Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2015 ✝ Einar Þor-steinn Ásgeirs- son, arkitekt, lista- maður og heim- spekingur, fæddist í Ási í Reykjavík 17. júní 1942. Hann yfirgaf þessa jarð- artilvist í Reykja- vík 28. apríl 2015. Foreldrar hans voru Ásgeir Ólafs- son Einarsson, f. 21.11. 1906, d. 4.4. 1998, hér- aðsdýralæknir í Gullbringu- og Kjósarsýslu, og Kirstín Lára Sigurbjörnsdóttir, f. 28.3. 1913, d. 29.5. 2005, handavinnukenn- ari í Reykjavík. Systur Einars eru Guðrún Lára, f. 14.11. 1940, fv. skólasafnskennari, Sigrún Valgerður, f. 19.10. 1944, fv. deildarstjóri, Þórdís, f. 16.11. 1948, kennari og djákni, og Áslaug Kirstín f. 13.2. 1952, kennari og Davis-leiðbeinandi. Einar kvæntist árið 1965 Auði Sigurðardóttur, f. 8.8. 1945, bókasafnsfræðingi (þau skildu). Börn þeirra eru: Sif, f. 21.11. 1970, löggiltur endur- skoðandi, og Ríkharður, f. 4.7. 1976, verkfræðingur. Tengda- sonurinn er Ragnar Sverrisson, f. 8.11. 1970, verkfræðingur, og barnabörnin eru: Auður, f. tjaldbyggingum. Einar var frumkvöðull í vistvænni húsa- gerð frá 1986 og hannaði m.a. hús í Torup-vistþorpinu á Sjá- landi í Danmörku. Hann var einnig deildarstjóri hjá RÚV 1978-79, og stofnaði og rak Handmenntaskóla Íslands á 8.-9. áratugnum, fyrsta íslenska bréfaskólann í myndlist, ásamt frændum sínum. Einar skrifaði fjölda greina um arkitektúr, skipulag, vistvæna byggingu, húsasótt, rafsegulmengun, læknisfræði og eðlisfræði í bækur, dagblöð og fagrit heima og erlendis. Eftir hann liggja nokkrar bækur, Innsýn í mann- lega tilveru (1996), Lífsspurs- mál, líf eftir fæðingu (1997) o.fl. Hann starfaði með fjölda listamanna erlendis, m.a. Ólafi Elíassyni í Berlín um margra ára skeið, en Ólafur notaði form Einars Þorsteins, sem hann nefndi Gullinfang, við hönnun á glerhjúp Hörpu tón- listarhúss í Reykjavík. Árið 2006 setti Einar Þorsteinn á fót stofnunina „I am: Stofnun til eflingar hugans“ en hann hafði mikinn áhuga á heimspeki og andans málum. Einnig hafði hann áhuga á geimferðaáætl- unum og var í samvinnu við geimferðahönnuði í Boston um hönnun á „Scorpion Rover“, færanlegri rannsóknarmiðstöð í geimnum. Útför Einars Þorsteins fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 8. maí 2015, kl. 15. 15.7. 1998, Geir, f. 12.10. 2001, og Lára Kristín, f. 26.9. 2007, Ragn- arsbörn. Einar kvæntist árið 1985 Fjólu Bender, f. 29.10. 1950, d. 13.10. 2000, (þau skildu). Hann kvæntist árið 2000 Manuelu Gudrunu Loeschmann, f. 7.2. 1960, skartgripahönnuði og listakonu (þau slitu samvistum). Einar lauk stúdentsprófi frá MR árið 1962, lauk Dipl.-Ing.- prófi í arkitektúr frá Tækni- skóla Hannover í V-Þýskalandi 1969 og stundaði framhalds- nám og störf á teiknistofunni Warmbronn hjá Frei Otto á ár- unum 1969 og 1970. Hann kynntist hugmyndum Richards Buckminster Fuller árið 1964 og var hann mikill áhrifavaldur í störfum Einars. Einar stofn- aði og rak Tilraunastofu Burð- arforma frá 1973 einkum við hönnun á hvolf- og tjaldbygg- ingum hér á landi og erlendis. Hann var lengi í samstarfi við Seglagerðina Ægi, m.a. við hönnun á þjóðhátíðartjaldi 50 ára lýðveldis Íslendinga á Þing- völlum 1994 og fleiri stórum Ég var aðdáandi pabba númer eitt. Hann var hár og spengilegur, með stutt skegg, millisítt hár og barðastóran hatt og rigsaði um göturnar í miðbæ Reykjavíkur, klæddur í síðfrakka eða loðfeld og stundum í hvítum strigaskóm. Ég labbaði stundum með honum. Það var enginn svona klæddur á þessum árum hér í Reykjavík nema hann. Ég var alltaf svo stolt af hon- um og fannst hann svo flottur, leit upp til hans með aðdáun í augunum. Þetta breyttist ekki neitt þegar hann var orðinn gam- all og veikur, mér leið nákvæm- lega eins. Á fyrstu árum ævi minnar var lagður traustur grunnur að djúp- stæðri dótturást minni á honum, með endalausri athygli, uppörv- un og skemmtilegheitum. Við vorum svo mikið saman. Þó að ég væri oft svekkt út í hann þegar ég varð aðeins eldri þá breyttist þetta ekki neitt. Pabbi var alls ekki fullkominn, hann gat til dæmis verið svolítið skeytingar- laus um aðra. En hann var algjör- lega heill og góður, klár, stærð- fræðingur, skemmtilegur, ótrúlega hugmyndaríkur, ópóli- tískur, gagnrýninn, afslappaður og léttur í skapi, alltaf að gera grín. Hann var gjörólíkur öllum sem ég hef kynnst eða lesið um, al- gjörlega öðruvísi. Hann gat alltaf komið með skynsamleg svör þeg- ar ég leitaði til hans, um hvað sem var. Ég þakka honum samfylgdina og vona að ég sé skemmtilegri og betri manneskja en ef ég hefði átt einhvern annan pabba, og von- andi líka hugmyndaríkari. Bless- uð sé minning Einars Þorsteins Ásgeirssonar. Sif Einarsdóttir. Einar Þorsteinn bróðir okkar hefur hafið nýtt líf, fjarri verald- argöngu sinni, og samfögnum við honum af öllu hjarta. Fyrir margt löngu hafði hann verið undirbúinn fyrir ferðalagið heim, kannað óravíddir hinnar tíma- lausu andans breiddar, út fyrir hinn venjubundna skilning okkar hinna. Hann var fullur eldmóðs í ólíkum hugðarefnum sínum alla ævi. Þau spönnuðu magnaða vídd allt frá æsku: Ljósmyndun og framköllun uppi á háalofti í Ási, Elvis Presley, Kim Novak, brú- arsmíði, flokkun og nýting heim- ilisúrgangs áratugum áður en við vissum hvað flokkun var, um- hverfisspjöll/-slys, Frei Otto, hönnun á hvolfþaki yfir Lauga- veginn, bakstur úr súrdeigi, blómarækt, veldi og áhrif lyfja- framleiðenda á heilsu og líf al- mennings, Vesturbæjarlaug, Heilsuhringurinn, hönnun sjálf- bærs neðanjarðarþorps uppi á hálendi Íslands, Bucky Fuller, hönnun hreyfanlegs rannsóknar- húss sem koma megi fyrir á tunglinu, tækifæri almennings til símenntunar á einfaldan hátt, léttbyggingar og sjálfbær íbúðar- hús, bókaskrif og þýðingar, kennsla, listir, hemi-sync og fimmföld symmetría. Hann sat sjaldan auðum höndum og hug- urinn var óþreytandi, minnisbók- in skammt undan til að hripa nið- ur hugdetturnar á ólíklegustu stundum og við öll tækifæri. Ég gleymi örugglega mörgu og mikilvægu. Það er vandlifað að vera svo miklum hæfileikum bú- inn að margt annað er sett til hliðar. Það fer ekki á milli mála að samferðamenn hans smitist af hugmyndaauðginni og þurfi að hugsa upp á nýtt. Einar er/var mörgum öðrum kostum prýddur en óþreytandi vinnusemi; hann var heiðarlegur og hrokalaus, hlýr og glettinn, tryggur og átti magnaða samsetningu vina og kunningja, auk ævilangra tengsla við nána frændur og félaga. Svo heppin var undirrituð að nema af honum og hlusta, allt frá því að hann setti smekklás á herbergið sitt til að fá frið frá mannmörgu og fjörugu heimilislífi í Ási þar sem fjórar systur nutu sín vel. Við þökkum samfylgdina á þess- um vettvangi og lexíuna og vott- um bróðurbörnum okkar innileg- ustu samúð. Fyrir hönd Guðrúnar Láru, Sigrúnar Valgerðar og Þórdísar. Þín systir, Áslaug Kirstín. Enn er höggvið skarð í hóp okkar bekkjarbræðranna úr Melaskólanum sem héldum náið saman á uppvaxtarárunum. Ein- ar, litríkur persónuleiki og hæfi- leikaríkur vinur, er fallinn frá. Á skólaárunum kom snemma í ljós að Einar var einstökum eig- inleikum búinn. Allt sem hann gerði bar vott um óvenjulega hæfni og frumleika. Eilíflega var hann að finna eitthvað upp, út- færa hugmyndir og skapa. Hann var ákaflega listrænn og, eins og kom æ meira í ljós eftir því sem árin liðu, mikill hugsuður. Ef við vorum nokkrir saman eitthvað að bardúsa var aldrei spurning um frumkvæði eða forustu, Einar var leiðtoginn. Einar ólst upp í Ási við Sól- vallagötu en þar vorum við fé- lagarnir ávallt aufúsugestir. Það var ævintýri líkast fyrir okkur að koma inn í þetta gamla, fallega hús með sínum margvíslegu vist- arverum og kimum sem gaman var að kanna. Eitt sinn þegar afi Einars, séra Sigurbjörn, brá sér niður í bæ, stálumst við í könnunarleið- angur inn í herbergið hans. Und- ir rúminu fundum við papparúll- ur fyrir plaköt sem voru upplögð barefli. Við stóðumst ekki freist- inguna og skelltum okkur í kylfu- og koddaslag. Ekki nóg með það, heldur slökktum við ljósið og börðumst í myrkrinu. En eitt- hvað misreiknuðum við tímann, því þegar leikur stóð sem hæst var ljósið kveikt og séra Sigur- björn stóð í dyrunum þungbúinn á svip. Engin eftirmál urðu þó af þessu uppátæki okkar. Eitt árið smíðaði Einar forláta burðarstól sem tveir okkar báru, en Einar sat að sjálfsögðu í stóln- um sem höfðingi væri, með veld- issprota í hendi, mikilúðlegur á svip eins og hæfði augnablikinu. Við bárum stólinn frá Ási, út að Húsmæðraskóla og upp Blóm- vallagötuna, þar sem við rákumst á konunglega sænska hirðljós- myndarann Pétur Thomsen, sem fannst uppákoman svo flott mótíf að hann ljósmyndaði hana. Margs annars er að minnast frá æskuárum okkar, til dæmis fórum við saman í Viðeyjarferð, sem ekki var algengt á þeim tíma, og ógleymanlegar eru samveru- stundirnar í Ási þegar Einar reyndi ítrekað en árangurslaust að kenna okkur félögunum að teikna. Svona mætti lengi telja. Að leiðarlokum kveðjum við góðan æskuvin og bekkjarbróð- ur. Einar hafði ákveðnar hug- myndir um annað tilverustig og er nú kominn í Lystigarðinn. Þar hefur Örn vinur okkar, sem fyrst- ur kvaddi úr okkar hópi, án efa tekið vel á móti honum. Við sendum fjölskyldu hans og öðrum ástvinum innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Einars Þorsteins Ásgeirssonar. Birgir, Börkur, Guðjón, Herbert og Jón Þór. Einar Þorsteinn Ásgeirsson kom í fyrsta sinn á heimili mitt í fylgd með góðri vinkonu, – óvenjulega hár maður, klæddur svörtum kjólfötum, hvítri skyrtu með grænt stórt epli í lófanum. Ein af þessum myndum sem fest- ast í minninu. Samverustundirn- ar áttu eftir að verða margar og gjöfular næstu tvo áratugina. Reyndar hafði ég þegar á ung- lingsárum haft af þessum sér- stæða manni nokkrar spurnir, hann var þeirrar gerðar að af honum spunnust sögur. Einar Þorsteinn var langt á undan sinni samtíð, einstaklega frumlegur. Hönnuðurinn Einar Þorsteinn var fyrstur manna hér á landi til að gera mönnum ljósa umhverfisvá sem stafaði af líferni manna strax á sjöunda áratugn- um, en kúlulaga húsin og út- færsla formsins byggð á ströng- um stærðfræðireglum urðu einkennandi á hönnun hans á húsum og mannvirkjum. Hann var ekki einhamur raunvísinda- maður. Ýmis önnur svið fönguðu huga hans eins og líf á öðrum hnöttum og óhefðbundnar lækn- ingar og um slík efni var hann í sambandi við leik- og fræðimenn um allan heim. Einar Þorsteinn hafði gott skopskyn. Ég minnist þess er við vorum bæði með innlegg á ráðstefnu Samtaka iðnaðarins um mann- virkjagerð framtíðar. Sú mynd er greypt í huga mér er hann stóð þarna í púlti, glæsilegur, hár og myndarlegur flytjandi erindi sitt blaðalaust. Hann lagði áherslu á mál sitt með stórum handahreyf- ingum og vitnaði fimlega í hvern fræðimanninn á fætur öðrum. Enginn tók eftir því að nöfnin vantaði því hann bætti við með sínu sérstæða látbragði „… sem ég man ekki hvað heitir en það kemur seinna“ og hélt svo áfram eins og ekkert hefði ískorist. Við áttum oft eftir að skemmta okkur yfir þessu. Ríkulegar samverustundir um 15 ára skeið; partí, heitar umræð- ur um lífið og listina og óvæntir skandalar lífguðu upp á hvunn- daginn. Allt var þetta ein sam- felld veisla. Þegar Einar Þor- steinn kynntist Manuelu eiginkonu sinni og stofnaði með henni heimili í Berlín fækkaði samverustundum með vinum á Íslandi. Eins og margir aðrir frum- kvöðlar naut Einar ekki sjálfur þeirra elda sem hann kveikti. Þessara orða minntist ég við heimsókn á áhugaverða sýningu Ólafs Elíassonar á Lousiana- safninu í Danmörku í fyrra. Í ein- um sýningarhluta var að finna hugverk sem veita áttu innsýn í uppsprettulind sköpunar lista- mannsins og tilraunastarfsemi. Áhrif vinar míns Einars Þor- steins voru greinileg. Þarna voru geómetrísku formin hans, kúlu- laga líkönin, ferningar, kristallar og aðrar formúlur og mót sem fylltu vinnustofuna í Álafosskvos- inni strax í upphafi níunda ára- tugarins. Brýnt er að tekið verði saman ævistarf þessa merka manns og það gert aðgengilegt almenningi og fræðimönnum t.d. með vefsíðu. Mér hefur jafnan fundist óþægilegt að heyra menn segja að sköpunarverk Einars Þorsteins séu undir áhrifum manna sem voru ekki fæddir þeg- ar þau voru gerð. En fyrst og síðast þakka ég Einari Þorsteini fyrir innihalds- ríka og gefandi vináttu um langa tíð. Einar var heilsteyptur per- sónuleiki, sjálfum sér samkvæm- ur þótt á móti blési, heiðarlegur og gegnheill vinur sem verður sárt saknað. Meira: mbl.is/minningar Katrín Theódórsdóttir. Einn liður í starfi Einars Þor- steins var að vera tengiliður og hvati í umræðu. Þessu kynntist ég fyrst þegar hann og Ingimar Haukur stofnuðu félag arkitekta- nema, Ísark, og gáfu út frétta- bréf. Með þessu komust á tengsl milli okkar sem urðu mér mjög til góðs. Að loknu námi í Hannover fékk Einar starf á vinnustofu Frei Otto. Þar sá maður það sem merkast var að gerast í tjald- byggingum og uppblásnum hús- um í heiminum. Sjöundi áratugurinn var um- brotatími og við stúdentar sett- um spurningarmerki við allt. Uppbrot á hugmyndum komu úr ýmsum áttum, oft frá stærðfræð- inni og var Einar þar á heima- velli. Nýja stærðfræðin nýttist til að búa til lífrænt módel fyrir borgir, en fyrra módelið var vél- rænt, híerarkískt „tré“. Um þetta skrifaði stærðfræðingurinn og arkitektinn C. Alexander 1965 fræga grein: „Borg er ekki tré“. Aðeins tveimur árum seinna var Einar búinn að birta þýðingu sína í Birtingi. Annar fræðimaður sem hóf að endurhugsa umhverfishönnun með stærðfræði að vopni var B. Fuller. Fuller teiknaði kúluskála BNA á heimssýningunni í Mont- real 1967 og hann og Einar áttu eftir að ná vel saman um rým- isfræði. Árið 1975 stóð Einar að því að bjóða Fuller til landsins. Einar vildi minna á heimsóknina með því að byggja fyrsta kúlu- húsið á Íslandi, 49 fm byggingu. Smíðuðum við einingarnar og reistum húsið á iðnsýningu í Laugardalnum og svo aftur við Háskólann. Af ofansögðu sést að á þessum tíma var farið djúpt ofan í rætur hönnunar og skipulags en frá þessu segi ég nánar í ævisögu minni sem kemur út í haust. Annað svið sem við Einar náð- um mjög vel saman um var skip- an byggðar á Íslandi, sem við átt- um endalausar samræður um. Árið 1975 setti ég fram hugmynd um hálendisvegi og að ný höfuð- borg mundi e.t.v. rísa á krossgöt- um á Sprengisandi, en höfuð- borgir eiga að vera í miðju landa. Þetta greip Einar mjög, en hann kom með sína útfærslu: Gefa ætti Sameinuðu þjóðunum svæði þarna til að reisa alþjóðlega mið- stöð! Hvor kosturinn sem valinn yrði, töldum við nauðsyn á að festa þetta í sessi. Lét ég grafa á plötu: „Hornsteinn lagður að H- borg 30. júlí 1979“ og festa á stein. Með hornsteininn í skott- inu ókum við upp á Sprengisand, reistum vörðu og lögðum horn- steininn við hátíðlega athöfn. Er þetta merkilegasti gjörningur sem ég hef tekið þátt í á ævinni, og allt var myndað og filmað. Annað sem gott er að minnast núna er þegar Einar og Manúela buðu mér að vera hjá sér í Berlín um páskana 2004. Fórum við víða um þessa fyrrum námsborg mína – ég stöðugt að taka vídeómynd- ir. Ein af þeim er klukkutíma spóla þar sem Einar skýrir fræði sín og byggingar. Seinni hluti spólunnar er tekinn í stúdíói Ólafs Elíassonar þar sem Einar vann. Þarna útskýrir Einar sam- vinnu þeirra Ólafs um ýmis verk- efni. Er þetta teip merkileg heimild. Eftir okkar löngu kynni og samstarf er mér þakklæti efst í huga, þakklæti fyrir þá heppni að hafa kynnst Einari þegar á náms- árunum og hafa síðan átt samleið með honum í gegnum lífið þar sem alltaf voru að opnast sýnir fyrir manni í allar mögulegar átt- ir. – Hvíl í friði, vinur. Trausti Valsson. Þá er Einar Þorsteinn frændi minn og góðvinur farinn yfir móðuna miklu. Í hans huga var það ætíð augljóst að handan móð- unnar væri fjörugt og gjöfult líf og vil ég sjá hann þar núna sí- vinnandi, skapandi, glaðan og kátan að venju við að útskýra sköpunarverk sín fyrir fólki, sem reyndist oftar en ekki frekar erf- itt. Sköpunin fólst í því að hold- gera stærðfræði og tilraun til að gera fleiri víddir sýnilegar og áþreifanlegar. Aðrir munu væntanlega gera skil vistvæna arkitektinum, kúlu- húsum í anda Buckminsters Full- ers, hátíðartjöldum, leikmynda- deild sjónvarpsins, myndverkasýningum, kennslu í myndlist, geimveruáhuga, óhefð- bundnum lækningum (kjörlækn- ingar), samstarfinu við NASA með geimferðaarkitektúr, Hand- menntaskóla Íslands, bókaútgáfu o.m.fl. Einar Þorsteinn var mikill ein- fari þrátt fyrir sýnilegar vinsæld- ir meðal ótalmargra kunningja og vina. Hjálpsemi og lítillæti voru hans aðalsmerki, traustur og heiðarlegur. Iðjusamari manni hef ég ekki kynnst á lífs- leiðinni. Hann lét aldrei bugast þó á móti blési, hann hélt sínu striki og sinni sannfæringu, ákveðin þrjóska sem einkennir margan snillinginn. Þetta var stundum erfitt fyrir hans nán- ustu. Það var ekki fyrr en hinn heimsfrægi listamaður Ólafur Elíasson kom auga á og skildi snilli Einars og fékk hann til þess að vinna með sér í Berlín að Ein- ar Þorsteinn fór að njóta ávaxta þrautseigrar vinnu sinnar. Nú loks fékk heimspekingurinn og listamaðurinn að njóta sín. Ólafur notaði hugmyndir og verk Einars Þorsteins í fjölmörg listaverk, m.a. glerhjúp Hörpu. Núna síðustu mánuðina í veik- indum Einars hafa hans nánustu staðið sig vel við að gera Einari lífið eins létt og kostur var á. Sér- lega stóðu þau sig vel elsta systir hans Guðrún Lára og börnin Sif og Ríkarður. Ég votta eftirlifend- um samúð mína og megi minning Einars lifa til eilífðar. Friðrik G. Friðriksson. Einn áhugaverðasti arkitekt okkar Íslendinga, Einar Þor- steinn Ásgeirsson, er fallinn frá. Um áratuga skeið var hann óþreytandi við að feta nýjar slóð- ir sem flestir aðrir kollegar hans hér á landi höfðu ekki áhuga á eða gáfu sér ekki tíma til að sinna. Einar var lítið gefinn fyrir að elta síðustu tískustrauma í byggingarlist og fyrir um 40 ár- um fannst honum mikið skorta á að við Íslendingar sinntum bygg- ingarrannsóknum sem skyldi og stofnaði upp á eigið eindæmi einkastofnunina Tilraunastofu burðarforma sem um áratuga skeið annaðist margskonar bygg- ingarrannsóknir. Tilraunastofan var stofnuð „til að gera nýjar til- lögur að byggingum, gera til- raunir með þær og þróa þær áfram“ þannig að þær henti sér- stökum aðstæðum hér á landi. Sérstök áhersla var lögð á bygg- ingar sem ná nægilegum styrk- leika vegna burðarforms ásamt aðlögun að veðurfari og ytri að- stæðum, bæði í anda sjálfbærni og náttúrulegrar aðlögunar. Ekki var þessu frækorni sáð í frjósam- an jarðveg hér á landi þar sem forráðamenn þjóðarinnar fundu það helst til bjargar íslenskum byggingariðnaði að leggja niður Einar Þorsteinn Ásgeirsson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.