Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2015 ✝ Egill Stein-grímsson fædd- ist á Akureyri 18. september 1963. Hann lést á Land- spítalanum í Reykjavík 26. apríl 2015. Foreldrar hans voru hjónin Stein- grímur Krist- jánsson, bóndi á Litluströnd í Mý- vatnssveit, f. 27. nóvember 1917, d. 30. júní 1993, og Þóra Ás- geirsdóttir, f. 19. janúar 1925 í Hrappstaðaseli í Bárðardal. Bræður hans eru Birgir, f. 23. maí 1959, Finnur, f. 28. desem- ber 1960, og Kristján, f. 22. apríl 1962. Egill ólst upp á Litlu- sölumennsku, akstur og vinnu- vélastjórn til ársins 2007 þegar hann stofnaði ásamt fleirum fyr- irtækið Rekverk ehf. og starfaði við það síðan. Egill æfði frjálsar íþróttir á unglingsárum með góðum árangri en seinna beind- ist áhuginn meira að mót- orhjólum og bílum og var hann félagi í Bifhjólasamtökunum Sniglunum á fyrstu árum félags- ins. Egill var virkur í ýmsum fé- lögum eins og JC Akureyri þar sem hann kenndi ræðumennsku og tók þátt í keppnum með góð- um árangri. Hann var félagi í Skotfélagi Akureyrar og tók þátt í keppnum um allt land og vann til margra verðlauna í ýmsum skotgreinum, hann var einnig í Hestamannafélaginu Létti á Akureyri, ferðaklúbbn- um 4x4 og félagi í Oddfellow- reglunni. Útför hans fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 8. maí 2015, kl. 13.30. strönd í Mývatns- sveit og bjó þar fram til tvítugsald- urs og flutti þá til Akureyrar. Þar kynntist hann eft- irlifandi eiginkonu sinni, Unni Hreið- arsdóttur frá Vopnafirði, f. 1. nóvember 1967, og eignuðust þau eina dóttur, Hönnu Sól- eyju, f. 7. janúar 1999. Egill var tvo vetur á Lauga- skóla að loknum barnaskóla og vann í Mývatnssveit til tvítugs en var þá á sjó í nokkur ár, fyrst frá Grindavík en lengst af frá Dalvík. Eftir það vann hann ým- is störf í landi meðal annars við Ég kynntist Agli á skotmóti á Akureyri 2008. Við náðum strax saman og urðum mestu mátar upp frá því. Enda áttum við sameiginlegt áhugamál, ná- kvæmnisskotfimi, og skopskyn okkar var á svipuðum nótum svo við gátum grínað endalaust. Þeir bræður, Egill og Finnur, voru manna duglegastir að koma á skotmót Skotfélags Austurlands þegar reglulegt mótahald hófst þar aftur 2010 og alltaf mátti gera því skóna að glens og grín fylgdi grallaraspó- anum Agli sem varð til þess að andrúmsloft mótanna einkennd- ist af gleði og gáska. Samt var hann harður keppnismaður og var oft í baráttunni um topp- sætin og hampaði gullinu í þó- nokkur skipti á mótum hjá okk- ur og varð SKAUST-meistarinn í nákvæmnis-riffilflokki 2013. Hann var duglegur að taka þátt í mótum úti um allt land og taldi ekki eftir sér að skreppa landshornanna milli til að keppa. Enda var hann vel liðinn innan skotgeirans og hann virt- ist geta látið sér lynda við alla. Hann kom sér upp góðum bún- aði og var metnaðarfullur í því að ná sem bestum árangri. Iðulega komu þeir bræður heim í Tókastaði í kringum mót og var jafnan glatt á hjalla. Ósjaldan var farið út á einka- skotborðið og teknar nokkrar léttar æfingar. Eftir að Egill greindist með það mein sem dró hann til dauða vorum við enn duglegri að vera í símasambandi og hafði hann á orði að betra væri að bogna en bresta og hafði hann alltaf meiri áhyggjur af náung- anum en sjálfum sér. Einu vonbrigðin sem ég upp- lifði í sambandi við kynni mín af Agli eru að hafa ekki kynnst honum fyrr og fá ekki lengri tíma með honum. Ég býst að hann sé að x-a skotskífurnar þarna hinum megin. Við hjónin sendum fjölskyldu Egils sem og öllum vinum og vandamönnum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Hjalti Stefánsson og Heiður Ósk Helgadóttir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Þessi orð úr Hávamálum komu upp í hugann þegar við fréttum af andláti Egils, vinar okkar. Hann hefur svo sann- arlega getið sér góðan orðstír innan vinahópsins. Alltaf var hann hrókur alls fagnaðar og ávísun á skemmtilegt kvöld þeg- ar von var á Agli í matarklúbb- inn. Sama hvert umræðuefnið var þá gat Egill einhvern veg- inn séð spaugilegu hliðina á öll- um hlutum. Alvarlegar umræð- ur drógust aldrei á langinn. Þegar honum hafði dottið eitt- hvað snjallt í hug kom á hann sérstakur púkasvipur á meðan hann meitlaði setninguna í hug- anum. Síðan laumaði hann henni út úr sér með bros á vör og þar með voru allir komnir í gott skap. Hann bjó yfir mikilli frásagnargáfu og frásagnargleði og átti auðvelt með að fanga at- hygli jafnt ungra sem aldinna hlustenda. Skondin orð voru honum hug- leikin og lagði hann þau á minn- ið og brúkaði ef því var við kom- ið. Eitt af þeim var orðið spaðmolla og varð það heiti not- að sem nafn á matarklúbbinn okkar. Egill hefur verið með okkur í matarklúbbi síðastliðin 25 ár. Á þeim tíma höfum við komist að því að hann var ekkert sérstak- lega mikið fyrir grænmeti, allra síst papriku, eða annan nýmóð- ins mat. Matarklúbbskvöld stóðu ekki undir væntingum nema að menn lægju í sófanum með kjötsvima eða spaðmollu að máltíð lokinni. Við munum einnig minnast hans fyrir hversu hlýr og barn- góður hann var. Það var ekki bara augasteinninn hans, hún Hanna Sóley, sem naut þess. Öll börn matarklúbbsmeðlima hændust að honum og hann gaf sér alltaf tíma til að gantast við þau. Allt sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann af fullri ein- urð og tók hlutina alla leið hvort sem það var skotfimi, jeppa- della, mótorhjól, hestamennska eða ræðumennska. Alltaf var bráðnauðsynlegt að eignast mestu og bestu græjurnar. Aldrei hætti hann fyrr en toppnum var náð. Hann vann ótal skotfimimót og þegar hann gekk í JC varð hann strax ræðuskörungur hinn mesti og tók vitanlega að sér formennsk- una þegar þörf var á. Elsku Unnur og Hanna Sól- ey. Hugur okkar allra er hjá ykkur núna. Skarð Egils í fé- lagahópnum verður ekki fyllt en minningarnar um góðan dreng fylgja okkur um ókomin ár. … en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Félagar í Matarklúbbnum Spaðmollunni, Harpa og Valur, Anna Guðný og Sigurður, Erla Dögg og Arnaldur, Sigríð- ur og Pétur, Selma og Helgi, Hafdís og Jón, Dag- mar Þóra, Anna Kristveig, Ingibjörg, Claudia, Særún, Guðmundur og öll börnin okkar. Látinn er kær vinur okkar og félagi, Egill Steingrímsson, sem við kveðjum í dag. Hugurinn leitar aftur til þess tíma er við kynntumst Agli fyrir alvöru. Hann hafði þá verið mágur/svili okkar í nokkurn tíma. Það var haustið 1997 sem við eyddum tveim ógleymanlegum vikum á seglskútu við strendur Tyrklands. Í Agli eignuðumst við glaðværan og skemmtilegan félaga sem var óspar á sitt skelmislega bros. Það var alltaf gaman að hitta hann, hvort heldur sem var heima við eða á vegum úti að setja upp vegrið. Samverustundirnar verða víst ekki fleiri, en minningin lifir. Unni, Hönnu og fjölskyldunni allri sendum við samúðarkveðj- ur og kveðjum Egil með kvæði eftir Hákon Aðalsteinsson. Mannlífsins bratta bára ber okkur milli skerja. Víðfeðmar okkur velur vegleiðir stundu hverja. Markandi mannsins tíma meitlandi spor í grundir, mótandi margar götur misjafnar ævistundir. Lokið er vöku langri liðinn er þessi dagur. Morgunsins röðulroði rennur upp nýr og fagur. Miskunnarandinn mikli metur þitt veganesti. Breiðir út ferskan faðminn fagnandi nýjum gesti. Nú er vík milli vina vermir minningin hlýja. Allra leiðir að lokum liggja um vegi nýja. Við förum til fljótsins breiða fetum þar sama veginn. Þangað sem bróðir bíður á bakkanum hinum megin. (Hákon Aðalsteinsson.) Margrét og Jökull. Kveðja frá Eyjafjarðardeild 4x4 Það er líklega sama sagan í öllum félagsskap hvaða nafni sem hann heitir að það þarf allt- af að verða einhver nýliðun og þá er það alltaf spennandi fyrir þá sem fyrir eru að kynnast nýjum félögum. Það var einmitt þannig þegar Egill fór fyrst að mæta hjá okk- ur á fundi og koma í ferðir með okkur að manni varð það ljóst að með þessum manni yrði gam- an að starfa, enda kom það á daginn að Egill var enginn venjulegur maður. Egill var duglegur að koma á fundi hjá okkur og kom í marg- ar ferðir með okkur og hann lét veikindi sín ekki stoppa sig og aldrei heyrði maður hann kvarta. Nokkrum dögum fyrir andlát sitt talaði Egill einmitt um að hann ætlaði að koma með í næstu vinnuferð okkar í skálann í Réttatorfu. Það voru mikil for- réttindi að fá að kynnast þess- um hressa og káta félaga sem svo sannarlega markaði spor sín þennan skamma tíma sem hann náði að starfa með okkur. Við félagar í Eyjafjarðardeild 4x4 viljum þakka kærlega fyrir þann tíma sem Egill var með okkur, hans verður sárt saknað. Við sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til Unnar, eiginkonu Egils, og Hönnu Sól- eyjar, dóttur hans, ykkar missir er mestur. Fjölskyldu og vinum sendum við einnig okkar innilegustu samúðarkveðjur. Að lokum eru hér tvö erindi úr lagi því sem við syngjum oft á góðri stund. Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga. Allt er bjart fyrir okkur tveim, því ég er kominn heim. Að ferðalokum finn ég þig sem mér fagnar höndum tveim. Ég er kominn heim, já, ég er kominn heim. (Jón Sigurðsson.) Blessuð sé minning Egils Steingrímssonar F.h. félagsmanna Eyjafjarð- ardeildar 4x4, Jóhann Hauksson. Egill Steingrímsson HINSTA KVEÐJA Elsku Egill, í dag kveðj- um við þig með miklum söknuði þar sem þú varst kvaddur á brott frá okkur allt of snemma eftir stutta en erfiða baráttu við krabbamein. Þú verður ávallt í hjörtum okkar og allar góðu minningarnar munu ylja okkur um ókom- in ár. Þegar sorgar titra tárin, tregamistur byrgir sýn. Huggar, græðir hjartasárin, hlý og fögur minning þín. (F.S.) Þín eiginkona og dóttir, Unnur og Hanna Sóley. Um daginn var borinn til grafar vinur minn Guð- mundur Guð- mundsson. Við vorum tengdir á þann hátt að faðir Gumma og stjúpi minn voru bræður. Feng- um við báðir veiðidelluna frá Magnúsi stjúpa mínum sem var afburða veiðimaður. Hafði hann mikið gaman af að kenna okkur strákunum. Hann kenndi okkur að fara með byssur og fylgjast með veðri, þannig að sjaldan brást rjúpan. Við byrjuðum snemma að fara saman á gæs og í þá daga þótti okkur ekkert til- tökumál þó að ein og ein væri skotin út um bílglugga, og svo hlaupið út og náð í bráðina. Um- ferðin um þjóðveg eitt var ekki meiri en svo að við gátum leyft okkur þetta. Guðmundur var fljótt geysiöflugur, aflasæll skip- stjóri og 1980 varð hann afla- hæstur á vetrarvertíðinni í Grindavík, þá skipstjóri á Verði. Guðmundur byrjaði sína skipstjóratíð hjá Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða með Þorbjörn II og síðan Þórkötlu II. Síðan gerðist það 1982 að ég er ráðinn á Þórkötlu II og 8-10 mánuðum seinna er Guðmundur ráðinn forstjóri Hraðfrystihúss Þór- kötlustaða og var okkar sam- starf mjög gott. Ég má til að Guðmundur Guðmundsson ✝ GuðmundurGuðmundsson fæddist 27. mars 1947. Hann lést 9. apríl 2015. Útför Guð- mundar fór fram 17. apríl 2015. segja frá einni veiðiferð sem við fórum í sem var öðrum skemmti- legri að mörgu leyti. Við áttum tvo daga í ónefndri lax- veiðiá, í ljós kom að áin var full af laxi, blátær bergvatnsá og hugsuðum við nú gott til glóðar- innar. Tvær stangir leyfðar og vorum við Guðmund- ur með aðra þeirra saman, en þrír vörubílstjórar úr Reykjavík með hina. Það er skemmst frá því að segja að enginn fiskur fékkst á stöng en 22 stykki fengust í netræfil sem Guð- mundur hafði verið með í bíln- um. Við Guðmundur sættumst á að fá 10 laxa og vörubílstjór- arnir rest. Þegar við komum heim og Guðmundur fór að sýna Einari mági sínum aflann sagði hann: Það eru netaför á þessum löxum. Hvað tók hann? spyr Einar, og var Guðmundur held- ur hróðugur er hann sagði: Hann tók háf. Gummi var einn af mínum bestu vinum. Var sorglegt að sjá hvað heilsu hans hrakaði síðustu árin. Ég kýs að geyma skemmtilegu minning- arnar og þakka allar samveru- stundir okkar. Far þú í Guðs friði. Hvíl þú í friði og megi sú hönd, er heillastjörnunni stýrir, gæta þín, vinur, á vegferð um lönd við öll munum kanna um síðir. (FKD) Kveðja, þinn vinur, Arnbjörn. Okkar ástkæri, JÓHANN ÓLAFSSON bóndi og organisti, Ytra-Hvarfi, Svarfaðardal, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 29. apríl. Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 9. maí kl. 10.30. Jarðsett verður í Vallakirkjugarði. . Herdís Aðalheiður Geirsdóttir, Tryggvi Jóhannsson, Helga Hermannsdóttir, Hafdís Jóhannsdóttir, Jósef G. Kristjánsson, Heiðrún Jóhannsdóttir, Skarphéðinn Leifsson, Helgi Jóhannsson, Daníel Jóhannsson, Kristín Hjálmarsdóttir, Sólveig Eyfeld, Younes Ababou, Ingunn Margrét Hallgrímsdóttir, Einar Bjarki Hallgrímsson, Sigurrós Karlsdóttir og barnabörn. Hetjan okkar, BENJAMÍN NÖKKVI BJÖRNSSON, sem lést á Barnaspítala Hringsins 1. maí, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 12. maí kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og Barnaspítala Hringsins. . Eygló Guðmundsdóttir, Anders Wollmén, Björn Harðarson, Þórey Heiðdal Vilhjálmsdóttir, Nikulás Ingi Björnsson, Hrafnhildur Tekla Björnsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNÞÓR BENDER, Lautasmára 20, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 4. maí. Útförin verður auglýst síðar. . Soffía Hrafnhildur Jónsdóttir, Guðleif Bender, Guðmundur A. Gunnarsson, Guðrún Dóra Gísladóttir, Páll Snæbjörnsson, Jón Bender, Guðrún Ragnarsdóttir, barnabörn og langafabörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVEINN SVEINSSON sjómaður, Kirkjugötu 17, Hofsósi, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 1. maí. Útför hans fer fram frá Hofsóskirkju laugardaginn 9. maí kl. 14. . Sigurbergur S. Sveinsson, Sigurbjörg Björgvinsd., Hulda Björk Sveinsdóttir, Smári Jónsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.