Morgunblaðið - 16.05.2015, Side 18

Morgunblaðið - 16.05.2015, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015 Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. maí 2015, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. maí 2015 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. maí 2015, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skila- skylda aðila, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetra- gjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis, veiðigjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur tekjuskattur manna, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekjuskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur, ofgreiddar vaxtabætur og útvarpsgjald. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 19.100 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.000 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungas- katt mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. maí 2015 Tollstjóri Sýslumaðurinn á Vesturlandi Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Sýslumaðurinn á Austurlandi Sýslumaðurinn á Suðurlandi Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Suðurnesjum Gunnlaugur Árnason Stykkishólmi Við hátíðlega athöfn á Dvalarheim- ili aldraða í Stykkishólmi á upp- stingingardag var tilkynnt að bæj- arstjórn Stykkishólms hefði kjörið Georg Breiðfjörð Ólafsson heiðurs- borgara Stykkishólms. Georg náði þeim einstaka áfanga að verða 106 ára 26. mars sl. og hefur enginn karlmaður á Íslandi áður náð jafni háum aldri Einn íbúi Stykkishólmsbæjar hefur áður náð þeim aldri en það var María Andrésdóttir sem var kjörin heiðursborgari 1959. Þegar María féll frá 3. september 1965 var hún 106 ára og 43 daga gömul. Hinn 9. maí náði Georg Breiðfjörð Ólafsson því marki og er elsti ein- staklingur sem hefur búið í Stykk- ishólmi. Af því tilefni bauð bæjarstjórn Stykkishólms til samkomu þar sem Georg var veitt viðurkenningin og var þar saman komin fjölskylda hans og nánir gestir. Langlífi í ættinni Georg fæddist og ólst upp í Ak- ureyjum á Gilsfirði, en hefur búið í Stykkishólmi og næsta nágrenni í 88 ár. Hann giftist Þorbjörgu Júl- íusdóttur og dó hún árið 1984. Þau eignuðust þrjá syni. Í ávarpi Sturlu Böðvarssonar bæjarstjóra við þetta tækifæri kom fram að langlífi hefur verið í ætt- inni, en báðar ömmur Georgs urðu 95 ára. Móðuramman lést 1938 og hefur það verið mjög hár aldur á þeim tíma. Hann sagði einnig að Georg hefði verið eftirsóttur til vinnu, fyrir vandvirkni, handlagni og útsjónarsemi Hann starfaði við skipasmíðar um áratugi, bæði við- gerðir og nýsmíði. Starfsferilinum lauk hann í Skipasmíðastöðinni Skipavík árið 1984. Georg er enn hress í anda og fylgist með hinu daglega lífi, en sjónin er farin að daprast þegar aldurinn er farinn að segja til sín. Georg kjörinn heiðursborgari  Hefur lifað lengst karlmanna á Íslandi og er nú elstur allra Hólmara fyrr og síðar  Er enn hress í anda Með sonunum Georg Breiðfjörð Ólafsson, heiðursborgari Stykkishólms, með sonum sínum þremur, Gylfa, Júlíusi og Ágústi í veislunni. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Heiðursborgari Hafdís Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar Stykkishólms af- hendir Georgi heiðursborgaraskjalið við hátíðlega athöfn. Tekin var fyrsta skóflustungan fyrir nýbyggingu við Norðlingaskóla í gær. Nemendur skólans ásamt kenn- urum og starfsfólki sáu um verkið en hluti byggingarinnar mun verða nýttur til kennslu fyrir miðstig skól- ans. Ólafur Páll Snorrason, fram- kvæmdastjóri BS eigna ehf. og eig- andi byggingarinnar, segir hana verða 2.300 fermetra í heild en hún verði staðsett 150 metra frá skól- anum. Efri hæð húsnæðisins sem er 1.155 fermetrar, verði leigð til Reykjavíkurborgar. Hæðin verði nýtt fyrir kennslu og undir skrif- stofur kennara. Með þessu nýja hús- næði muni skólinn hætta að notast við færanlegar húsnæðiseiningar við kennslu. Önnur starfsemi á neðri hæð Áætlað er að skólabyggingin verði tekin í notkun strax í byrjun ársins 2016 en Ólafur segir óákveðið hvers konar starfsemi verði leigð út á neðri hæðinni. „Þar mun ég reyna að aðlaga húsið starfsemi skólans, kannski skoða léttan iðnað eða í raun bara litla heildsölu, lager fyrir einyrkja eða svoleiðis. Ég mun reyna að stýra því þannig að það henti vel fyrir skól- ann,“ segir Ólafur. brynjadogg@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Nýbygging Það voru kátir og vel útbúnir nemendur Norðlingaskóla sem tóku fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu við skólann í gær. Nemendurnir tóku fyrstu skóflustungu nýrrar byggingar  Nýtt húsnæði leysir af hólmi færanlegar húsnæðiseiningar Teikning Efri hæð húsnæðisins mun geyma skrifstofur og kennslustofur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.