Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2015 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is TOYOTA AURIS SOL HYBRID 09/2011, ekinn 46 Þ.km, sjálfskiptur. Einn eigandi! Verð 2.980.000. Raðnr.253478 FIAT JOINT 1 HÚSBÍLL 03/2007, ekinn aðeins 19 Þ.km, dísel, 5 gíra. Verð 5.590.000. Skoðar skipti! Raðnr.310829 NISSAN QASHQAI+2 SE 06/2011, ekinn 77 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, 7manna.Verð 3.980.000. Raðnr.253442 LAND ROVER RANGE ROVER SPORT SE 09/2007, ekinn 129 Þ.km, DIESEL, sjálfskiptur, samlitur o.fl. Tilboðsverð 4.990.000. Raðnr.311224 LAND ROVER RANGE ROVER SPORT SE 12/2007, ekinn 102 Þ.km, DIESEL, sjálfskiptur, 20“ álfelgur o.fl. Einn eigandi, umboðsbíll! Verð 6.390.000. Raðnr.252008 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í nýju bindandi áliti ríkisskattstjóra kemst embættið að þeirri niðurstöðu að þær skuldir umfram eignir þrota- bús, sem ekki fást greiddar við upp- gjör við gjaldþrotaskipti, skuli telj- ast skattskyldar. Þannig lítur embættið svo á að óhjákvæmileg eft- irgjöf skulda kröfuhafa á hendur þrotabúi teljist tekjur búsins. Af því leiðir að þrotabú þurfa að standa skil á 36% tekjuskatti af eftirgjöfinni. Ríkisskattstjóri kemst að þessari niðurstöðu eftir að slitastjórn SPB hf. (áður Icebank) óskaði eftir bind- andi áliti frá ríkisskattstjóra um efn- ið þar sem stofnunin hafði áður lýst í óbindandi áliti sömu afstöðu en slita- stjórnin var ósammála. Slitastjórnin telur, með öðrum orðum, að skuldir umfram eignir sem ekki fást greidd- ar við uppgjör á búi við gjaldþrota- skipti teljist ekki til skattskyldra tekna sem eftirgjöf skulda. Þá kemur einnig fram í álitinu að litið sé á skattkröfu af þessum toga sem svokallaða búskröfu en slíkar kröfur hafa forgang á aðrar kröfur og færa réttindi annarra kröfuhafa óhjákvæmilega aftar í röðina þegar kemur að útdeilingu þeirra fjármuna sem heimtast úr viðkomandi búi. Í áliti ríkisskattstjóra kemur fram að þrotabúum sé þó „heimilt að nýta sér yfirfæranlegt uppsafnað tap til frádráttar skattskyldum tekjum vegna eftirgjafar skulda […] verði þau tekin til gjaldþrotaskipta“. Samningur eða gjaldþrot? Niðurstaða ríkisskattstjóra kann að leiða til þess að samþykkt nauða- samnings sé vænlegri leið en gjald- þrotaleiðin þegar litið er til þeirrar ólíku skattbyrði sem leiðirnar tvær fela í sér. Þannig leiðir eftirgjöf skulda á grundvelli nauðasamnings til þess að 20% tekjuskattur greiðist af viðkomandi eftirgjöf en í tilfelli þrotabúanna greiðist 36% tekju- skattur. Hann er því 80% hærri í þeim tilvikum þar sem gjaldþrota- leiðin er farin en þar sem nauða- samningar nást. Gríðarlegar skatttekjur Í lok síðasta árs birti Viðskipta- Mogginn grein eftir Guðbjörgu Þor- steinsdóttur, lögfræðing og verk- efnastjóra á skatta- og lögfræðisviði Deloitte, og fjallaði þar um þá stöðu sem upp gæti komið ef sú túlkun rík- isskattstjóra, sem nú liggur fyrir í bindandi áliti, stenst. Í greininni seg- ir hún að í ákveðnum tilvikum gæti gjaldþrotaleiðin orðið til þess að all- ar eigur búanna myndu renna til rík- isins í formi skattgreiðslna og þá á kostnað annarra kröfuhafa. Undir lok greinarinnar segir Guðbjörg: „Með vísan til þessa virðist ríkissjóð- ur hafa fundið aðferð til að tæma þrotabú. Þannig gæti hann herjað á eignamikil þrotabú, t.d. hinna föllnu viðskiptabanka, og tæmt þau þannig að aðrir kröfuhafar sætu eftir með sárt ennið. Kannski þarf því ekki að leggja sérstakan útgönguskatt eins og rætt hefur verið um […].“ Gjaldþrotaleið mun leiða til gríðarlegrar skattheimtu Morgunblaðið/Árni Sæberg Gjaldþrot Skatturinn telur að skattleggja eigi eftirgjöf skulda við gjaldþrot  Bindandi álit að þrotabú fjármálafyrirtækja greiði 36% skatt af eftirgjöf skulda Ólík skattþrep lögaðila » Tekjuskattur í almennu þrepi nemur 20% og undir hann falla m.a. hlutafélög og einkahlutafélög. » Tekjuskattur í efra þrepi nemur 36% og í því þrepi eru m.a. dánarbú, sameignarfélög og þrotabú. sem er einkum ætlaður til grein- ingar á flogaveiki. Fyrirtækin Valka og Meniga fengu einnig viðurkenningar. Meniga er hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum fyrir næstu kynslóð netbanka og náði þeim áfanga að velta meira en ein- um milljarði króna á síðasta ári. Valka er hátæknifyrirtæki sem sér- hæfir sig í hönnun á tækjum og hugbúnaði fyrir fiskvinnslur og náði þeim árangri að gera röntgen- stýrða beinaskurðarlínu sem er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Þetta er í 9. skiptið sem Vaxtar- sprotinn er afhentur. Marorka fékk vaxtarsprotann 2007, Mentor 2008 og 2009, Nox Medical 2010, Handpoint 2011, Valka 2012, Me- niga 2013 og Datamarket 2014. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, afhenti fulltrúum fyrirtækjanna við- urkenningarnar sem eru á vegum Samtaka sprotafyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins, Rann- sóknamiðstöðvar Íslands og HR. Fyrirtækið Kvikna hlaut í gær Vaxtarsprotann 2015 sem er viður- kenning til sprotafyrirtækja fyrir góðan vöxt. Kvikna sem var stofnað árið 2008 sérhæfir sig í gerð hug- búnaðar sem ur er olíuiðnaði og hugbúnaði fyrir lækningatæki. Út- flutningur fyrirtækisins nemur yfir 90% af veltu og eru helstu við- skiptavinir í Noregi og Bandaríkj- unum. Sölutekjur félagsins voru 209 milljónir króna á síðasta ári og jukust um 69% frá árinu á undan. Hjá Kvikna starfa 15 manns en stofnendur eru Garðar Þorvarðs- son, Heiðar Einarsson, Guðmundur Hauksson, Hjalti Atlason og Stefán Pétursson. Kvikna hefur undan- farið unnið að þróun búnaðar fyrir upptöku og úrvinnslu á heilalínuriti Kvikna vinnur Vaxtarsprotann í ár  69% aukning sölutekna fyrirtækisins Verðlaun Handhafar Vaxtarsprotans ásamt iðnaðar- og viðskiptaráðherra. ● Íslandsbanki hefur samið við MP banka um að annast viðskiptavakt með útgefnum sértryggðum skulda- bréfum Íslandsbanka. Viðskiptavaktin gildir frá og með deginum í dag. Í samningnum felst að setja fram dag- lega kaup- og sölutilboð í bréfin áður en markaður er opnaður, að lágmarki 20 milljónir króna að nafnverði. Eigi við- skiptavakt MP banka viðskipti á einum degi fyrir 60 milljónir króna að nafnvirði er honum heimilt að hætta framsetn- ingu tilboða fram á næsta viðskiptadag. MP með viðskiptavakt fyrir Íslandsbanka ● Tryggingamiðstöðin (TM) hefur lokið sölu á víkjandi skuldabréfum að fjár- hæð 2.000 milljónir króna. Útgáfan er liður í nýjum áherslum í fjárhags- skipan félagsins eins og tilkynnt var til Kauphallar í apríl en bréfin bera 5,25% fasta verðtryggða vexti og eru til 30 ára með uppgreiðsluheimild og þrepa- hækkun í vöxtum upp í 6,25% eftir 10 ár. Arctica Finance var umsjónaraðili útgáfunnar. TM hefur lokið sölu á víkjandi skuldabréfum                                    !!" ## !## #  !" "! !# #" $ "#% &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5  !## " !% %#"  #"# "$!! !% #"$ " " "" !#%% #% !#$ %  #!" "! !"# #! "! $"%!$ ● Icelandair flutti um 190 þúsund farþega í milli- landaflugi í apríl síðastliðnum og voru þeir 8% fleiri en á sama tíma í fyrra. Fram- boðsaukning á milli ára var 3% og sætanýting var 82% samanborið við 79% á sama tíma í fyrra og hefur aldrei verið meiri í apríl. Farþegar hjá Icelandair Group í innanlandsflugi og Grænlandsflugi voru 22 þúsund í apríl og fækkaði um 1% á milli ára. Aldrei meiri sætanýting hjá Icelandair í apríl Farþegar 190 þús- und flugu í apríl. STUTTAR FRÉTTIR ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.