Morgunblaðið - 16.05.2015, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015
Líklega þyrfti tvær stórvirkjanirá borð við Kárahnjúka til að
framleiða næga orku fyrir sæ-
streng til Bretlands. Náttúruspjöll
eru óhjákvæmileg
og áhættuþættir
fjölmargir. Þetta er
meðal þess sem
fram kemur í pistli
Sveins Valfells,
eðlisfræðings og
hagfræðings, á við-
skiptavef mbl.is.
Þar segir einnig að mikil og örþróun eigi sér nú stað í orku-
framleiðslu, geymslu og dreifingu
þannig að kostir Breta til að upp-
fylla orkuþörf gætu orðið marg-
víslegir.
Sveinn bendir á að orkuverð á Ís-landi myndi hækka með sæ-
streng og fjármunir flytjast úr vasa
innlendra kaupenda inn í stórfyrir-
tæki á borð við Landsvirkjun. Og
hann spyr hvort víst sé að ávinning-
urinn myndi skila sér til eigend-
anna.
Hann nefnir í því sambandi fjár-festinn Warren Buffet sem
vari oft við framkvæmdagleði
stjórnenda, „þeirri áráttu að búa til
verkefni með óvissa arðsemi án
þess að skeyta um hagsmuni eig-
enda“.
Sveinn leggur áherslu á óvissunaog segir að um sæstreng sé að-
eins hægt að fullyrða eitt, að hann
muni „gjörbreyta atvinnulífi og
ásjónu Íslands og hækka orkuverð
hér á landi. En ábatinn er óviss og
kannski minni en enginn.“
Hann bætir við: „Ef af verður eróþægilega líklegt að á hundr-
að ára afmæli Landsvirkjunar verði
fyrirtækið og fólkið í landinu enn
að rétta úr kútnum vegna sæ-
strengsævintýrisins.“
Sveinn Valfells
Sykki fleira en
sæstrengurinn?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 15.5., kl. 18.00
Reykjavík 9 léttskýjað
Bolungarvík 5 alskýjað
Akureyri 10 skýjað
Nuuk 0 alskýjað
Þórshöfn 7 þoka
Ósló 12 heiðskírt
Kaupmannahöfn 12 heiðskírt
Stokkhólmur 7 heiðskírt
Helsinki 7 heiðskírt
Lúxemborg 17 léttskýjað
Brussel 15 heiðskírt
Dublin 15 skýjað
Glasgow 11 skúrir
London 16 léttskýjað
París 15 skýjað
Amsterdam 12 léttskýjað
Hamborg 12 léttskýjað
Berlín 16 heiðskírt
Vín 15 alskýjað
Moskva 10 skúrir
Algarve 28 heiðskírt
Madríd 22 heiðskírt
Barcelona 20 léttskýjað
Mallorca 22 léttskýjað
Róm 22 léttskýjað
Aþena 25 heiðskírt
Winnipeg 12 léttskýjað
Montreal 16 alskýjað
New York 20 heiðskírt
Chicago 21 skýjað
Orlando 26 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
16. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:10 22:39
ÍSAFJÖRÐUR 3:49 23:10
SIGLUFJÖRÐUR 3:31 22:54
DJÚPIVOGUR 3:33 22:15
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
ÁTVR hafnar alfarið niðurstöðum
skýrslu Clever data um að áfengis-
verslanir ríkisins hafi ekki skilað eig-
inlegum hagnaði á föstu verðlagi árið
2014. Í skýrslunni segir að tóbakssala
ÁTVR niðurgreiði áfengissöluna.
Mikill rekstrarhagnaður er af tóbaks-
sölu. Í yfirlýsingu ÁTVR kemur hins
vegar fram að lögum samkvæmt séu
vínbúðir ÁTVR reknar sem ein heild.
Því sé smásala áfengis og heildsala
tóbaks ekki aðgreind í rekstri fyrir-
tækisins eða bókhaldi. Fram kemur
þó að kostnaður vegna áfengis- og
tóbakshlutans sé ekki sundur-
greindur á milli áfengis- og tóbaks-
hlutans í bókhaldi. Hins vegar sé
kostnaður vegna vörunotkunar
áfengis annars vegar og tóbaks hins
vegar aðgreindur í rekstrinum og
sundurliðaður í ársreikningi. „Rétt er
að benda á að ÁTVR ræður ekki
álagningu sinni á áfengi og tóbak,“
segir m.a. í tilkynningunni og er vísað
í lög þess efnis að Alþingis sé að
ákveða álagningu á sölu áfengis og
tóbaks. Sjá má af ársreikningi ÁTVR
að heildsala tóbaks skilar hlutfalls-
lega meiri hagnaði en smásala áfeng-
is. „Munurinn ræðst fyrst og fremst
af ákvörðun Alþingis um álagningu,
sem áður er vísað til, og eins því að
eðli máls samkvæmt kallar smásala
áfengis á talsvert fleiri handtök og
meira umstang en heildsala á tóbaki,“
segir í tilkynningunni.
Gagnrýnir aðferðafræðina
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoð-
arforstjóri ÁTVR, telur að greining
Clever data byggist ekki á rauntölum
heldur gefi fyrirtækið sér kostnað við
umsýslu tóbaks og áfengis. „Rekst-
urinn er ein heild lögum samkvæmt
og það er ekki svo að hægt sé að segja
að ákveðinn hluti kostnaðar sé vegna
tóbaks og ákveðinn hluti sé vegna
áfengis,“ segir Sigrún Ósk.
Rekstur
ÁTVR er
ein heild
ÁTVR gagnrýnir
skýrslu Clever data
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS