Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2015 Einar Þorsteinn (1942-2015) sá svo sann- arlega það sem mörgum öðrum var hulið. Hann tókst með einstökum hætti á við ýmiskonar rýmistengd vandamál og úr- lausnarefni, og var þá á engan hátt bund- inn af einhverskonar gagnsemishyggju hefðbundins arkitektúrs eða því sem talið var hefðbundin skynsemi. Einar gat rætt um rýmistengdar áskoranir á allt annan hátt en nokkur annar sem ég hef kynnst, og tengdi þær við andlegar hugleiðingar og tilfinningar, rétt eins og við formlegar pæl- ingar. Hann hafði einstaka hæfileika til að galdra fram úr huga sér flókin margflata form og miðla afstrakt hugmyndum til ann- arra með teikningum sínum og módelum. Einar Þorsteinn var fulltrúi þróttmikillar andstöðu við hefðbundin rýmisgildi sam- tímans og víkkaði út skilning okkar allra á rými, til framfara fyrir mannkynið. Eins og allir aðrir í stúdíói mínu sem störfuðu náið með Einari Þorsteini þá finnst mér ég hafa verið lánsamur að kynn- ast honum og hafa deilt svo miklum tíma með honum. Ólafur Elíasson Einar Þorsteinn Ásgeirsson, arkitekt og listarmaður, er borinn til grafar í dag. Hann starfaði um árabil í Berlín með Ólafi Elíassyni sem minnist hans hér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.