Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2015 Hæstiréttur hefur dæmt Akureyr- arkaupstað til að greiða tveimur fyrrverandi slökkviliðsmönnum bætur vegna ólögmætra uppsagna, en samtals nemur upphæðin 2.250.000 króna. Annar þeirra fékk auk þess hálfa milljón í miskabætur vegna eineltis sem hann mátti þola á vinnustaðnum. 3,5 milljónir í málskostnað Hæstiréttur staðfestir þar með dóma Héraðsdóm Norðurlands eystra sem féllu síðastliðið sumar í málum mannanna. Hins vegar lækkar Hæstiréttur bæturnar sem mönnunum voru dæmdar í héraði, sem voru fimm milljónir króna, og segir dómstóllinn að annar þeirra hafi ekki átt rétt á miskabótum. Hæstiréttur dæmir jafnframt Akur- eyrarkaupstað til að greiða mönn- um samtals 3,5 milljónir króna í málskostnað. Bæturnar rúmar tvær milljónir  Slökkviliðsmönn- um dæmdar bætur Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bætur Akureyrarkaupstaður á að greiða slökkviliðsmönnum bætur. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Johan Rönning, Miracle og Vinnu- föt eru fyrirtæki ársins 2015 sam- kvæmt niðurstöðum könnunar VR sem kynntar voru í gær. Þetta er þriðja árið í röð sem þessi fyr- irtæki bera sigur úr býtum og aldrei áður hafa sömu fyrirtæki vermt efstu sætin svo mörg ár í röð. Þá hlutu Ríkisskattstjóri, Menntaskólinn á Tröllaskaga og Héraðsdómur Suðurlands viður- kenningu sem stofnanir ársins að mati SFR. Tugir þúsunda kusu Þetta er í tíunda sinn sem SFR velur stofnun ársins en könnunin er unnin af Gallup í samstarfi við VR, Starfsmannafélag Reykjavík- urborgar og efnahags- og fjár- málaráðuneytið og er ein sú stærsta sinnar tegundar á landinu. Alls fengu tæplega 50 þúsund starfsmenn á almennum og opin- berum vinnumarkaði könnunina senda og er val á stofnunum árs- ins byggt á svörum tæplega 12.000 starfsmanna hjá ríki og sjálfseign- arstofnunum. Þrjár stofnanir fengu titilinn Hástökkvari ársins 2015 að þessu sinni en þær hækkuðu allar jafn mikið milli ára. Þær eru Fram- haldsskólinn í Austur-Skaftafells- sýslu, Framhaldsskólinn í Vest- mannaeyjum og Minjastofnun Íslands. Þau fyrirtæki sem hlutu hástökkvaratitilinn voru LS Retail, Würth á Íslandi og Samskipti. Sömu fyrirtækin þrjú ár í röð Ljósmynd/SFR  Ríkisskattstjóri á meðal stofnana ársins árið 2015 Hvatningar- verðlaun velferð- arráðs Reykja- víkurborgar voru afhent í gær í þremur flokkum; einstaklinga, hópa eða starfs- staða og verk- efna. Verðlaunin í flokki ein- staklinga féllu Jónasi Hallgrími Jónassyni í skaut. Jónas hefur starfað lengi að málefnum utan- garðsfólks og nú síðast verið for- stöðumaður/verkefnastjóri Smáhýs- anna. Hælisleitendateymi Þjónustu- miðstöðvar Miðborgar og Hlíða fékk hvatningarverðlaunin í flokki hópa eða starfsstaða. Geðveikur fótbolti og fótboltaliðið FC Sækó fékk hvatningarverðlaun- in í flokki verkefna. Velferðarráð veitti hvatn- ingarverðlaun Verðlaun Jónas H. Jónasson fékk þau.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.