Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2015 Föstudaginn 15. maí verður haldin „Mikilvæg dansteiti“ eða „An Imp- ortant Dance Party“ á skemmti- staðnum Húrra í miðborginni. Þar koma fram tvíeykin Kiasmos og Hugar og einnig breska hljóm- sveitin worriedaboutsatan. Kiasmos samanstendur af Ólafi Arnalds og hinum færeyska Janus Rasmussen sem hafa spilað saman frá því í fyrra. Bergur Þórisson og Pétur Jónsson eru hins vegar Hug- ar en þeir hafa spilað saman frá árinu 2012. Húsið verður opnað kl. 21 en við- burðurinn hefst klukkutíma síðar. Miðaverð er 1.500 krónur. Kiasmos Ólafur Arnalds og Janus Rasm- ussen koma fram á Húrra nk. föstudag. Mikilvæg dansteiti haldin á Húrra Íslenskar sam- tímabókmenntir voru kynntar út- gefendum og þýðendum í Osló og Helsinki í vik- unni. Var dag- skráin liður í markvissu átaki Miðstöðvar ís- lenskra bók- mennta til að auka útbreiðslu bókmenntanna á Norðurlöndunum. Í Osló bauð Gunnar I. Pálsson sendiherra til fundar og móttöku og þangað kom lykilfólk í norsku útgáfu- og bókmenntalífi. Maríanna Clara Lúthersdóttir, bókmennta- fræðingur og leikkona, flutti erindi um helstu strauma og stefnur í ís- lenskum samtímabókmenntum og Ófeigur Sigurðsson, handhafi Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna í ár, sagði frá verkum sínum. Jafn- framt kynnti Þorgerður Agla Magnúsdóttir starfsemi Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Daginn eftir bauð Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Helsinki, til fundar um efnið í sendiherrabústaðnum þar í borg. Bókmenntir kynntar í Osló og Helsinki Ófeigur Sigurðsson Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Danski djassgítarleikarinn og -tón- skáldið Jakob Bro heldur tvenna tónleika í menningarhúsinu Mengi í kvöld með Lee Konitz, Bill Frisell og Thomas Morgan og eru tónleik- arnir þeir fyrstu á ferð þeirra um Norðurlöndin, Balladeering Tour. Næstu viðkomustaðir eru Danmörk, Færeyjar, Noregur, Grænland og svo aftur Danmörk. Kvartettinn mun leika tónlist af þremur plötum Bro sem saman mynda þríleik, Bal- ladeering, Time og December Song sem Bro hlaut fyrir tilnefningu til Tónlistarverðlauna Norðurlanda- ráðs í fyrra og mikið lof djassrýna. Bro hefur hlotið Dönsku tónlist- arverðlaunin fimm sinnum og hlaut árin 2009 og 2013 verðlaun djass- ritsins JazzSpecial fyrir bestu dönsku djassplötuna, Balladeering og December Song, svo fáein afrek séu upp talin. Lee Konitz saxófón- leikari er orðinn 87 ára, á langan feril að baki sem djasstónlistar- maður og hefur leikið með mörgum stórstjörnum, m.a. Miles Davis. Bill Frisell gítarleikari sló í gegn á ní- unda áratugnum með tónlistar- mönnum á borð við Paul Motian og Jan Garbarek og hefur fyllt tón- leikasali víða um heim og leikið á fjölmörgum hljómplötum. Bassa- leikarinn Thomas Morgan er af yngri kynslóð djasstónlistarmanna líkt og Bro og hefur leikið með djasstónlistarmönnum á borð við John Abercrombie og Craig Taborn. Tónleikaferðin verður kvikmynd- uð af danska kvikmyndagerðar- manninum Jørgen Leth en hann þykir með fremstu mönnum í sínu heimalandi þegar kemur að til- raunakenndri heimildamyndagerð. Bro segist ekki vita hver útkoman verði hjá Leth en veit þó að það verður hæg kvikmynd þar sem tón- listin fær að njóta sín enda Leth mikill djassgeggjari. Frisell ein af æskuhetjunum Bro hóf að leika djass sem tán- ingur, lærði fyrst á trompet í nokk- ur ár áður en hann sneri sér að gítar og segir hann föður sinn án efa hafa haft áhrif á það að hann kaus djass- inn umfram aðrar tónlistarstefnur. Faðir hans var í djasssveit og auk þess tónlistarkennari og hafði mikið dálæti á gömlum kempum á borð við Louis Armstrong og Count Basie. Bro átti sér margar gítarhetjur sem ungur maður og af djassgítarhetjum nefnir hann m.a. Bill Frisell sem hann var svo heppinn að fá að spila með á fullorðinsárum og leikur með í kvöld. Bro hefur gefið út tíu plötur en segist hafa fundið rétta hljóminn, það sem hann sóttist eftir sem djasstónskáld, á Balladeering sem kom út árið 2009. „Þá small allt saman og það var virkilega góð lífs- reynsla. Tónsmíðarnar hjá mér voru mjög einfaldar og buðu upp á mik- inn spuna. Munurinn á Balladeering og fyrri plötunum mínum var sá að Lee Konitz lék laglínurnar ekki eftir nótum heldur hlustaði og lék svo af fingrum fram, frá upphafi til enda,“ segir Bro. Honum hafi þótt platan það góð að hann hafi ekki treyst sér í að gera aðra fyrr en þremur árum eftir að hún kom út. Það var platan Time. „Eftir hana ákvað ég að búa til þá þriðju og ljúka þar með þrí- leik,“ segir Bro. Tónlistarheimurinn sé sá sami á plötunum þremur og bindi þær saman. „Ég samdi lögin heima í Dan- mörku en líka á ferðalögum mínum um Ísland og Færeyjar og fannst það góð hugmynd að koma hingað með tónlistarmönnunum sem léku með mér á plötunum og halda tón- leika,“ segir Bro. Honum hafi auk þess þótt spennandi að ferðast um þessi lönd með félögum sínum og þá sérstaklega að leika á Grænlandi. Lærdómsríkt kynslóðabil – Það er heilmikið kynslóðabil í hljómsveitinni, Konitz fæddur árið 1927 og þú 1978. Finnur þú fyrir því þegar þið leikið saman? „Ég finn greinilega fyrir þessu kynslóðabili og upplifi það á ýmsan hátt. Þetta er dálítið erfið spurning en ég er alltaf að velta því fyrir mér hvað geri tónlist áhugaverða fyrir mér. Þetta snýst ekki bara um að vera fær hljóðfæraleikari, það þarf margt að koma saman til þess að tónlist hreyfi við manni og hafi ein- hverja þýðingu fyrir manni,“ svarar Bro. Hann hafi verið svo lánsamur að leika með mörgum djassistum af eldri kynslóðinni og mörgu í tónlist þeirra eigi hann erfitt með að átta sig á. „En ég skynja hana á ákveð- inn hátt og ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir unga tónlistarmenn að upplifa þennan kynslóðamun. Það eru ákveðnar hindranir sem er ekki alltaf auðvelt að komast yfir en kveikja ákveðinn neista sem getur orðið að góðri tónlist. Það er ekkert leyndarmál að Lee hefur gaman af því að leika gamla standarda, kýs helst að gera það en ég vil halda mig við mitt efni þó að hann vilji fara í aðrar áttir,“ segir Bro kíminn. Snýst ekki um stóra staði – Nú er Mengi lítill tónleika- staður, rúmar um 70 gesti. Hvers vegna völduð þið svo lítinn stað? Bro hlær og segir Skúla Sverr- isson, bassaleikara og listrænan stjórnanda Mengis, hafa hvatt hann til að halda tónleikana í Mengi. Skúli sé einn af hans uppáhaldstónlistarmönnum og tón- leikastaðurinn góður, bjóði upp á mikla nánd við gesti og notalega stemningu. „Þessi ferð snýst ekki um stóra tónleikastaði,“ segir Bro. „Þetta snýst meira um reynsluna og ég hlakka mikið til tónleikanna í Mengi sem ég held að verði afar skemmtilegir.“ Rétt er að geta þess að uppselt er á báða tónleikana. „Snýst ekki bara um að vera fær“  Jakob Bro, Lee Konitz, Bill Frisell og Thomas Morgan halda tvenna tónleika í Mengi í kvöld  Upphaf tónleikaferðar sem verður kvikmynduð af hinum tilraunaglaða Jørgen Leth Morgunblaðið/Eggert Ferðalag „Ég samdi lögin heima í Danmörku en líka á ferðalögum mínum um Ísland og Færeyjar og fannst það góð hugmynd að koma hingað með tónlistarmönnunum sem léku með mér á plötunum og halda tónleika,“ segir Bro. ÍSLENSKT TAL Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI - bara lúxus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.