Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2015 Dásamlega falleg föt, skór og fylgihlutir fyrir mikilvægasta fólkið... Opið: Þri. - föst. 10-18 laugardaga 11-16 facebook.com/biumbiumstore | Instagram: @biumbiumstore Síðumúla 13 | 108 Reykjavík | Sími 571-3566 Eftirköst hrunsins eru marg-vísleg og ekki er hægt að áætla af öryggi hversu lengi þau vara eða hvernig þau birtast. Í reiðikasti kusu menn yfir sig Jó- hönnu og Steingrím og töfðu efna- hagslega endurreisn verulega með því tiltæki.    Svo kom Gnarr ogtók sig prýði- lega út í peysuföt- unum. Prófessor í stjórnmálafræði sagðist hafa gert rannsókn sem sýndi að Gnarr hefði lagt hinar „stóru lín- ur“ í stjórnmálum höfuðborg- arinnar. Það var bæði gott og fróð- legt að heyra og kannski verður einhvern tíma upplýst hverjar þær voru.    Svo mælast Píratar með bullandibólufylgi fyrir að hafa ekki tekið afstöðu til nokkurs máls í þinginu, svo séð verði, og vísa til reynsluheims síns í tölvuleikjum í umræðum.    Og svo er það Feneyjatvíæring-urinn. Á meðan hún slitnaði ekki slefan á milli íslenskra stjórn- valda og landa þeirra í útrásinni fóru út flugvélafarmar í kampa- vínsboðin þar, sem enginn annar sótti. Nú snýst allt á Íslandi um múslíma, enda þykja þeir einkar aðlaðandi sumir um þessar mundir. Menntamálaráðuneytið segir að það veki verðuga athygli á Íslandi að fá svissneskan listamann til að delera í Feneyjum fyrir landsins hönd. Það hefði verið létt að finna innfæddan til að sjá um það. Enn er þó ekki vitað hvaða íslenskur lista- maður verður fulltrúi Sviss þar ytra.    Viðmælandi fjölmiðils í stór-markaðnum var spurður um málið og sá sagðist ekki þekkja neitt til Feneyjatíeyringsins. Von- andi taka fleiri undir það. Týndi tíeyringurinn STAKSTEINAR Veður víða um heim 7.5., kl. 18.00 Reykjavík 3 léttskýjað Bolungarvík 0 alskýjað Akureyri -1 skýjað Nuuk 6 léttskýjað Þórshöfn 3 skúrir Ósló 10 skýjað Kaupmannahöfn 12 skýjað Stokkhólmur 13 léttskýjað Helsinki 10 skýjað Lúxemborg 13 heiðskírt Brussel 15 léttskýjað Dublin 10 skýjað Glasgow 11 léttskýjað London 16 léttskýjað París 15 heiðskírt Amsterdam 15 léttskýjað Hamborg 13 léttskýjað Berlín 15 léttskýjað Vín 20 léttskýjað Moskva 15 heiðskírt Algarve 21 heiðskírt Madríd 28 heiðskírt Barcelona 20 léttskýjað Mallorca 22 heiðskírt Róm 27 léttskýjað Aþena 28 heiðskírt Winnipeg 8 alskýjað Montreal 22 léttskýjað New York 25 heiðskírt Chicago 27 skýjað Orlando 27 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 8. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:36 22:13 ÍSAFJÖRÐUR 4:22 22:38 SIGLUFJÖRÐUR 4:04 22:21 DJÚPIVOGUR 4:01 21:47 Sóknarbörn í Keflavíkur- prestakalli kjósa í dag um nýjan sóknarprest. Að- eins einn prestur sótti um, séra Erla Guðmunds- dóttir sem er safnaðarráðinn prestur í sókn- inni. Embætti sóknarprests var aug- lýst laust til umsóknar eftir að séra Skúli Sigurður Ólafsson fór til starfa í Reykjavík. Stuðningsmenn sr. Erlu söfnuðu liði og óskuðu eftir almenn- um prestskosningum til þess að geta tryggt það að hún yrði ráðin. Svo fór að hún var eini umsækjandinn. Samkvæmt starfsreglum þjóð- kirkjunnar ber biskupi að skipa Erlu í embættið ef hún fær meirihluta greiddra atkvæða. Ekki eru nein ákvæði um lágmarksþátttöku. Þrátt fyrir aðstæður virðist vera stemning fyrir kosningunni í sókn- inni. Um 300 manns mun hafa greitt atkvæði utan kjörfundar. Kosið er í Oddfellowhúsinu í Reykjanesbæ, klukkan 13 til 20 í dag. helgi@mbl.is Erla Guðmunds- dóttir Séra Erla ein í kjöri  Kosið um sóknar- prest Keflvíkinga „Við stefnum að því að byrja hérna úti á Faxaflóa, líkt og áður. Síðan verður að koma í ljós hvort við höld- um á önnur mið. Mér finnst það lík- legra, miðað við hvernig ástandið var í fyrra,“ segir Gunnar Berg- mann Jónsson, framkvæmdastjóri IP útgerðar ehf. sem gerir út Hrafn- reyði KÓ-100 til hrefnuveiða. Gunnar reiknar með að hefja veið- ar um helgina eða í byrjun næstu viku. Þá verði kominn nægur mann- skapur til að manna skipið. Skipið fór í reynslusiglingu fyrir síðustu helgi. Gunnar segir að lítið líf hafi verið í Flóanum þá. Þá hafi það dregið úr að ekki hafi verið neitt sér- stakt sjóveður síðustu daga. Ryksugar Flóann Hafrannsóknastofnun hefur mælt með að heimilaðar verði veiðar á um 230 hrefnum á landgrunni Íslands en á undanförnum árum hefur að- eins tekist að veiða um þriðjung þess. Á síðasta ári veiddust aðeins 24 hrefnur. Það segir Gunnar að sé allt of lítið fyrir markaðinn hér. Veiðarnar á Faxaflóa gengu ágæt- lega eftir að þær hófust rétt fyrir miðjan maí í fyrra og fram undir mán- aðamót. Eftir það fór að draga úr. „Þegar makríll- inn kom inn á Flóann var von- laust að eiga við dýrin. Makríllinn er í samkeppni við hrefnuna og hefur betur. Hann ryksugar Faxa- flóa. Þegar ekki er nóg fæða fyrir hrefnuna verður hún styggari og fer annað. Markmiðið hjá okkur í sumar er að fara norður þegar þetta ger- ist,“ segir Gunnar. Hrefnukjöt er markaðssett sem grillvara yfir sumarið og hefur verið vinsælt. Gunnar segir að vegna lé- legra veiða í fyrra hafi ekki verið hægt að dreifa kjöti í verslanir frá því í fyrrahaust. Það sem til var hafi farið til veitingastaða í vetur og sömuleiðis norska hrefnukjötið sem flutt var til landsins. Gunnar segir að veitingamenn hafi tekið vel við og vilji bjóða gestum sínum upp á þessa rétti. helgi@mbl.is Hrefnuveiðar hefjast næstu daga Hrefnusteik á grillinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.