Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 12
Malín Brand malin@mbl.is Samkomulag náðist í gær á milli svínaræktenda og dýralækna og má því gera ráð fyrir að slátrun geti haf- ist í dag á fjölda svína. Víða þrengir verulega að á búunum því engum grísum hefur verið slátrað frá því að verkfall BHM hófst fyrir tæpum þremur vikum. Dýralæknar hjá Mat- vælastofnun sinna ekki heilbrigðis- skoðunum sláturafurða án sérstakra undantekninga meðan á verkfalli stendur og hefur í mörgum tilvikum skapast alvarlegt ástand þar sem velferð dýra hefur verið í hættu. Mættust á miðri leið Að sögn Harðar Harðarsonar, for- manns Svínaræktarfélags Íslands, var yfirlýsing samþykkt á fundi Dýralæknafélags Íslands, BHM og Svínaræktarfélags Íslands. „Við lýs- um því yfir að ef undanþágur fáist til slátrunar þá verði það gert á þeim forsendum sem dýralæknar hafa lagt upp með, það er að segja að af- urðirnar fari í frystigeymslu og verði ekki markaðssettar meðan á verk- fallinu stendur,“ segir Hörður. Í þeim tilvikum sem sláturafurðin er eign afurðastöðvarinnar eftir heil- brigðisskoðun þarf samkomulag að gilda á milli ræktenda og afurða- stöðva. „Við höfum lýst því yfir að við telj- um að þetta sé eðlilegur framgangs- máti. Við mælum einfaldlega með því að þetta verklag verði viðhaft og gildir það fyrir þessa og næstu viku.“ Alla jafna er um 1.800 grísum slátrað í hverri viku og því ljóst að mikið annríki er framundan í slátur- húsum. Gangi allt eftir er ekki úti- lokað að jafnvel verði slátrað um helgina í einhverjum tilvikum. Hörður segir að þrátt fyrir þessa orrahríð sé mikilvægt að dýralækn- ar, eftirlitsaðilar og ræktendur eigi gott samstarf, t.d. vegna nýrra reglna um velferð dýra sem brýnt sé að laga sig að. Ljósmynd/Bændablaðið Velferð Aðstæður á svínabúum hafa verið misgóðar vegna verkfallsaðgerða og töluvert verið fjallað um dýravelferð. Vonast til að slátrun á svínum hefjist í dag  Vilja eiga gott samstarf þrátt fyrir orrahríð  Siðfræðing- ur telur aðgerðirnar jafnvel hafa aukið skilning á dýravelferð Hörður er ekki frá því að frétta- flutningur af ástandinu á búunum hafi aukið skilning almennings á mikilvægi dýravelferðar og undir það tekur Jón Kalmansson, sem á fyrir hönd Siðfræðistofnunar HÍ sæti í fagráði um dýravelferð. „Það góða við þetta, ef orða má það þann- ig, er að þetta vekur athygli á dýra- velferð og mikilvægi þess að við hugsum alvarlega um það málefni,“ segir hann. Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndar- sambands Íslands, telur að margt megi læra af verk- fallsaðgerðunum og því ástandi sem skapast hefur á mörgum svínabúum landsins síðustu vikur. Umhugs- unarefnin séu mörg. „Hér er til dæmis lýsandi dæmi um vandamál tengd þauleldi. Þauleldi er fagorð yfir verksmiðjubúskap. Hér á landi má helst tala um þau- leldi á innfluttum dýrategundum,“ segir Hallgerður. Hún segir ennfremur að þauleldi sé ekki endilega bundið við fjölda heldur aðferð – hvernig dýrin eru haldin. Í verkfallinu hafi endurspeglast hve lítið svig- rúm sé þar sem stundaður sé verksmiðjubúskapur. „Gildandi reglugerðir eru viðmið um lágmarksvelferð. Þeir sem höfðu hámarksþéttleika á svínabúum lentu fyrstir í vanda. Þeir sem höfðu meira rými og nýttu ekki hámarksþéttleika gátu verið nokkuð rólegir þrátt fyrir verkfall, að minnsta kosti framan af. Rétt eins og þeir alifuglabændur sem rætt hefur verið við voru rólegri yfir húsunum þar sem miðað var við vist- vænar reglugerðir sem leyfa 25 kíló á fermetra en þeir voru verulega ugg- andi yfir þeim húsum þar sem gilti venjuleg lágmarksreglugerð þar sem má vera með þéttleika á bilinu 33 til 39 kíló á fermetra.“ HÁMARKSÞÉTTLEIKI OG LÁGMARKSVELFERÐ Hallgerður Hauksdóttir Þauleldi á gráu svæði 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2015 Sólvallagötu 12 OPIÐ HÚS í Hússtjórnaskólanum í Reykjavík á morgun, laugardaginn 9. maí, milli kl. 13:30-17.00 Kaffi og kökusala ásamt sýning á handavinnu nemenda Allir velkomnir Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Nokkuð furðuleg staða er komin upp í máli sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi starfsmönnum Kaup- þings í stóra markaðsmisnotkunar- málinu. Sem eftirlitsaðili með mark- aðinum sendi Kauphöllin erindi til FME varðandi mögulega markaðs- misnotkun Kaupþings, en bréf frá sama fyrirtæki er notað sem ein helsta vörn þeirra aðila sem ákærðir eru á kauphlið málsins, þ.e. starfs- manna eigin viðskipta bankans. Í grunninn snýst málið um að í janúar 2009 sendir Kauphöllin erindi til FME þar sem leiddar eru líkur að því að markaðsmisnotkun hafi átt sér stað, með hliðsjón af miklum kaupþrýstingi bankans á eigin bréf. Seinna sendir FME það mál áfram til sérstaks saksóknara og er réttað í því þessa dagana. Tveimur árum síð- ar var aftur á móti bréf sent frá FME sem gagnrýnir Kauphöllina og ásakar hana um að hafa ekki staðið undir eftirlitshlutverki sínu á mark- aði. Svarbréf Kauphallarinnar við þessum ásökunum virðist aftur á móti vera ákveðið tromp fyrir þá starfsmenn Kaupþings sem voru í kaupum á hlutabréfum í deild sem nefndist eigin viðskipti Kaupþings. Forstöðumaður eftirlitssviðs Kauphallarinnar, Baldur Thorlacius, bar vitni fyrir dómstólnum í gær, en hann sendi umrætt svarbréf. Út- skýrði hann meðal annars vöktunar- kerfi Kauphallarinnar og bjöllur sem hringdu ef eitthvað óeðlilegt kom upp. Hringingar gátu verið all- margar á dag og kom fram í máli Baldurs og samstarfsmanns hans hjá Kauphöllinni, sem einnig bar vitni í gær, að flestar hringingarnar hefðu átt sér eðlilegar skýringar, t.d. í nýjum fréttum á markaði. Varnarrök ákærðu í svarbréfi Í svarbréfinu, sem var sýnt að hluta við vitnaleiðslur í gær, mót- mælir Kauphöllin harðlega þeirri niðurstöðu sem FME komst að og fer yfir ástæður þess að starfsmenn hennar hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að hafa gott eftirlit með markaðinum. Einmitt í þessu felst vörn starfs- manna eigin viðskipta, en við vitna- leiðslur í gær kom fram að rannsókn Kauphallarinnar til að vefengja ásakanir FME hafi verið umfangs- mikil. Kom bæði fram þar og í svör- um vitna í dag að ekki hefði verið hafin rannsókn vegna markaðsmis- notkunar fyrir fall bankans, heldur hefði verið horft til tilkynningar- skyldu af tengdum viðskiptum. Það hefðu því í raun engar bjöllur hringt hjá Kauphöllinni sem gáfu til kynna að um markaðsmisnotkun væri að ræða. Þá er í bréfi Kauphallarinnar til- greint að í lokunaruppboðum sem eigin viðskipti tóku þátt í og þar sem verð hækkaði hafi verið um mjög litlar hækkanir að ræða og í flestum tilvikum hafi verð lækkað eða staðið í stað frá fyrri viðskiptadegi. Lok- unaruppboð eru almennt talin mik- ilvæg í þessu samhengi en þau ákvarða lokagengi dagsins og þar af leiðandi birta stöðu markaðarins út á við. „Vart getur talist óeðlilegt að sjá kauptækifæri í uppboði þegar hlutabréfaverð hefur lækkað innan dagsins,“ segir í bréfinu. Erfitt að greina dýpri rætur Málið flækist þó áfram því í bréf- inu er sagt að þessi meinta markaðs- misnotkun falli ekki undir hefð- bundnar skilgreiningar á markaðs- misnotkun sem eftirlitsaðilar víða um heim noti til að fylgjast með. Bendir Kauphöllin á að til þess að geta séð markaðsmisnotkun eins og nú er ákært fyrir þurfi að hafa víð- tækari heimildir til upplýsingaöfl- unar, enda „á hin meinta markaðs- misnotkun sér dýpri rætur í blekkingum og málamyndagern- ingum. Dýpri rætur sem ómögulegt var að greina út frá þeim upplýs- ingum sem Kauphöllin hafði aðgang að og var helst á færi innanbúðar- manna og aðila sem höfðu eftirlit með bönkum að koma auga á.“ Ljóst er að í þessum orðum Kaup- hallarinnar felst talsverð gagnrýni á FME, en auk þess virðist þetta gefa í skyn að þrátt fyrir þau tæki og tól sem Kauphöllin hafði yfir að ráða, hafi hún ekki mögulega getað séð markaðsmisnotkun, eins og ákært er fyrir. Í þessu liggur vörn starfs- manna eigin viðskipta, en þeir hafa hingað til ítrekað neitað að hafa haft vitneskju um fjármögnun lánanna sem veitt voru til að fjármagna kaup þriðja aðila á bréfunum eða haft yf- irsýn yfir Kínamúra sem myndu gefa þeim slíkar upplýsingar. Þetta ýtir aftur á móti undir að ef markaðsmisnotkun átti sér stað, þá var það á höndum þeirra sem höfðu yfirsýnina yfir Kínamúrana og vissu af bæði sölu og kaupum á bréfunum. Furðuleg staða í héraðsdómi  Svarbréf Kauphallar ákveðið tromp Morgunblaðið/Eggert Markaðsmisnotkun Saksóknari málsins er Björn Þorvaldsson. Samkvæmt könnunum verðlagseftirlits ASÍ eru verðlækkanir á heimilis- tækjum vegna afnáms vörugjalda og lækkunar virðisaukaskatts mun minni en gera mátti ráð fyrir. Í frétt á vefsíðu ASÍ segir að áætla megi að verð allra þeirra heimilis- tækja sem skoðuð voru í könnuninni hefði átt að lækka um meira en 19% en sú er ekki raunin. Reyndar lækkar verð í 41% tilvika um meira en 20% en það vekur athygli að í 20% tilvika hækkaði verð á heimilistækjum eða það stóð í stað þrátt fyrir virðisaukaskatts- lækkun úr 25,5% í 24% og afnám vörugjalda um 20-25%. Verðlagseftirlitið áætlar að vörur eins og sjónvörp, útvörp og myndspilarar sem áður báru 25% vörugjald ættu að lækka um 22,2%, með vsk.-lækkuninni. Þvottavélar, kæliskápar, uppþvottavélar og hellu- borð sem áður báru 20% vörugjald hefðu átt að lækka um 19,2%, með vsk.-lækkuninni. Engin vara sem skoðuð var í versluninni Rafha lækk- aði um 19% eða meira og innan við helmingur þeirra vara sem skoðaðar voru í Max raftækjum og Eirvík. Verslunin Smith og Norland lækkaði verð um meira en 20% hlutfallslega oftast eða í tæplega 80% tilfella. Kannanir verðlagseftirlits ASÍ á verði heimilistækja voru gerðar í byrjun október 2014 og í apríl 2015 en á tímabilinu var gengi krónunnar nokkuð stöðugt og því ekki hækkun- arvaldur. Verðið lækkaði ekki í samræmi við væntingar Raftæki Lækkuðu minna en búist var við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.