Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 128. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Meðaldagvinnulaun frá 406 - 536 … 2. Yfirmaður kokksins sem sleikti … 3. Sveinn Andri selur glæsihúsið 4. Ástfangna parið geislaði á … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Uppistandshópurinn Mið-Ísland er á ferð og flugi um landið með sýn- ingu sína Lengi lifi Mið-Ísland sem yf- ir 10 þúsund manns hafa séð í Þjóð- leikhúskjallaranum frá áramótum. Í kvöld skemmtir hópurinn í menning- arhúsinu Hofi á Akureyri. „Þetta er þriðja árið í röð sem við erum í Hofi. Þar er alltaf frábær stemning og við hlökkum mikið til,“ segir Ari Eldjárn, einn af meðlimum Mið-Íslands. Að hans sögn stóð upp- haflega til að halda eina sýningu kl. 20 en vegna mikillar aðsóknar var annarri bætt við kl. 23. Næstu sýn- ingar Mið-Íslands verða svo í Reykja- nesbæ 13. maí og í Bolungarvík 15. maí. Mið-Ísland með tvær sýningar í Hofi  Kammerhópurinn Stilla flytur verk- ið Il Tromondo, eða Sólsetrið, eftir Ottorino Respighi, í Laugarneskirkju í dag kl. 12 og eru tónleikarnir hluti af röðinni Á ljúfum nótum. Verkið er 15 mínútna langt, var samið árið 1914 fyrir strengjakvartett og söngrödd og byggt á ljóði breska rithöfundarins Percy B. Shelley sem fjallar um ástina, lífið og dauðann. Kammerhópinn skipa Lilja Eggerts- dóttir sópran, Sigrún Harðardóttir fiðluleikari, Margrét Soffía Ein- arsdóttir fiðluleikari, Þórunn Harð- ardóttir víóluleikari og Gréta Rún Snorradóttir sellóleikari. Il Tromondo flutt í Laugarneskirkju Á laugardag Norðlæg átt 3-8 m/s, en 5-10 m/s með austur- ströndinni. Stöku él allra syðst, annars bjart veður um landið sunn- an- og vestanvert og hiti 2 til 6 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt 8-13 m/s. Þurrt og bjart veður á Suður- og Vesturlandi, en él fyrir norðan og austan. Frost 0 til 6 stig, en hiti að 5 stigum á sunnanverðu landinu yfir daginn. VEÐUR Stjarnan jafnaði metin við Gróttu í kapphlaupinu um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna í gær- kvöldi þegar liðið vann á heimavelli, 23:19, í annarri viðureign liðanna. Stjörnu- liðið var afgerandi betra að þessu sinni og hafði m.a. sex marka forskot í hálfleik, 15:9, ekki síst vegna stór- leiks Florentinu Stanciu markvarðar. Hún lék Gróttu- liðið oft grátt. »2 Stjarnan jafnaði metin við Gróttu „Það er að byrja enn eitt tímabilið hjá manni og það er bara virkilega ánægjulegt,“ sagði Bjarni Jóhanns- son, þjálfari KA, en margir spá liði hans góðu gengi í 1. deildinni í knatt- spyrnu en keppni hefst í henni í kvöld með viðureign Gróttu og HK en fimm leikir verða síðan á dagskrá á laugar- daginn. Bjarni segir tilhlökkun ríkja meðal leikmanna. »4 Enn eitt tímabilið hefst og tilhlökkun ríkir Fylkir og Breiðablik skildu jöfn, 1:1, í lokaleik 1. umferðar Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í gærkvöld en leiknum hafði verið frestað vegna vallaraðstæðna í Árbæ. Leikurinn var ekki sá besti en bæði lið ættu óhikað að stefna á að vinna sér inn sæti í Evrópukeppni að mati Sindra Sverr- issonar sem fór á Fylkisvöll í gær og fylgdist með. »2 Lið sem ættu óhikað að stefna á Evrópukeppni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bítlakrás fyrir Grensás – With a Little Help from My Friends! nefn- ast tónleikar til styrktar Grensás- deild. Þeir verða í Háskólabíói laug- ardaginn 30. maí næstkomandi. Birgir Ingimarsson, grafískur hönnuður, er helsti hvatamaður tón- leikanna. Hann kynnti hugmyndina fyrir stjórn Hollvina Grensásdeildar, sem tók honum fagnandi. Í kjölfarið fékk hann fjölda listamanna til þess að koma endurgjaldslaust fram á skemmtuninni. Skila til baka Fyrir um þremur árum var Birgir sjúklingur á Grensásdeild í nokkra mánuði eftir heilablóðfall. Þar kynnt- ist hann Eddu Heiðrúnu Backman, sem hefur verið dugleg að afla fjár fyrir deildina, og vildi, eins og hún, leggja sitt af mörkum. „Þetta dásam- lega og jákvæða starfsfólk sem vinn- ur þarna kom mér hreinlega í gang og út í atvinnulífið aftur,“ segir Birg- ir. „Það var eins og að keyra bílinn út af verkstæðinu og allt komið í lag. Maður á ekki að kvarta yfir heilsufari þegar maður kynnist svona hörkutóli eins og hún er hún Edda og mig lang- aði til þess að skila einhverju til baka.“ Tónlistin hefur leikið stórt hlut- verk í lífi Birgis og því blasti við að halda styrktartónleika. „Ég er gamall rokkari,“ rifjar hann upp, en hann spilaði meðal annars með Gautum og Miðaldamönnum á Siglufirði. Hann hefur lengi verið áhugamaður um tónlist Bítlanna og öll lögin, sem leik- in verða á tónleikunum, eru eftir John Lennon og Paul McCartney, auk þess sem boðið verður upp á sögusýningu. Birgir kynntist fyrst Grensás- deildinni fyrir mörgum árum, þegar bróðir hans var þar í meðferð eftir slys. „Starfsfólkið kom honum í gang og hjálpaði honum mikið,“ rifjar Birgir upp. „Þarna vinnur krafta- verkafólk, allt svo jákvætt og skemmtilegt, og enginn hugsar um aðstöðuleysið.“ Húsnæði Grensásdeildar er barn síns tíma. Birgir bendir til dæmis á að iðjuþjálfunin sé í kjallara þar sem ekki sé full lofthæð og húsnæðið sé allt of lítið auk þess sem vanti tæki og tól. „Eftir söfnunina sem Edda Heið- rún stóð að í sjónvarpinu var byggt glerhús yfir anddyrið en draumurinn er að stækka rýmið fyrir iðjuþjálf- unina og fleira,“ segir hann. Miðasala er hafin á midi.is. Deildin kom þeim í gang  Styrktartónleikarnir Bítlakrás fyrir Grensásdeild verða í Háskólabíói Ljósmynd/Hari Skemmtikraftar Birgir Ingimarsson hefur fengið marga listamenn til liðs við sig og gefa þeir allir vinnu sína á styrktartónleikunum í Háskólabíói. Meðal þeirra sem Birgir Ingi- marsson hefur fengið til þess að koma fram á tónleikunum eru Björn Thoroddsen, Ari Jóns- son, Eyþór Ingi Gunnlaugsson & Lovísa Fjeldsted, Sönghópur úr Domus vox, Á bak við eyrað, Ólafía Hrönn, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Þuríður Sigurðar- dóttir og Örn Gauti Jóhannsson. Kynnar verða Bogi Ágústsson og Helgi Pét- ursson. Allir gefa vinnu sína LISTAMENN Birgir Ingimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.