Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2015 www.heilsudrekinn.is Öll kínversk leikfimi • Heilsubætandi Tai chi• Heilsu Qi Gong 5000 ára tækni• Kung Fu fyrir 4 ára og eldri Í samstarfi við Kínverskan íþróttaháskóla Einkatímarog hóptímar Skeifan 3j | Sími 553 8282 | frítt í leikfimi. Skráðuþig semfyrst Fyrir alla aldurshópa Einvika Fullt af tilboðum í gangi Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Við hvikum hvergi frá uppskriftum og hráefni svo þetta bragðast alveg eins og hinn sígildi breski réttur,“ segir Höskuldur Ásgeirsson. Þeir Höskuldur, Benedikt Sveinsson og Pétur Björnsson, allt menn sem starfað hafa lengi í tengslum við sjávarútveginn, eru eigendur Fish & chips-vagnsins við Vesturbugt við Reykjavíkur- höfn. Starfsemin þar hófst formlega í gær, þegar Stuart Gill, sendiherra Breta á Íslandi, kom við. Tilviljun réð því að heimsóknina bar upp á sama dag og þingkosningar voru í Bretlandi. Byrjað var að afgreiða í vagninum í Vesturbugt um síðastliðna helgi og hafa viðtökurnar ver- ið góðar. 10.500 staðir í Bretlandi „Við sem að þessu stöndum kynntumst hefðinni fyr- ir fiski og frönskum úti í Bretlandi. Vildum innleiða hana hér á landi og markaðurinn ætti að vera fyrir hendi, sé meðal annars tekið tillit til þess að tugir þúsunda breskra ferðamanna koma hingað á hverju einasta ári,“ segir Höskuldur. Til marks um vinsældir þessa réttar í Bretlandi nefnir Höskuldur að þar séu starfræktir um 10.500 fish and chips-veitingastaðir og -vagnar þar sem matbúið sé úr alls 70 þúsund tonnum af fiskflökum á ári. Upp úr sjó eru það um 200 þúsund tonn af óslægðum afla og stendur það magn nánast á pari við heildarkvóta ís- lenskra skipa í þorski og ýsu á yfirstandandi fiskveiðiári. „Við lögðum mikið upp úr því að ná hinu rétta bragði. Fiskinn þarf að steikja upp úr sérvalinni feiti en áður hefur honum verið velt upp úr orly-deigi. Og svo er þetta borið fram með frönskum kartöflum og mushy peas-baunamauki,“ segir Höskuldur. Bætir við að fram- tak þetta hafi kallað á talsverðan undirbúning, sem tók heilt ár. Þurft hafi að afla ýmissa leyfa, útvega réttar uppskriftir og hráefni svo og fisksöluvagn en sá sem nú stendur við vesturhöfnina var keyptur frá Blackburn og er splunkunýr. Og til þess að allt sé gert eftir kúnst- arinnar reglum fengu eigendur Fish and chips Hilmar B. Jónsson, þjóðþekktan meistarakokk, til að fylgja starf- seminni úr hlaði. Þar er Hilmar á heimavelli, en fyrir um hálfri öld þegar hann var lærlingur á Matstofu Austur- bæjar voru fiskur og franskar þar oft á borðum og gerði fólk þeim veitingum jafnan góð skil. „Nei, þessi matar- gerð er ekkert flókin. Það er bara að komast á sporið og bragðið,“ segir Hilmar. Fá sér í svanginn Það var Höskuldur Ásgeirsson sem fylgdi Stuart Gill sendiherra að söluvagninum og mælti á tungu hans að gesturinn væri svangur og það væri rétt að gefa hon- um að borða. „Lyktin er sú rétta og bragðið er gott,“ sagði sendi- herrann og gæddi sér á fiski og frönskum. Hann rómaði framtak þetta og sagðist þekkja vel frá Bretlandi hve mikilla vinsælda réttur þessi nyti þar. Sagði jafnframt að það væri ekki ósennilegt að hann kæmi öðru hvoru í framtíðinni í vagninn og fengi sér í svanginn. Vildum breskt bragð  Sendiherrann var svangur  Fish and chips í Vesturbugt fær góðar viðtökur  Feiti, orly-deig og baunastappa Morgunblaðið/ Sigurður Bogi Fiskimenn Pétur Björnsson, Höskuldur Ásgeirsson, Stuart Gill, sendiherra Breta á Íslandi, og Benedikt Sveinsson. Sígilt Fiskur, franskar og grænt baunamauk úr dós. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það hefur verið tekin ákvörðun um að Íslandi verði ekki boðið á fundi sem umsóknarríki taka vanalega þátt í,“ segir Janis Berz- ins, talsmaður Lettlands sem for- mennskuríkis ESB. Að sögn Berzins er hér um að ræða fyrstu breytinguna á verk- ferlum hjá Evrópusambandinu í kjölfar bréfs Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til sambandsins 12. mars sl. Þetta sé ákvörðun formennskuríkisins. Berzins segir aðspurður ekki hægt að segja til um hvenær og þá hvort frekari breytingar verða gerðar á umræddum verkferlum. Lettar fara með formennsku í ESB til 30. júní næstkomandi þeg- ar Lúxemborg tekur við keflinu. Engin áform um viðræður Sem kunnugt er skrifaði Gunnar Bragi í bréfinu að það væri „bjargföst afstaða ríkisstjórnar- innar að ekki skuli líta á Ísland sem umsóknarríki ESB“ og að ríkisstjórn Íslands liti „svo á að rétt sé að ESB lagi verklag sitt að þessu“. „Ríkis- stjórn Íslands hefur engin áform um að hefja aðildar- viðræður að nýju,“ sagði m.a. í bréfinu. Ísland var í gær enn flokkað sem umsóknarríki á vef sam- bandsins. Talsmaður stækkunar- deildar ESB vísar á samþykkt í ráðherraráði ESB hinn 21. apríl sl. Eins og komið hefur fram sam- þykkti ráðið við það tilefni svar- bréf ritað af Edgars Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands, sem nú fer með formennsku í ESB. Sagði í bréfinu að tekið yrði mið af afstöðu íslenskra stjórnvalda, ásamt því sem breytingar á verk- ferlum yrðu skoðaðar. Hjá Maju Kocijancic, talsmanni Johannes Hahns, sem fer með stækkunarmál hjá ESB, fengust þær upplýsingar að vefritið Poli- tico hefði ranglega haft eftir tals- manni ESB að aðildarumsókn Ís- lands „yrði tæknilega opin næstu tvö ár“. ESB tjáði sig ekki um einstakar fréttir. Ísland tekið af boðslista ESB  Íslandi ekki lengur boðið á fundi sem umsóknarríki  Svar við áréttingarbréfi Janis Berzins Fyrstu sex dagar þessa maímánaðar nú eru þeir sólríkustu í Reykjavík frá því að sólarmælingar hófust fyrir um 90 árum. Þetta kemur fram í bloggi Sigurðar Þórs Guðjónssonar (nimbus.blog.is). Hinn 6. maí skein sólin í 16,1 klukkustund sem var lengur en nokkru sinni frá því að sól- skinsmælingar hófust. Eldra met var 15,8 klukkustundir. Daginn áður, 5. maí, var einnig slegið sólarmet en þá skein sólin í 16,0 stundir en fyrra met var 15,7 stundir. 4. maí skein sólin í 15,7 stundir en áður hafði hún skinið lengst í 15,6 stundir. Sólskinið hinn 3. maí sl. jafnaði fyrra met og naut sólar í 16,0 stundir þann dag. Sól var ekki gengin til viðar í gær þegar punkturinn var settur aftan við þessa frétt í glampandi sól. Sól- skinsmetið hinn 7. maí var 16,1 klukkustund. Veðurspáin gerði ráð fyrir því að heiðskírt yrði að morgninum í dag og svo léttskýjað fram eftir degi á höfuðborgarsvæðinu. Kuldi norðan úr höfum Kalt hefur verið á landinu það sem af er mánuðinum og hitinn talsvert undir meðallagi. Fyrstu fimm daga mánaðarins var meðalhitinn í Reykjavík heil þrjú stig undir með- allagi þessarar aldar en 2,3 stig und- ir meðallagi áranna 1961-1990. Á Akureyri er meðalhitinn -0,1 stig, eða þrjú stig undir meðallagi áranna 1961-1990. Meðalhitinn á svæðinu frá Skagafirði og austur og suður um til sunnanverðra Austfjarða hef- ur verið undir frostmarki. Trausti Jónsson, veðurfræðingur, skrifaði í bloggi sínu (trj.blog.is) að kuldinn þessa dagana ætti uppruna sinn í Norður-Íshafi. „Þegar hlýna tekur á vorin gerist það fyrst yfir meginlöndunum og hinir stóru kuldapollar vetrarins hörfa til norð- urs og setjast gjarnan að yfir Norð- ur-Íshafi. Þar skjóta þeir öngum í ýmsar tilviljanakenndar áttir – og svo vill til að þessa dagana liggur einn anginn til okkar,“ skrifaði Trausti. Hann benti á það á Face- book-síðu Hungurdiska að mið- vikudagurinn 6. maí hefði verið þriðji dagurinn í röð með landsmeð- alhita í byggð undir frostmarki. Trausti skrifaði einnig að átta maí- mánuðir hefðu byrjað kaldari í Reykjavík síðustu 67 ár en nú. gudni@mbl.is Sólskinsmet sett í Reykjavík í maíbyrjun  Maímánuður hefur verið sólríkur fyrir sunnan  Kalt hefur verið á landinu og hiti undir meðallagi Morgunblaðið/Kristinn Sól, sól skín á mig Fyrstu dagarnir í maí hafa verið sólríkari á höfuðborg- arsvæðinu en dæmi eru um frá því að mælingar hófust fyrir um 90 árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.