til Íslands, árið 1981, var Jón Baldur alltaf tengi- liður minn við Líffræðiskor HÍ. Til þessa dags er ég eilíflega þakklát Jóni og nánum vinum hans fyrir allan þennan stuðning við starf mitt við Háskóla Íslands. Árið 1997 fór ég ásamt kolleg- um með hóp líffræðinema til Mal- asíu og Singapúr. Þarna kom sér afar vel að njóta þekkingar Jóns sem þá var orðinn prófessor við Háskólann í Singapúr. Fyrir utan líffræðina var hápunktur dvalar- innar ferðalag með Jóni um mark- aði borgarinnar í leit að bestu kín- versku og indversku matsölustöðunum. Einnig bauð Jón mér á fínasta klúbb borgar- innar, hinn stórbrotna og fágaða Tanglin-klúbb hvar Jón var með- limur. Ógleymanleg stund. Matargerð er það sem helst hefur svo styrkt okkar vinabönd síðustu áratugina. Óteljandi kvöldverðir, annaðhvort kínversk- ir eða franskir. Jón var svo vel að sér í öllum tegundaheitum og skil- greiningum sem tilheyra matar- menningu. Ógleymanlegt var að njóta kvöldverðar með Jóni og hinum þekkta rithöfundi og mat- kera, David Rosengarten. Báðir eru þeir að ég tel meðal fróðustu matkera í heiminum. Ég tel að Jón hafi með þekkingu sinni og ástríðu komið mörgum óþekktum fiskteg- undum inn á borð okkar Íslend- inga. Minningar um Jón Baldur munu lifa með okkur hjónum um alla framtíð. Kesara Anamthawat- Jónsson. Dr. Jón Baldur Sigurðsson var kennari við líffræðiskor Háskóla Íslands 1979-1983. Hann byggði upp kennslu í sjávarlíffræði og stundaði rannsóknir á skeldýrum í sjó. Hann var afburða kennari og dáður af nemendum sínum. Eftir að Jón gerðist háskólakennari við Þjóðháskólann í Singapúr (NUS) héldu samskiptin við hann áfram. Vegna tengsla hans við Háskóla Íslands gerðist hann kennari og leiðbeinandi nemenda í hitabeltis- vistfræði, og voru námsferðir farnar héðan til Singapúr í mörg ár. Hann opnaði rannsóknarstofur dýrafræðideildarinnar við Singa- púrháskóla fyrir nemendum okk- ar og jafnramt tók hann ásamt að- stoðarmanni sínum þátt í útivinnu og leiðöngrum um frumskóga, leiruviðarskóga og kóralrif í Singapúr og Malasíu. Jón var ein- staklega fróður um lífríki hitabelt- isins, jafnt um plöntur sem dýr og samspil þeirra á milli. Þessar ferðir hefðu ekki komist á nema af því að Jóns naut við. Námsferðir í hitabeltið eru enn farnar, en núna á aðrar slóðir en fyrstu 13 árin. Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands þakkar Jóni fyrir samfylgdina í gegnum árin og vottar aðstandendum samúð vegna fráfalls hans. F.h. kennara í líffræði við HÍ, Eva Benediktsdóttir, forseti Líf- og umhverfisvís- indadeildar HÍ. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2015 ✝ Kristinn Ingv-ar Edvinsson fæddist í Reykjavík 17. nóvember 1947. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 24. apríl 2015. Foreldrar hans voru Vilhelm- ína Sigríður Tóm- asdóttir, f. 27. mars 1922 á Hnjúkum í A-Húnavatnssýslu, d. 12. ágúst 1985, og Edvin Jó- elsson, f. 2. júní 1922, frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum, d. 25. mars 1971. Systkini hans eru: Óskar Tómas Ágústsson, f. 22. september 1942, kvæntur Sigríði Guðrúnu Jónsdóttur, f. 24. júlí 1949, og eiga þau þrjú börn. Gunnlaugur Haf- steinn Ingimund- arson, f. 3. sept- ember 1944 og á hann tvö börn. Ok- tóvía Hrönn Ed- vinsdóttir, gift Jóni Gunnari Torfasyni og eiga þau fimm börn. Kristinn eignaðist einn son, Edvin, f. 4. september 1971. Útför Kristins fer fram frá Hvítasunnukirkjunni í Reykja- nesbæ í dag, 8. maí 2015, kl. 14. Elsku Kristinn, ég minnist þín með miklum söknuði. Okkar æskuslóðir í Vestmannaeyjum, Kirkjubæirnir og þar um kring, eru nú horfnar en þar voru hin ýmsu grallara- og prakkarastrik framin. Móðir okkar sagði mér að þegar hún hefði sagt þér að þú værir að fara að eignast systur hefðir þú verið svo spenntur. Dag- inn sem ég fæddist hjólaðir þú fram og til baka á þríhjólinu þínu fyrir utan gluggann og komst svo hlaupandi inn þegar kallað var í þig, kíktir á stelpuna og brostir út að eyrum. Þegar ég var svo sex ára og þú 12 þá fórum við með for- eldrum okkar í tveggja mánaða ferð með mb. Helga Helgasyni hringinn í kringum landið, en pabbi var þá skipstjóri á Helga. Við skemmtum okkur konunglega í traktorum sem voru um borð en það var verið að flytja þá austur og norður á land. Við brölluðum mikið um borð og m.a. setti pabbi upp spröngu fyrir okkur um borð svo að við gætum nú líka sprang- að. Þú eignaðist svo dreng í sept- ember 1971 sem þú varst mjög hreykinn og stoltur af. Eftir gosið í Eyjum 1973 fórst þú til sjós og þá sáumst við ekki eins mikið, en eft- ir að þú fluttir svo hingað suður og ég gift og komin með börn þá fóru samskipti okkar aftur að endur- nýjast, síðan enn meir eftir andlát móður okkar. Þú varst alltaf með annan fótinn hjá okkur og öll börnin mín elskuðu þig og kölluðu þig alltaf frænda, seinna meir einnig barnabörnin mín. Þú varst þeim alltaf svo góður, alltaf að færa þeim eitthvað. Eitt sinn er þú komst úr siglingu færðir þú eldri drengjunum sitthvort hjólið og þeir voru svo montnir og glaðir að enginn krakki mátti koma nálægt hjólunum þeirra. Eftir hjartaað- gerð sem þú gekkst undir í kring um 2005 varð heilsa þín frekar lé- leg og versnaði eftir því sem árin liðu. Seinna greindist þú svo með lungnaþembu og svo núna í apríl þegar þú fékkst lungnabólgu gat líkaminn ekki tekist á við hana og þú kvaddir okkur eftir aðeins viku dvöl á sjúkrahúsi. Elsku Kristinn, hafðu þökk fyrir allar okkar stundir saman og ég veit að nú ert þú sáttur því þú hefur fundið þinn Guð og ert með foreldrum okkar. Far þú í friði, friður sé með þér. Þín systir, Hrönn. Elsku frændi, eins og þú varst nú alltaf kallaður af þeim sem þér voru kærkomnir. Alltaf fannst mér skrítið að heyra mömmu segja Kristinn við þig því frá því ég var lítil varst þú alltaf frændi í mínum augum. Og ennþá eru litlu frænkur þínar og frændur að kalla þig frændi, þessi með gleraugun og lítið hár – því ekki varst þú nú alla tíð hárprúður, elsku frændi minn. Best man ég eftir því þegar þú fluttir hingað suður frá Akur- eyri, það streyma upp allskonar minningar frá bústaðaferðunum, jólum og afmælum. Þú varst alltaf hluti af okkar fjölskyldu og er ég mjög þakklát fyrir það. Þú varst rosalega gjafmildur maður og vildir öllum vel, gafst okkur systk- inunum alltaf pening eða nammi þegar þú komst í heimsókn eða við komum til þín, og mikil var til- hlökkunin. Áfram hélstu að gera það sama þegar barnabörn mömmu og pabba fóru að koma. Mikið sakna ég þín, elsku frændi, þinnar góðmennsku og hlýhugar verður saknað sárt. Ég kveð þig með ljóði sem ég samdi þegar mér varð hugsað til þín Nú hefur þú risið hátt til himins að fylgja vegi þínum, aftur mun ég falla í þinn faðm þegar verkefnum mínum lýkur. Þín frænka, Jóna Margrét. Elsku frændi. Ég næ því ekki að þú sért farinn, að allir rúntarnir og spjallið okkar sé liðin tíð. Að ég sé að skrifa um þig í þátíð. Ég gæti skrifað svo endalaust um það hversu góður maður þú varst. Allt frá því að ég var lítil stelpa að koma í fóstur til systur þinnar (mömmu) hefur þú tekið mér opn- um örmum eins og aðrir í fjöl- skyldunni. Ég gat alltaf leitað til þín með allar mínar hugsanir, hversu fáránlegar sem þær hljóm- uðu og þú dæmdir mig aldrei. Ég verð ævinlega þakklát fyrir allt. Alla ísrúntana, samkomurnar, spjallið, ferðalögin og alla tímana sem við áttum saman. Þú komst alltaf færandi hendi, maður vissi alltaf á hverju var von þegar frændi birtist. Svo var það eins eftir að við systkinin eignuð- umst börn. Þú komst færandi hendi með gotterí, þó að þau væru ekki einu sinni komin með tenn- ur. Haha! En þannig varst þú, allt- af svo góður og umhyggjusamur. Elsku frændi, ég veit að við hittumst aftur þegar minn tími kemur og þá mæti ég glöð með skærin, rakvélina og húðkremið og við puntum þig upp, bara svona til að minnast gömlu góðu dag- anna. Svo kíkjum við á ísrúnt og keyrum allar bryggjur í himnaríki og skoðum báta og skip. Þú varst alltaf svoddan rúntkall. Það eru ekki allir jafn heppnir og ég, systkini mín, börnin okkar og öll fjölskyldan eins og hún legg- ur sig, að hafa átt svona frænda, sem var ekki bara frændi, heldur bróðir, pabbi, afi og vinur allt í senn. Allir ættu að fá að kynnast einum þér. Minning þín mun lifa með okkur til eilífðar. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf. ók.) Drottinn við innganginn sjálfur stendur, ég geng hægum skrefum fullur af kæti. Sporin ég greikk’ en mér fallast fljótt hendur, því heim er ég kominn, við fagnaðarlæti. (GÓK) Elsku frændi, ég kveð þig í bili. Þar til næst. Þín, Guðrún Ósk Kummer. Kristinn Ingvar Edvinsson hverja gamla smelli sem höfðu verið í útvarpinu á leið hans til vinnu. Það fór ekki fram hjá neinum þegar hann var mættur til vinnu, með honum fylgdi gleði, góðir straumar og mikil orka. Hallgrímur hafði einstaka hæfi- leika til að líta á björtu hliðarnar og tala um jákvæða og uppbyggj- andi hluti. Hann ræktaði með sér það góða og náði með því að draga fram það besta í fólkinu í kringum sig. Hann var sterkur persónuleiki, hlýr og umhyggju- samur. Hallgrímur var mikill fjöl- skyldumaður og það leyndi sér ekki hvað fjölskyldan var honum mikils virði. Missir þeirra er mik- ill. Hallgrímur hafði góða nær- veru, hafði yndi af því að gleðja aðra og gefa af sér, hann hafði alltaf tíma fyrir alla. Hann var alltaf að lesa sér til og hafði sterka löngun til að bæta við fróðleik sinn og fræða fólkið í kringum sig. Hallgrímur var góður fyrirlesari og náði vel til allra. Hann hafði mikla ástríðu fyrir starfi sínu og fór ótroðnar slóðir í lækningum sem sam- ræmdust ekki alltaf hefðbundn- um lækningum. Við vorum ekki alltaf sammála honum en hann sýndi því umburðarlyndi eins og öllu öðru. Það var oft gaman og líflegt að rökræða við hann og skiptast á skoðunum. Hallgrímur var skemmtilegur maður og við áttum margar góð- ar stundir með honum utan vinnu og sérstaklega eru minn- isstæðar samverustundirnar, er við ásamt mökum okkar fögnuð- um sumri nokkrum sinnum með því að heimsækja hann og Sig- urlaugu konu hans á heimili þeirra uppi í Reykholti. Þá gist- um við ýmist inni hjá þeim eða í húsbíl í garðinum þeirra. Það var gott að koma til Hallgríms og Sigurlaugar og þau tóku vel á móti gestum. Við skemmtum okkur og borðuðum góðan mat en Hallgrímur var mikill mat- maður og kunni vel að meta góð- an mat, svona þess á milli sem hann var ekki á einhverri föstu eða hreinsun en það var oft gam- an að fylgjast með honum og hans sérfæði. Hallgrímur var stórbrotinn maður og stórt skarð hefur verið höggvið í samfélag okkar með fráfalli hans. Með söknuði og sorg í hjarta kveðjum við nú góð- an vin og sendum Sigurlaugu og fjölskyldunni allri okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í sorginni. Blessuð sé minning Hallgríms Þ. Magnússonar. Fyrir hönd starfsfólks heilsu- gæslunnar í Hveragerði, Ómar Ragnarsson yfirlæknir. Vorið fer á vængjum yfir fló- ann, við fæðumst öll með feigð- aról um hálsinn, enginn ræður sínum næturstað. Hallgrímur Þorsteinn, eða Steini eins og nánasta fjölskylda kallaði hann, hefur lokið sinni lífsgöngu. Ég sá Steina fyrst hjá Sirrý, er ég fal- aðist eftir au pair starfi eftir að tvíburarnir hennar fæddust. Polla móðir þeirra tók á móti mér, en hún væri önnum kafin við pönnukökubakstur. Mér fannst dularfullt að maður sæti í stól í stofuhorninu og hlustaði á samtal okkar, þar sem ég vissi ekki hver kappinn var. Þetta var Steini sem litið hafði inn til að huga að Villa litla. Það er ekki ætlun mín að rekja lífshlaup Hallgríms. Ég átti góð samskipti við for- eldra hans og Sirrýjar. Polla sagði mér sögu frá frumbernsku Steina sem mig langar á kveðju- stund að skrifa á blað. Hún var eitt sinn að ganga frá barnavagni þar sem Steini var að taka blund og vagninum komið fyrir utan við eldhúsglugga þar sem þau bjuggu í Laugateig. Þegar hún gekk niður tröppurnar, en íbúðin var í kjallara, heyrir hún hátt og skýrt: „Hann verður læknir.“ Móðirin lítur í kringum sig en þar er enginn. Hún snýr sér við og engra mannaferða verður vart. Með það fer hún inn og heldur verkum sínum áfram. Ég verð að bæta við því sem Magnús pabbi hans sagði eitt sinn við mig er hann var að tala um Steina. Hann sagði á sinn blíða og allt umvefjandi hátt: „Hann Grímur minn.“ Aðdáun og væntumþykja leyndi sér ekki í málrómnum og fasinu: „Það hafa margir komið til mín og þakkað mér fyrir það sem sonur minn gerði fyrir hinn og þennan. Öllu ber þessu fólki saman um að hann sé farsæll læknir.“ Polla og Maggi unnu börnum sínum skilyrðislaust og töldu ekki eftir sér að styðja og hjálpa ef þannig stóð á. Eiginleikar foreldranna komu glöggt í ljós hjá Steina, því dætur hans hafa ekki farið var- hluta af að eiga kærleiksríkan og umvefjandi föður. Leópoldína hafði þann sið meðan Steini var að nema lækn- isfræði við H.Í. að skella í pönnu- kökur á föstudögum og lesfélag- ar Hallgríms komu í morgunkaffi, þeir sem vildu mjólk með góðgerðunum mættu með mjólkurpottinn því ungir menn geta hesthúsað lifandis býsn af pönnsum. Mjólkin rann ljúflega niður, þó svo að Grímur gæti ekki með góðri samvisku hin síðari ár mælt með mjólkur- neyslu, nema þá helst fyrir kálfa. Gaman var að hitta Hallgrím, hann hafði alltaf eitthvert snið- ugt innlegg um lífið og tilveruna enda frumkvöðull á sínu sviði. Þessi fyrstu kynni mín af mann- innum í stólnum urðu síðar þann- ig að ég þurfti oft að leita ráða hjá honum fyrir mig og mína nánustu, viska hans og ráðlegg- ingar stóðu undantekningarlaust eins og stafur á bók. Hann vissi sínu viti og notaði það sem við köllum innsæi. Ég fór reglulega til Hveragerðis þar sem ég fékk magnezium-meðferð sem reynd- ist eins og vítamínsprauta og ekki í fyrsta sinn sem Hallgrím- ur lagði gott til málanna. Að leiðarlokum þakka ég Hall- grími fyrir allt það góða sem hann hefur lagt í mitt líf. Það hef- ur klárlega verið vel tekið á móti Hallgrími lækni í handanheimi almættisins af þeim sem á undan eru gengnir en við drúpum höfði í virðingarskyni og færum þakkir fyrir að hafa átt þennan öðling að í lífsins straumi. Stirðnuð er fífilsins brosmilda brá og brostinn er lífsins strengur. Helkaldan grætur hjartað ná því horfinn er góður drengur. (Jóna Rúna Kvaran.) Blessuð sé minning Hallgríms Þorsteins Magnússonar, Jóhanna B. Magnúsdóttir. Þinn tími var kominn, Hall- grímur, og þá meina ég ekki til að fara heldur til að vera og njóta. Þess vegna er það ennþá óskiljanlegra að þú sért kallaður í burtu frá okkur núna. Ég var á frábærum fyrirlestri hjá þér á Lifandi markaði um daginn og það var fullt hús. Allir vildu heyra hvað þú hefðir til málanna að leggja varðandi heilsu og meltinguna. Þú varst með stórar og miklar hugmyndir, allar tengdar bættri heilsu lands- manna sem áttu skilið að verða að veruleika. Nú er það okkar hinna að halda minningu þinni og áherslum þínum á heildræna nálgun á lofti. Þú þorðir að segja það sem þér bjó í brjósti, í því felst mikill lærdómur fyrir okkur öll. Þú varst mikilvæg fyrirmynd, Hallgrímur, og þitt skarð verður ekki fyllt þótt ég voni svo sann- arlega að það verði gerðar til- raunir til þess. Ég sendi fjölskyldu þinni mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Margrét Leifsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.