Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Sjötíu ár eruliðin frá þvíað mesta hildarleik mann- kynssögunnar lauk og verður þess minnst með hátíða- höldum í hinum ýmsu ríkjum Evrópu í dag og á morgun. Þýð- ing heimsstyrjaldarinnar síðari er mismunandi eftir því um hvaða þjóð er að ræða og því hef- ur verið dreginn mismunandi lærdómur af sögu styrjaldar- innar. Fyrir hina vestrænu banda- menn, sem hófu stríð til þess að verja landamæri Póllands, og neyddust síðar til þess að sætta sig við varanlegar breytingar á þeim að kröfu Stalíns, var lexían sú, að varhugavert væri að treysta nokkru samkomulagi við einræðisherra, því að kröfum þeirra um völd og áhrif yrði aldrei svalað til fullnustu. Þessi lexía, sem oftar en ekki er kennd við München, mótar enn í dag af- stöðu stjórnmálamanna í Banda- ríkjunum og í Bretlandi að ein- hverju leyti. Fyrir Stalín var lexían aftur á móti sú, að öryggi Sovétríkjanna yrði fyrst og fremst tryggt með því að koma á fót leppríkjum við landamærin, og herða enn tök kommúnista á þjóðfélaginu. „Hver mun koma á sínu þjóð- skipulagi eins langt og herir þeirra ná,“ sagði Stalín undir lok styrjaldarinnar, og stóð við það fyrir sitt leyti. Á sama tíma höfðu Sovétmenn fært gríðarlegar fórnir til þess að binda enda á styrjöldina, fórnir sem ekki voru metnar til fulls af vesturveldunum þegar stríðið var gert upp, og eru Rússar enn sárir vegna þess vanþakklætis. Niðurstaðan varð sú, að þó að stríðinu lyki grúfði skuggi þess yfir alþjóðamál langt fram eftir 20. öldinni, allt þar til Sov- étríkin hrundu og Þýskaland sameinaðist á ný. Allan þann tíma lifði mannkynið milli vonar og ótta um það hvort risaveldin myndu sjálf fyrirfara sér og mannkyni öllu. Eftir lok kalda stríðsins tók hins vegar við nýtt tímabil hagsældar og friðar, al- þjóðavæðingar og viðskipta. En skugginn hvarf aldrei alveg og í fyrra lagðist hann yfir heims- byggðina á ný. Ástand alþjóðamála hefur ekki verið lakara í tuttugu ár, og má lesa ýmislegt úr því, að há- tíðahöldin í Moskvu, sem fram fara á morgun, munu minna um margt á hersýningarnar frægu á Rauða torginu, þar sem einræð- isherrarnir stóðu á Kremlarm- úrum og veifuðu til sinna kúguðu þegna, á meðan skriðdrekar, eldflaugaskotpallar og langar raðir af hermönnum marséruðu um torgin. Skiljanlegt er að hermennska og hertól skuli fá sinn sess þegar stríðsloka er minnst, enda þurfti á slíku að halda til að knýja fram frið fyrir 70 árum og oft síðan hefur hernaðarmáttur verið for- senda friðar. Á slíkum tímamót- um má þó ekki gleymast að virð- ing fyrir alþjóðalögum og almennt góð samskipti við aðrar þjóðir er enn frekar forsenda þess að friður haldist í heim- inum. Hátíðahöldin vegna stríðslokanna bera að nokkru leyti keim af fornum erjum} Skugginn sem aldrei hvarf Það er gömulsaga og ný að hækkanir skila sér samstundis út í verðlagið, en þegar lækkanir eru ann- ars vegar kemur tregðulögmálið til skjalanna. Verðlagseftirlit ASÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að verðlækkanir á heimilistækjum vegna afnáms vörugjalda og lækkunar virðisaukaskatts hafi verið mun minni en gera hafi mátt ráð fyrir. Virðisaukaskatturinn var lækkaður úr 25,5% í 24% og vörugjöld á bilinu 20% til 25% voru afnumin. Hefðu þessar lækkanir skilað sér að öðru óbreyttu til neytenda hefði það átt að þýða verðlækkanir á bilinu 19,5% til 22,2% eftir vöru- flokkum. Tekið er fram að gengi krónunnar hafi verið stöðugt á tímabilinu milli kannana verð- lagseftirlits ASÍ í október 2014 og apríl 2015 og því ekki verið hækkunarvaldur. Í því sambandi má þó ekki gleyma að gengi dollara hefur hækkað. Í 41% tilvika hafði verð lækkað um meira en 20%, sem sýnir að þar hafa breytingarnar skilað sér. Furðulegt er hins vegar að í 20% tilvika hækkaði verð á heim- ilistækjum eða stóð í stað. Bendir verðlagseftirlit ASÍ á að í mælingum Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs hafi verð á tækjum á borð við sjónvörp og útvörp lækkað um 18% frá því í september í fyrra og verð á stærri heimilistækjum um tæp 13%. Það sé í samræmi við nið- urstöður verðlagseftirlitsins. Kaupmenn kvarta iðulega sáran undan því að álögur rík- isins standi verslun í landinu fyrir þrifum. Það ætti því að vera hagur þeirra þegar dregið er úr álögum að skila þeim til neytenda. Það ætti að vera hagur kaupmanna þegar dregið er úr álögum að skila þeim til neytenda} Lækkanir skila sér ekki S tefna ríkisstjórnar Íslands í utanrík- ismálum er í meginatriðum í sam- ræmi við þá stefnu sem fylgt hefur verið meira eða minna allt frá lýð- veldisstofnun. Þar er lögð áherzla á að vinna að hagsmunamálum landsins í sam- starfi við aðrar þjóðir á sama tíma og staðinn er vörður um fullveldi þess. Þá einkum á sviði lýð- ræðis- og mannréttindamála, varnarmála, lög- gæzlumála og milliríkjaviðskipta. Helzta und- antekningin frá þessari meginstefnu átti sér stað á síðasta kjörtímabili þegar þáverandi rík- isstjórn tók þá ákvörðun að senda umsókn um inngöngu í Evrópusambandið enda ljóst að ef af slíkri inngöngu yrði færðist yfirstjórn flestra mála okkar Íslendinga til stofnana sambands- ins. Eðlilega eru skiptar skoðanir um það eins og annað hvernig útfæra eigi nákvæmlega utanríkisstefnu landsins. En stundum hefur hins vegar borið við að þeir, sem af ein- hverjum ástæðum eru ósáttir við ríkjandi stefnumótun í þeim efnum, hafi haldið því fram að engri stefnu væri fyrir vikið fyrir að fara. Eða að hún væri á einhvern hátt í upp- námi, óljós, ruglingsleg og svo framvegis. Ekki sízt ef Evr- ópumálin hafa verið til umræðu. Sumir virðast telja að eina ásættanlega utanríkisstefnan sé að stefnt sé að því að koma landinu undir yfirstjórn Evrópusambandsins. Allt annað sé stefnuleysi eða eitthvað þaðan af verra. Þetta sjónarmið getur ekki talizt annað en rörsýn á Evrópu eins og minn góði vinur Bjarni Harðarson bóksali orðaði það svo ágætlega hér um árið. Sagði hann þessa sýn á heiminn minna á evrópska miðaldamenn sem töldu helzt ekkert utan Evr- ópu skipta máli og lítið eða ekkert þangað að sækja. Evrópa væri nafli alheimsins. Langur vegur er þó vitanlega frá því að Evrópusam- bandið sé nafli heimsins, og hvað þá alheims- ins, eins og sumir virðast telja á sama tíma og þeir saka þá sem vilja horfa til alls heimsins um einangrunarhyggju. Eins og staðan er í dag hefur Ísland aðgang að fríverzlunarsamningum við fleiri tugi ríkja um allan heim. Einkum í gegnum aðild lands- ins að Fríverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA). Og fleiri eru í pípunum. Utan Evr- ópusambandsins heldur Ísland ennfremur frelsi sínu til þess að semja um viðskipti við önnur ríki og hefur meðal annars nýtt það til þess að semja um fríverzlun við Kína. Flest bendir til þess að framtíðarmarkaðina verði eink- um að finna í Suðaustur-Asíu. Rannsóknir benda á sama tíma til þess að hlutdeild Evrópusambandsins í heims- viðskiptunum eigi eftir að dragast verulega saman á næstu áratugum. Ekki sízt vegna lækkandi fæðingartíðni og hærri meðalaldurs íbúa sambandsins. Þetta þýðir í raun að Evrópusambandið er hnignandi markaðssvæði til framtíðar. Hagsmunir okkar Íslendinga kalla á sem greið- astan aðgang að sem flestum mörkuðum en ekki innilokun í tollabandalagi sem er á góðri leið með að verða að einu ríki. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Markaðir framtíðarinnar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þegar vinnumarkaðurinnlogar í kjaradeilum, sátta-umleitanir eru við frost-mark og yfir vofa mestu verkföll í áratugi kemur enn á ný upp umræða um að gjörbreyta þurfi íslenska kjarasamningslík- aninu. Engin lausn er í sjónmáli á vinnumarkaðinum og á annan tug þúsunda launþega komnir út í verk- föll. Á sama tíma standa flest her- bergi í húsnæði Ríkissáttasemjara auð dag eftir dag. Vísað hefur verið til annarra nor- rænna landa þar sem mótuð hafa verið öguð og markviss vinnubrögð við gerð kjarasamninga sem óum- deilt er að styðji efnahagslegan stöðugleika og aukinn kaupmátt. Þessi umræða er þó ekki ný af nálinni. Seint á árinu 2012 stóð Rík- issáttasemjari fyrir ráðstefnum með aðilum vinnumarkaðarins um umbætur á samningaferlinu í ljósi tilhögunar á Norðurlöndum. Fyrir- lesarar komu frá Norðurlöndum og fulltrúar allra heildarsamtaka launafólks og atvinnurekenda fóru í hópferð um Norðurlönd á árinu 2013 til að kynna sér vinnulagið hjá nágrannaþjóðunum við gerð kjara- samninga. Í framhaldinu var unnin skýrsla um hvernig staðið er að málum meðal nágrannaþjóðanna. Víðast hvar annars staðar á Norðurlöndum er samkomulag um að samkeppnisgreinar sem eru í al- þjóðlegri samkeppni semji fyrstar og móti þar með rammann fyrir aðra kjarasamninga. Fram kom í umræðu forsvarsmanna á vinnu- markaði um hvað læra mætti af ná- grannaþjóðunum að þar sé ekki deilt að neinu ráði um hvert svig- rúmið er til launahækkana í und- irbúningi samningagerðar, heldur sé það fundið út í sameiginlegri vinnu með opinberum stofnunum. Niðurstaða kjarasamninga í ná- grannaríkjum byggist að mestu á samkeppnishæfni útflutningsgreina og agi við samningagerðina er orð- inn inngróinn. Viðsemjendur virð- ast á einu máli um að forðast beri verðbólgusamninga og að hækkanir leiði til höfrungahlaups yfir allan vinnumarkaðinn. Þessar hugmyndir að norrænni fyrirmynd bjuggu að baki seinustu kjarasamningum ASÍ og SA í lok árs 2013 um hóflegar launahækk- anir til skamms tíma, sem legðu grunn að auknum kaupmætti og stöðugleika. Gerður var aðfarar- samningur til eins árs og nýta átti tímann til að leggja grunn að lang- tímasamningum. Var jafnvel hafin umræða um að reyna gerð atvinnu- greinasamninga, þvert á línur stétt- arfélaganna. Allt fór þó á annan veg. Ljóst var orðið seint á seinasta ári að þessar hugmyndir heyrðu allar sögunni til og þetta væri vonlaus vegferð úr því sem komið var. Hækkanir sem ríkið samdi um í kennarasamn- ingum sl. vor, samningur sveitarfé- laga við BHM og síðar flugmanna- samningarnir hleyptu illu blóði í verkalýðshreyfinguna og í vetur urðu svo læknasamningarnir eins og olía á eldinn. Sömu forystumenn og nú standa í eldlínunni voru fyrir fáeinum misserum staðráðnir í að reyna að bæta samningagerðina að norrænni fyrirmynd. Flestir sem rætt hefur verið við á vinnumarkaðinum að undanförnu virðast á einu máli um að margt megi læra af nágranna- þjóðunum en það nýtist ekki í yfir- standandi kjaradeilum, úr því sem komið er. „Þetta er til hliðar á borð- inu og fer ekkert frá okkur,“ segir viðmælandi í launþegahreyfing- unni. Meiri agi og mark- vissari vinnubrögð Morgunblaðið/Eggert Við vinnu Þó flestir virðist á einu máli um að gera verði bragarbót á vinnu- lagi við kjarasamninga hefur slíkum hugmyndum verið ýtt til hliðar. ,,Við eigum upphafið að því að farið var af stað í þessa vinnu,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, for- maður BSRB, um tilraunina á sínum tíma til að bæta vinnu- brögðin við kjarasamningsgerð- ina. Þetta hafi þegar skilað ár- angri því unnið sé sameiginlega á vettvangi ríkissáttasemjara að greiningu á efnahagsforsendum og launaþróun á vinnumarkað- inum. Hins vegar hafi stjórnvöld lagt línur sem gengu í allt aðra átt, m.a. fellt niður skatta á þá sem meira hafa en íþyngt þeim sem hafa minna á milli hand- anna. „Þetta er ekki það sem lagt var upp með heldur þvert á móti og það veldur þessari úlfúð og óánægju,“ segir hún. Menn vilji horfa til þess sem vel er gert á öðrum löndum á Norðurlöndum en erfitt sé að að taka þá um- ræðu upp eins og staðan er í dag. ,,Við áttum auðvitað að gera það fyrir ári. Það þarf að ræða svoleiðis hluti á friðartímum.“ Erfitt að taka upp núna FORMAÐUR BSRB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.