Morgunblaðið - 16.05.2015, Síða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015
SEPT O AID eru þurrfrystar örverur tilbúnar til
að brjóta niður allan lífrænan úrgang í rotþróm.
Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000
Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.
KOMDU ROTÞRÓNNI
Í LAG MEÐ
SEPT-O-AID
UMHVER
FISVÆN
VARA F
RÁ KEM
I
Samsetning 13 mismunandi örvera hjálpar til að vinna á og minnka fastan úrgang
og breyta í fljótandi form ásamt því að eyða allri ólykt frá rotþrónni. Einfalt í notkun;
sett í klósettskálina og beðið í 20 mínútur, því næst er efninu skolað niður.
seinasta árs kaupir annað hvert ung-
menni hversdagsföt erlendis. Hlut-
fallið er um 43% þegar kemur að
íþróttavörum.
„Við sjáum að markaðshlutdeildin
erlendis er að vaxa á meðan markaðs-
hlutdeildin hér innanlands er að
minnka,“ sagði Finnur á fundinum –
ómyrkur í máli – og bætti við:
„Þegar verið er að tala um að búa
til störf, þá eru þau búin til í Glasgow,
London og Boston af stjórnvöldum
hér heima.“
Samtök verslunar og þjónustu hafa
lagt til, líkt og Finnur, að virðisauka-
skattur á fatnaði verði færður í neðra
þrepið. Fatnaður og skór bera 24%
virðisaukaskatt, sem var lækkaður
um áramótin úr 25,5%.
Endurskoða tollakerfið
Þá hefur Bjarni Benediktsson fjár-
málaráðherra boðað heildarendur-
skoðun á tollakerfinu og er þá horft
sérstaklega til tolla á föt.
„Við höfum þegar ákveðið að skoða
stöðu verslunar og þjónustu í land-
inu, í framhaldi af þeim stóru skref-
um sem stigin voru með afnámi vöru-
gjaldanna. Við höfum fengið skýrar
vísbendingar um að fataverslun sé í
auknum mæli að færast út fyrir land-
steinana og það er nauðsynlegt að
skoða hversu þungt opinber gjöld
vega í því,“ sagði Bjarni við Morg-
unblaðið fyrr á árinu.
Íslensk fataverslun
að færast úr landinu
Forstjóri Haga segir ríkið skapa störf í erlendum borgum
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Sala Fataverslun hefur ekki náð sér á strik eftir hrun. Svo virðist sem Ís-
lendingar séu á nýjan leik farnir að kaupa föt í erlendum verslunarborgum.
Dró úr vexti í apríl
» Heldur hægði á þeim vexti
sem verið hefur í sölu smá-
söluverslana undanfarna mán-
uði í apríl síðastliðnum, sam-
kvæmt upplýsingum frá
Rannsóknasetri verslunar-
innar.
» Þannig dróst velta dag-
vöruverslana saman um 4,0%
að raunvirði.
» Leiðrétt fyrir vikudaga- og
árstíðabundna þætti jókst sal-
an um 0,4% frá aprílmánuði í
fyrra.
FRÉTTASKÝRING
Kristinn Ingi Jónsson
kij@mbl.is
Fataverslun hefur ekki náð sér á
strik eftir hrun. Verslunin hefur ein-
kennst af samdrætti og stöðnun á
sama tíma og nokkur heilbrigður
vöxtur hefur verið í sölu matvara.
Þetta var á meðal þess sem fram
kom í máli Finns Árnasonar, for-
stjóra Haga, á fjárfestakynningu
vegna ársuppgjörs félagsins á mið-
vikudag. Hann sagði skilaboðin til
stjórnvalda vera skýr: Þau þyrftu að
grípa umsvifalaust til aðgerða ætluðu
þau að halda versluninni í landinu.
„Ég held það væri rétt í tengslum
við kjarasamninga að færa fatnað í
neðra þrep virðisaukaskattsins og
taka út alla tolla. Það myndi þýða
25% verðlækkun á fatnaði á Íslandi
sem myndi snúa þessari verslun heim
og styrkja hana,“ sagði Finnur.
Sala á fötum minnkaði um 2%
Samkvæmt upplýsingum frá
Rannsóknasetri verslunarinnar var
sala á fötum 2% minni í apríl síðast-
liðnum en í sama mánuði í fyrra. Þeg-
ar horft er til sölunnar síðustu fjóra
mánuði í samanburði við sömu fjóra
mánuði í fyrra kemur í ljós að sam-
anlögð raunvelta fataverslana á tíma-
bilinu hefur aukist um 3,9%.
Í samtali við Morgunblaðið bendir
Emil B. Karlsson, forstöðumaður
Rannsóknaseturs verslunarinnar, þó
á að þetta sé mun minni aukning í
samanburði við þann vöxt sem hefur
átt sér stað í öðrum tegundum sér-
vöruverslana.
Hann segir að bæði hafi netverslun
með föt færst í vöxt og þá séu skýrar
vísbendingar um að Íslendingar séu í
auknum mæli farnir að kaupa föt er-
lendis.
„Það eru alltaf sveiflur á milli mán-
aða en í heild hefur fataverslunin ekki
náð sér á strik eftir hrun,“ segir
hann.
Það mætti í raun segja að verslun
með föt væri sú eina sem ekki hefði
komist á flug á undanförnum árum.
Nokkuð stöðugur vöxtur hefur verið í
smásöluverslun, þó svo að veltan hafi
dregist lítillega saman í aprílmánuði.
Samkvæmt könnun sem Capacent
gerði fyrir Haga á haustmánuðum
Emil B.
Karlsson
Finnur
Árnason
● Heildarafli íslenskra fiskiskipa var um 75 þúsund tonn í apríl 2015, sem er 28
þúsund tonnum minni afli en í apríl 2014, samkvæmt nýjum tölu Hagstofu Íslands.
Munar þar mest um minni afla kolmunna og þorsks. Kolmunnaaflinn dróst saman
um tæp 40% og þorskaflinn um rúm 20% samanborið við apríl 2014.
Aflinn í apríl, metinn á föstu verði, var 20,2% minni en í aprílmánuði 2014. Á síð-
ustu 12 mánuðum hefur aflinn minnkað um 2,4%, sé hann metinn á föstu verði.
Afli fiskiskipa í apríl dregst saman í milli ára
Landsbankinn
hefur gengið að
tilboði danska
verktakafyrir-
tækisins Per
Aarsleff AS í
fyrirtækið Ístak
Ísland ehf. sem
verið hefur í
eigu dótt-
urfélags bankans frá árinu 2013.
Kaupverðið er trúnaðarmál.
Per Aarsleff AS er skráð á
Nasdaq OMX í Kaupmannahöfn
og eru árstekjur þess um 170
milljarðar íslenskra króna. Það
sinnir verktöku í mörgum lönd-
um, meðal annars Grænlandi, en
eftir kaupin á Ístak Ísland ehf.
mun það einnig sinna verkefnum
hérlendis.
Eftir söluna mun Ístak hf., sem
enn er í eigu Landsbankans,
áfram sinna samningsbundnum
verkefnum í Noregi en starfsem-
in í Noregi er enn í söluferli.
Danir kaupa
Ístak á Íslandi