Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 35
1974. Það þótti nú bara býsna gott hjá félagi sem hafði verið stofnað ár- ið áður. Ég skipti svo yfir í Þrótt á ung- lingsárum og lék með Þrótti til 1985. Árið 1986 fór ég til Noregs og spilaði með Viking Stavanger í eitt ár. Eftir þá dvöl lá leiðin heim og ég skipti yf- ir í Fram og lék með meistaraflokki félagsins á árunum 1987-1993. Þetta var frábær og skemmtilegur tími enda gullaldartímabil Framara und- ir stjórn Ásgeirs Elíassonar heitins. Við urðum Íslandsmeistarar 1988 og 1990, bikarmeistarar 1987 og 1989, Reykjavíkurmeistarar 1992 og 1993, Íslandsmeistarar innanhúss 1987, 1988, 1990 og 1991 og meistarar meistaranna 1987 og 1989.“ Pétur var valinn leikmaður meist- araflokks Fram árið 1991. Hann lék með öllum yngri landsliðunum og lék 28 A-landsleiki. Loks þjálfaði hann og lék með meistaraflokki Leiknis á árunum 1994-96. Starfsferill Pétur var á námssamningi í húsa- smíði hjá Byggingafélaginu Röst 1982-86. Hann hóf störf hjá Slökkvi- liði Reykjavíkur vorið 1987 sem síð- ar breyttist í Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins (SHS). Pétur var slökkviliðs- og sjúkra- flutningamaður til 2000, hóf nám í tölvunarfræði í Danmörku það ár og útkskrifaðist sem kerfisfræðingur árið 2002. Hann kom síðan aftur til starfa hjá SHS og er nú deildar- stjóri tölvudeildar SHS. Árið 2005 fór Pétur til Kabúl og var friðargæsluliði á flugvellinum í Kabúl í þrjá mánuði. Pétur er alvöru útivistarmaður. Hann leikur golf, fer á skíði, stundar hjólreiðar, sjósund, stangveiði og skotveiði og yfirleitt flest það sem menn iðka undir berum himni. „Fjölskyldan á hús á Siglufirði sem við reynum að dvelja í eins oft og við höfum tíma til, sérstaklega yf- ir vetrarmánuðina. Á Siglufirði er eitt besta skíðasvæði landsins og þangað fer því fjölskyldan á skíði eins oft og við mögulega getum.“ Fjölskylda Eiginkona Péturs er Rósa Vilborg Jóhannsdóttir, f. 20.9. 1965, gjald- keri hjá PricewaterhouseCoopers (PwC). Foreldrar hennar eru Jó- hann Vilbergsson, f. 20.3. 1935, leigubílstjóri, og Sigríður Sigurð- ardóttir, f. 2.10. 1938, húsfreyja. Þau eru bæði frá Siglufirði. „Ég kynntist konunni minni eitt fallegt sumarkvöld í Hollywood sem þá var vinsæll skemmtistaður í Reykjavík. Við byrjuðum að rugla saman reytum, giftum okkur árið 1988 og eigum tvo flotta stráka í dag sem við ættleiddum frá Indlandi.“ Synir Péturs og Rósu Vilborgar eru Atli Steinn Sougato, f. 1.3. 2004, og Pétur Máni Arko, f. 3.7. 2009. Systkini Péturs eru Róbert Arn- þórsson, f. 25.11. 1969, umsjónar- maður fasteigna hjá Félagsstofnun stúdenta, búsettur í Reykjavík, og Guðrún Sylvía Arnþórsdóttir, f. 27.4. 1977, en hún starfar í bókhaldsdeild hjá Fjárvaki, búsett í Reykjavík. Foreldrar Péturs eru Arnþór Stefánsson, f. 13.9. 1949, leigubíl- stjóri, búsettur í Reykjavík, og Bertha Biering, f. 9.6. 1947, skrif- stofukona hjá skóla- og frí- stundasviði Reykjavíkurborgar, bú- sett í Reykjavík. Úr frændgarði Péturs Wilhelms Bierings Arnþórssonar Pétur Wilhelm Biering Arnþórsson Gíslína S. Einarsdóttir húsfr. í Rvík Guðmundur V. Sigurðsson gullsmiður í Rvík Sigríður E. Guðmundsdóttir starfsm. á slysadeild í Rvík Pétur Wilhelm Biering kaupm. í Rvík Bertha Biering skrifstofum. í Rvík Þorbjörg Sæmundsdóttir húsfr. í Reykjavík Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fisk Hendrik Biering kaupm. í Rvík Anna M. Guðmundsdóttir húsfr. í Rvík Ragnar Þorkell Guðmundsson skipstj. í Reykjavík Kristjana Ragnarsdóttir húsfr. í Rvík Stefán Guðmundsson leigubílstj. í Rvík Arnþór Stefánsson leigubílstj. í Rvík Jóhanna Einarsdóttir húsfr. í Rvík Guðmundur Sveinbjörnsson búsettur í Rvík Moritz Wilhelm Biering skósmiður í Rvík Síldarveisla Pétur og tengdapabbi, Jóhann Vilbergsson, á Siglufirði. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2015 • Fullkomin forgreiningarstöð. Forgreining segir okkur flest allt um ástand bílsins og gæði. • Sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur VW og Skoda. • Hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi. • Starfsleyfi til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. REGLULEGT VIÐHALD HÆKKAR ENDURSÖLUVERÐ forðastu verðrýrnun bílsins og pantaðu tíma í forgreiningu Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Pétur Bergmann Árnasonfæddist á Bjargi við Bakka-fjörð 8.5. 1924. Foreldrar hans voru Árni Friðriksson útvegs- bóndi og k.h., Petrína Pétursdóttir húsfreyja. Systkini Péturs voru Eyþór Bergmann sjómaður; Friðmar Bachmann sjómaður; Sigurður framkvæmdastjóri og Guðrún Mar- grét húsfreyja. Eiginkona Péturs var Sigríður Guðmundsdóttir frá Kolsholtshelli í Flóa, húsfreyja og skrifstofumaður, en hún lést 1989. Pétur og Sigríður eignuðust sex syni; Árna Bergmann rafvirkja- meistara; Kristin, fyrrv. alþm. og framkvæmdastjóra; Bjartmar fram- kvæmdastjóra; Baldur viðskipta- fræðing MSA; Brynjar Bergmann nuddara og Ómar sjávarútvegs- fræðing. Sambýliskona Péturs var Elly S. Höjgaard húsfreyja. Pétur ólst upp á Höfn við Bakka- fjörð, lærði húsgagnasmíði í Reykjavík en stundaði einnig nám í orgelleik og kórstjórn hjá Páli Kr. Pálssyni og Sigurði Birkis. Að námi loknu hélt Pétur aftur á Bakkafjörð þar sem hann bjó alla tíð ásamt fjölskyldu sinni. Pétur keypti herflutningabíl með fjórhjóladrifi og stundaði rekstur vörubifreiðar, oft við afar erfiðar aðstæður enda flestar ár óbrúaðar. Hann var rafveitustjóri hjá Raf- magnsveitum ríkisins á Bakkafirði um langt árabil. Þá var hann organisti og kórstjóri við Skeggja- staðakirkju í tæp fjörutíu ár. Pétur gegndi fjölda nefnda- og trún- aðarstarfa enda með afbrigðum fjölhæfur maður. Tónlistin var Pétri afar hug- leikin. Hann var lipur harmonikku- leikari, lék oft fyrir dansi í sinni beimabyggð og spilaði við ýmis tækifæri frá unga aldri. Þá stund- aði hann sjómennsku, húsasmíði, húsgagnasmíði og var afbragðs út- skurðarmaður og þóttu hlutir frá honum afar vandaðir og prýða þeir heimili afkomenda hans og ann- arra. Pétur lést 19.2. 2013. Merkir Íslendingar Pétur B. Árnason 90 ára Laufey Júlíusdóttir 85 ára Finnbogi Jóhannsson Gunnlaugur Kristjánsson Heiður Gestsdóttir Laufey Þorleifsdóttir 80 ára Einar Jónsson Ragnheiður Runólfsdóttir 75 ára Cyril Edward W. Hoblyn Guðrún Kristjánsdóttir Jenný Bergljót Sigmundsdóttir Magnea Jóhannesdóttir 70 ára Bryndís A. Ólafsdóttir Guðlaug Oddgeirsdóttir Heiðrún Helga Karlsdóttir Ingolf J. Ágústsson Sigmundur Birgir Júlíusson 60 ára Ásgeir Sigurvinsson Björn Aðalsteinsson Eysteinn Þórir Yngvason Grétar Kristjánsson Hildur Gunnarsdóttir Jóna Björg Pálsdóttir Magnea Herborg Jónsdóttir Rúnar Þröstur Magnússon Sigurður Ágúst Rúnarsson Stanislaw Adam Piekarski Þórir Sigursteinsson 50 ára Ásgeir Þór Ingason Björn H. Sigurbjörnsson Elín Ingibjörg Ingvadóttir Elísabet Rafnsdóttir Ingibjörg Herta Magnúsdóttir Magnús Ingi Erlingsson Sigríður Jónsdóttir Sigrún Sverrisdóttir Sigurður Rúnar Ólafsson Una Guðlaug Haraldsdóttir Vilhelmína Thorarensen Walter Moffka Þórhallur S. Jónsson 40 ára Arnar Sigurðsson Eiríkur Arnar Magnússon Engilbert Ágúst Óskarsson Eva Dögg Júlíusdóttir Gabriela S. A. Antonio Medina Grzegorz Wojciech Kostuch Gylfi Bergmann Heimisson Helga Hafdís Gísladóttir Jósef Eir Björnsson Kjartan Halldórsson Klara Ósk Hallgrímsdóttir Rögnvaldur Stefán Helgason Svanhildur D. Hrólfsdóttir Sylwia Olga Wozniel Vignir Friðbjörnsson 30 ára Daniel Chwaszczynski Daníel Terrazas Hafþór Ari Sævarsson Hallgrímur A. Ingvarsson Hanna Ulla Jaervinen Helga Irma Sigurbjörnsdóttir Hildur Helgadóttir Ingveldur Kristjánsdóttir Íris Hrönn Magnúsdóttir Karitas Rós Einarsdóttir Kolbeinn Karlsson Sólberg Bjarki Valdimarsson Una Guðlaug Sveinsdóttir Valgerður Pétursdóttir Þorgrímur Kolbeinsson Til hamingju með daginn 30 ára Sunja ólst upp í Vestmannaeyjum, býr á Selfossi, lauk prófum í matreiðslu í Noregi og er að hefja nám í matar- tækni. Sunja hefur unnið í fatabúð, fisk- og humar- vinnslu, við blaðaútburð og í minkabúi. Foreldrar: Guðríður Steindórsdóttir, f. 1956, nemi við Háskólann í Reykjavík, og Gunnar Kristinn Þorvaldsson, f. 1945, d. 2009, rafvirki. Oddný Sunja Gunnarsdóttir 40 ára Sigurbára er frá Vestmannaeyjum, er stúdent frá FÍV og hús- móðir á Stokkseyri. Maki: Guðni Hannesson, f. 1970, dúkari. Börn: Hannes, f. 1997, Daníel, f. 1998, Guðjón, f. 2003, og Kristinn Georg, f. 2011. Foreldrar: Óskar Krist- insson, f. 1944, sjómaður og Guðfinna Georgsdóttir, f. 1950, vinnur á elliheim- ili í Vestmannaeyjum. Sigurbára Óskarsdóttir 30 ára Bjarni er frá Grenivík, býr í Reykjavík og er ráðgjafi hjá KPMG. Maki: Hafdís Huld Björns- dóttir, f. 1986, sérfræð- ingur hjá VÍS. Börn: Elísa Eyfjörð, f. 2012. Foreldrar: Friðrik Þor- steinsson, f. 1947, útgerð- armaður og húsasmíða- meistari, og Kristjana Björg Hallgrímsdóttir, f. 1949, húsmóðir, bús. á Grenivík. Bjarni Eyfjörð Friðriksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.