Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2015 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Stéttarfélagið Framsýn á Húsavík hefur samið við 23 fyrirtæki, um 30% fyrirtækja á svæðinu, um nýja kjara- samninga. Gengið var að kröfum Framsýnar í þessum tilvikum um 300 þúsund króna lágmarkslaun, að sögn Aðalsteins Baldurssonar, formanns Framsýnar. „Um er að ræða 35 þús- und króna launahækkun við undir- skrift. Eins ábyrgjast fyrirtækin að greiða 300 þúsund krónur í lágmarks- laun í síðasta lagi árið 2017, en flest fyrirtækin gera það strax,“ segir Að- alsteinn. Komu þegar verkfall hófst Hann segir eitt fyrirtæki til við- bótar hafa boðað komu sína á fund í dag til að ganga frá sambærilegum samningi. Aðalsteinn segir að níu fyrirtæki hafi komið á fund með Framsýn á fimmtudaginn í síðustu viku eftir að verkfall hófst sem stóð í hálfan dag. „Svo komu hin fyrirtækin í verkfallinu núna,“ segir Aðalsteinn. Að sögn hans voru því um 100 starfs- menn af 500-600 manns sem eru í Framsýn að störfum síðustu tvo verkfallsdaga. Tveggja sólarhringa verkfallsað- gerðum Starfsgreinasambandsins (SGS) lauk á miðnætti. Nokkur dæmi eru um að fólk úr öðrum stéttarfélögum hafi gengið í störf verkafólks. Aðalsteinn segir að 4-5 tilvik hafi komið upp í gær þar sem talið var að um verkfallsbrot hefði verið að ræða. Í öllum tilvikum nema einu var vel tekið í athugasemd- ir eftirlitsmanna og starfsemi hætt. Í einu tilvikinu neitaði viðkomandi fyr- irtæki að biðjast afsökunar eða að leggja niður störf þar sem yfirmaður akstursfyrirtækis gekk í starf undir- manns. Aðalsteinn segir að leitað hafi verið til lögfræðings og líkur séu á að viðkomandi fyrirtæki verði kært. Nokkur verkfallsbrot hjá Afli Hjördís Þ. Sigurþórsdóttir, formað- ur Afls, starfsgreinasambands, segir að nokkur tilvik hafi verið á „gráu svæði“ og snýr það að ólíkri túlkun Afls og Samtaka atvinnulífsins um það hvort fólki úr öðrum stéttarfélögum hafi verið leyfilegt að sinna störfunum. „Við teljum óheimilt að félagsmenn annarra félaga séu að vinna störf verkafólks á okkar vegum,“ segir Hjör- dís. Hún segir að m.a. hafi verið um að ræða starfsfólk í ræstingum og akstri. „Við höfum gert athugasemdir við þetta þar sem við teljum þetta óheimilt. Hins vegar greinir okkur á við SA sem segja að þetta sé heimilt,“ segir Hjör- dís. Hún segir að meint verkfallsbrot hafi átt sér stað hjá Samskipum, Eim- skip, ISS og Austfjarðaleið. Flest fyrirtæki virt verkfallið Vilhjálmur Birgisson hjá Verka- lýðsfélagi Akraness segir að verkfalls- aðgerðir hafi gengið vel. „Langflest fyrirtæki virða þær leikreglur sem eru í gangi,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að eitt fiskvinnslufyrirtæki hafi verið með fólk að störfum. Helgast það af því að starfsmenn eru ranglega skráðir í stéttarfélag, að sögn Vil- hjálms. „Við gerðum athugasemd við þetta og það var vel tekið í hana,“ seg- ir Vilhjálmur sem telur athyglisvert hve verkfallsaðgerðir hafi í raun tek- ist vel, sérstaklega þegar haft sé til hliðsjónar að ungt fólk þekkir ekki slíkt. „Það eru komnir svo margir ára- tugir síðan íslenskt verkafólk stóð í þessum sporum,“ segir Vilhjálmur. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins og verka- lýðsfélagins Einingar-Iðju, sem í eru 2.400 manns, segir að menn hafi al- mennt virt verkfallið. „Það hafa ekki verið margir hnökrar í það heila. Í flestum tilfellum hafa þeir verið leið- réttir og lítið mál,“ segir Björn.  Gengið að kröfu um 300 þúsund króna lágmarkslaun  Dæmi um að starfsfólk annarra stéttarfélaga hafi gengið í störf þeirra sem voru í verkfalli  Verkfallsaðgerðir gengu vel í langflestum tilvikum Framsýn samdi við 23 fyrirtæki Ljósmynd/Aðalsteinn Baldursson Samningar Framsýn Húsavík og 23 fyrirtæki á svæðinu náðu samningum. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Samningar langflestra aðildar- félaga BSRB voru lausir 30. apríl. Stærstu aðildarfélögin okkar eru í viðræðum við ríkið en eru á sama stað og aðrir sem eiga í viðræðum við ríkið, það gerist ekki neitt,“ segir El- ín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Aðalfundur BSRB fer fram í dag þar sem búast má við að umræða um stöðuna í kjarasamningsviðræðum sem nú standa yfir verði áberandi auk þess sem ræða á meðal annars stöðu lífeyrismála á fundinum. Skýrast mun í framhaldi af aðal- fundinum í dag hvert framhaldið verður í kjaraviðræðunum. Elín Björg segir að aðildarfélögin muni koma sameinuð til viðræðna við stóru viðsemjendurna, þ.e.a.s. félög fari saman í viðræður við ríkið, við samninganefnd sveitarfélaganna og við Reykjavíkurborg. ,,Þau eru að þétta sig þannig saman og mæta sameinuðu stóru viðsemjendunum okkar. Reynslan sýnir okkur að það borgar sig að gera það með þessum hætti,“ segir Elín Björg. Aðspurð segir hún ekkert sem bendi til annars en að sambærileg staða komi upp í viðræðum BSRB- félaganna við viðsemjendur þeirra og er uppi hjá öðrum félögum og samböndum á vinnumarkaðinum. ,,Það er ekkert í kortunum sem bendir til þess að viðræður aðildar- félaga BSRB verði á einhvern hátt öðruvísi en hjá þeim sem birtu sínar kröfur aðeins fyrr og eru þar af leið- andi komnir aðeins lengra,“ segir hún. Þrjú stærstu aðildarfélög BSRB, SFR, Sjúkraliðafélag Íslands og Landssamband lögreglumanna, hafa þegar lagt fram kröfugerðir félag- anna við ríkið og hafa nokkrir fundir þegar verið haldnir. Sameinuð til viðræðna Elín Björg Jónsdóttir  Samningar BSRB-félaga runnu út 30. apríl  Fara yfir stöðu kjaramála á aðalfundi í dag Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Enginn gangur er í flestum þeim kjaradeilum sem vísað hefur verið til ríkissáttasemjara og sáralítið hefur verið um fundarhöld í húsnæði sáttasemjara undanfarna daga. Tæplega 40 óleystar kjaradeilur eru komnar á borð rík- issáttasemjara fyrir nálægt hundrað þúsund launþega og verkföll standa yfir en eftir sem áður er lítið tilefni talið til að boða deilendur til viðræðna. Alls eru 12 fundarsalir og tvö minni vinnuherbergi í húsnæði ríkissáttasemjara og hafa þeir að mestu staðið auðir undanfarna daga. Viðmælendur sem eru með langa reynslu af kjarasamningagerð segja að þetta ástand sé mjög óvenjulegt og alvarlegt. Við sambærilegar kring- umstæður hafi yfirleitt verið í gangi tíu til 20 fundir hjá sáttasemjara á hverjum degi en nú hafa aðeins verið haldnir fimm formlegir fundir frá því um seinustu helgi. Tveir fundir sl. mánudag, einn fundur á þriðjudag, einn á miðvikudag og einn í gær en þá fór fram sáttafundur í kjaradeilu starfsmanna í álverinu í Straumsvík. Boðað er til annars fundar í þeirri deilu næsta miðvikudag. BHM og ríkið komu seinast saman til árangurs- lausra viðræðna sl. mánudag og er boðað til næsta fund- ar á mánudaginn. Í dag eru samninganefndir Starfs- greinasambandsins og SA boðaðar til fundar kl. 13:30 en tveggja sólarhringa verkfalli 16 aðildarfélaga SGS lauk á miðnætti í nótt. Er það eini fundurinn sem boðað er til hjá sáttasemjara í dag. Viðsemjendur í kjaradeilum hafa yfirleitt notfært sér húsakynni sáttasemjara til viðræðna um sérmál eða vinnuhópar verið að störfum þó deilum hafi ekki verið vísað til sáttameðferðar en þessa dagana er líka óvenju- lítið um slík fundarhöld. Fundarsalir sátta- semjara standa auðir  Fáir samningafundir þó tæp 40 mál séu óleyst á borðinu Morgunblaðið/Eggert Lítið notað Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara, raðar stólum í einu af tólf fundarher- bergjum embættisins. Lítið þokast í kjaradeilunum og standa flestir fundarsalirnir því auðir dögum saman. Deilur á vinnumarkaði Vilhjálmur segir að verkfallsaðgerðir hafi leitt til þess að atvinnurek- endur hafi skoðað betur hvernig kröfur verkalýðsfélaganna muni hafa áhrif á starfsemina. „Ég held að það sem fólk og atvinnurekendur eru að átta sig á sé að sú kröfugerð sem við erum með er krónutala sem jafnar sig út með 34.000 króna mánaðarlegri hækkun á ári. Þegar þeir heyra hins vegar um 50- 70% hækkunina sem Samtök atvinnulífsins tala um þá hugnast þeim það ekki. Því viljum við tala í krónum en ekki í prósentum um okkar kröfur,“ segir Vilhjálmur. Vilja tala í krónum SEGIR ATVINNUREKENDUR ÁTTA SIG BETUR Á KRÖFUM Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Makríll og loðnuhrogn komast ekki á markað í Rússlandi vegna verk- falls dýralækna. Ástæðan er sú að útskipun svokallaðra trampara eða brettaskipa er óheimil þar sem ekki liggur fyrir vottun frá Matvæla- stofnun. „Það er hægt að skipa út ef það fer í gámum, t.a.m. til Asíu og annarra landa. En það er ekki hægt að fara til Rússlands því þar er farmurinn ekki sendur í gámum heldur með trampara, þ.e. frysti- skipum sem taka um 3.000 tonn í einu,“ segir Friðrik Mar Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Loðnu- vinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Að sögn Friðriks hafa engir tramparar farið til Rússlands í um þrjár vikur, eða eftir að verkfall hófst. „Það bráðvantar makríl og loðnuhrogn á þennan markað. Auðvitað er það mjög skaðlegt fyrir okkur og mark- aðinn,“ segir Friðrik. Farmurinn er í frystigeymslu og hann segir enga hættu á því að vörurnar skemmist. „Þessar vörur vantar á markaðinn og þá sérstaklega loðnuhrognin. Við framleiddum of lítið af loðnuhrogn- um fyrir markaðinn í fyrra og þess vegna vantar þetta núna,“ segir Friðrik. Makríll og loðnuhrogn komast ekki á markað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.