Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2015 Moskvu. AFP. | Skilaboðin á mót- mælaspjöldunum voru missterk, sum meinlaus og önnur óskýr, en viðbrögð rússnesku yfirvaldanna voru skjót og harkaleg. Eftir að þúsundir manna gengu um borgina Novosibirsk í Síberíu í vikunni sem leið var skipuleggjandi mótmælanna, Artjom Loskútov, handtekinn og dæmdur í tíu daga fangelsi. Mannréttindasamtökin Amnesty International skilgreindu hann sem samviskufanga. Loskútov er 29 ára gjörninga- listamaður, hefur oft gert grín að harkalegum viðbrögðum rússneskra yfirvalda við andófi og árlega efnt til mótmæla þar sem skopast er að þeim. Honum var stungið í steininn vegna þess að hann fékk ekki leyfi fyrir mótmælunum. Fangelsisdómurinn er álitinn enn eitt dæmið um herferð sem rúss- neskir embættismenn virðast hafa sammælst um til að þagga niður í hvers konar röddum sem þeir flokka sem andóf gegn einræðistilburðum ráðamannanna í Kreml. Þetta hefur orðið til þess að margir stjórnarand- stæðingar hafa ákveðið að fara í út- legð frá Rússlandi í stað þess að hætta á að verða fangelsaðir, eða hljóta jafnvel enn verri örlög. Landflóttinn skaðar Rússland Stjórnarandstæðingarnir eru enn beygðir yfir morðinu á Boris Nemt- sov, einum af helstu andstæðingum Kremlverja, sem var skotinn til bana í grennd við Kreml í febrúar. Nokkr- ir af atkvæðamestu stjórnarand- stæðingunum hafa nú flúið landið vegna þess að þeir óttast um öryggi sitt og fjölskyldna sinna. Jevgenía Tsjíríkova, sem stóð fyr- ir mótmælum gegn þjóðvegi sem lagður var í gegnum skóg nálægt Moskvu árið 2011, segist hafa flust búferlum til Eistlands í síðasta mán- uði af ótta við að yfirvöldin næðu sér niður á henni með því að svipta hana forræði yfir börnum sínum. Hún fetaði í fótspor margra ann- arra, þeirra á meðal frjálslynda blaðamannsins Galinu Timtsjenkó, tónlistargagnrýnandans Artemís Troítskís og Ívans Ninenkos, fyrr- verandi aðstoðarframkvæmdastjóra Rússlandsdeildar alþjóðasamtak- anna Transparency International. „Þessir og margir aðrir afbragðs- menn hafa flúið frá Rússlandi á síð- ustu árum þar sem andrúmsloftið hefur orðið æ meira kæfandi og fjandsamlegra,“ skrifaði Tanja Lokshina, verkefnisstjóri mannrétt- indasamtakanna Human Rights Watch í Rússlandi. „Þessi landflótti skaðar Rússland. Þetta fólk er í raun framtíð Rússlands, framtíðin sem núverandi ráðamenn stela frá rúss- neska samfélaginu.“ Þótt Pútín hafi lofað því að morðið á Nemtsov verði upplýst og boðað lýðræði hafa yfirvöldin haldið áfram að þjarma að stjórnarandstæð- ingum. Forsetinn sagði í sjónvarpi í apríl að stjórnarandstaðan hefði „rétt og tækifæri til að taka þátt í stjórnmálalífi landsins“, en sama dag gerði lögreglan húsleit á skrif- stofu hreyfingarinnar Opið Rúss- land sem útlaginn Míkhaíl Khodor- kovskí stofnaði á síðasta ári eftir að honum var sleppt úr fangelsi. Dag- inn eftir bönkuðu lögreglumenn á dyr Natalíu Pelevina, félaga í stjórn- málaflokki Nemtsovs, og hún á nú yfir höfði sér allt að 16 ára fangelsis- dóm fyrir að skipuleggja mótmæli gegn Pútín í maí 2012. „Að undan- förnu hafa þeir ekki aðeins þjarmað að þekktum stjórnarandstæðingum heldur einnig venjulegum aðgerða- sinnum,“ segir Pelevina. „Yfirvöldin vilja hræða okkur til að gefast upp.“ Í útlegð eða fangelsi  Margir stjórnarandstæðingar hafa flúið Rússland af ótta við að þeim verði refsað fyrir andstöðu við Pútín  „Yfirvöldin vilja hræða okkur til að gefast upp“ Of feit börn eru miklu líklegri til að flosna upp frá námi en börn sem eru í kjörþyngd, samkvæmt sænskri rannsókn. Önnur evrópsk rannsókn bendir til þess að offita hafi slæm áhrif á sjálfsmat barna allt niður í sex ára aldur. Líklegt er að slík vandamál verði algengari því rannsókn sem kynnt var á ráðstefnu í Prag bendir til þess of feitum börnum hafi fjölgað í mörg- um Evrópuríkjum. Hlutfall þeirra er hæst á Írlandi, þar sem 27,5% barna undir fimm ára aldri eru skil- greind sem of þung. Hlutfallið er næsthæst í Bretlandi, 23,1%. Hlutfallið er lægst í Kasakstan (0,6%), Litháen (5,1%) og Tékklandi (5,5%) af 32 löndum í Evrópu og Mið-Asíu samkvæmt gögnum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Fólk telst of þungt ef líkams- massastuðull þess (BMI-stuðullinn) er 25 til 29,9, en er álitið þjást af of- fitu ef stuðullinn er yfir 30. Sænska rannsóknin bendir til þess að aðeins 56% barna, sem hafa farið í meðferð vegna offitu, ljúki tólf ára skólanámi. Hjá börnum í kjörþyngd er hlutfallið 76%. Rannsóknin náði til 9.000 barna í Svíþjóð. Höfundur skýrslu um rannsóknina, Emilia Hagman, segir að kyn, þjóðerni og stéttarstaða hafi ekki haft áhrif á niðurstöðuna. Hún telur líklegt að ástæðuna megi m.a. rekja til eineltis í skóla eða tíðra fjarvista vegna smánar- kenndar barnanna. Ensk rannsókn bendir til þess að börn allt niður í sex ára aldur séu óánægð með það að vera of þung og stúlkur séu líklegri en strákar til finna til andlegrar vanlíðanar vegna ofþyngdar. bogi@mbl.is Líklegri til að hætta skólanámi Magi barns mældur.  Of feit börn finna oft til smánarkenndar Rússneskir hermenn taka þátt í æfingu fyrir hersýn- ingu sem haldin verður á Rauða torginu í Moskvu á morgun, laugardag, í tilefni af því að 70 ár verða þá lið- in frá sigri sovéska hersins á hersveitum þýskra nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Um 16.000 hermenn taka þátt í sýningunni, auk flugvéla, þyrlna og skriðdreka. AFP Hersýning á sigurhátíðinni æfð Jens Madsen, yfirmaður dönsku ör- yggislögreglunnar, PET, sagði af sér í fyrradag eftir að birt var skýrsla þar sem viðbrögð lögreglunnar við tveimur skotárás- um í Kaupmanna- höfn í febrúar voru gagnrýnd. „Eftir vand- lega umhugsun hef ég í samráði við ráðuneytis- stjóra dómsmála- ráðuneytisins og ríkislögreglu- stjórann sam- þykkt að taka að mér ný verkefni til að byggja upp dönsku lögregluna,“ sagði Jens Madsen í fréttatilkynn- ingu. „Augljóslega ekki viðunandi“ Nokkrum klukkustundum áður hafði lögreglan birt skýrslu um niðurstöður rannsóknar á viðbrögð- um lögreglunnar við árásum Omars Abdels Hamids el-Husseins, 22 ára Dana af palestínskum ættum, sem varð tveimur mönnum að bana og særði fimm lögreglumenn í tveimur skotárásum í Kaupmannahöfn í febr- úar. Í skýrslunni kemur m.a. fram að eftir að árásarmaðurinn skaut mann til bana fyrir utan menningarmið- stöð í Kaupmannahöfn liðu tæpar fjórar klukkustundir þar til lög- reglumenn voru sendir að aðalsam- kunduhúsi gyðinga, þar sem seinni árásin var gerð. Gyðingur lét lífið í þeirri árás. „Þetta er of langur tími og augljóslega ekki viðunandi. Það er ekki hægt að útskýra þetta,“ sagði Mette Frederiksen, dómsmálaráð- herra Danmerkur. Í skýrslunni kemur fram að þegar árásarmaðurinn fór að samkundu- húsinu voru sex lögreglumenn komnir þangað en þeim tókst ekki að koma í veg fyrir að hann yrði gyð- ingnum að bana. Hann lét seinna lífið í skotbardaga við lögreglumenn. Fyrir árásirnar afplánaði El- Hussein fangelsisdóm fyrir að stinga ungan mann með hnífi í lest og fang- elsismálayfirvöld skýrðu öryggislög- reglunni frá því í september sl. að hann kynni að styðja íslömsk öfga- samtök. Hann var þó leystur úr haldi tveimur vikum fyrir árásirnar og ör- yggislögreglan kvaðst ekki hafa haft neina ástæðu til að telja að hann væri að undirbúa árásir áður en hann lét til skarar skríða. bogi@mbl.is Yfirmaður PET sagði af sér  Danska öryggislögreglan gagnrýnd Jens Madsen Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Aldrei hefur verið auðveldara að heyra Enn er bætt um betur með nýju ReSound heyrnartækjunum sem gefa eðlilega og áreynslulausa heyrn. Taktu þátt í framþróuninni og prófaðu þessa hágæða tækni. GOLDEN LOBE AWARDS 2014 ASSOCIATION OF INDEPENDENT HEARING HEALTHCARE PROFESSIONALS Most Innovative Concept 2014 presented to: Resound - LiNX made for iPhone

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.