Morgunblaðið - 16.05.2015, Page 30

Morgunblaðið - 16.05.2015, Page 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015 Tímarnir eru gam- alkunnir en þó sér- stakir. Verkalýðs- félögin setja fram háar kröfur sem lærð- ir hagfræðingar og ábyrgðaraðilar fyrir- tækja svo ekki sé tal- að um ríkisstjórnina, vísa út í hafsauga – segja þær ávísun á verðbólgu. Verði þær samþykktar þýði þær kjaraskerðingu ekki kjarabætur. Nú þurfi nýja þjóðarsátt. Á þessa leið hljóma ummæli margra þeirra sem spáð hafa í raungetu hagkerfisins til kjarabóta. Sá sem þetta ritar talaði og skrifaði í anda þessa boðskapar í aðdraganda þjóðarsáttar haustið 1985 um nauðsyn þess að semja um betri kjör í stað uppskrúfaðra, falsra launahækkana. Rökin voru veikt efnahagslíf sem svara myndi háum launakröfum með gengisfellingu og verðbólgu. Eftirtekjan yrði skamm- vinn og rýr. Árum seinna voru gerð- ir skynsamlegir samningar sem kenndir eru við þjóðarsátt. Gilda ekki sömu rök lengur? Hefur eitt- hvað breyst frá því í lok níunda ára- tugar sl. aldar? Vissu- lega. Umgjörð, samsetning og gang- virki efnahagskerfisins hafa gjörbreyst. Fisk- veiðistjórnunarkerfið er farið að skila um- talsverðum hagnaði til útgerðarmanna. Með auknum aflaheimildum mun hagnaðurinn að öðru óbreyttu vaxa enn. EES-samningur- inn hefur gert íslensks efnahagslíf fjölbreytt- ara, frjálsara og áræðnara, aukið samkeppnishæfni þess og opnað markaði áður lokaða. Ferðamannaiðnaðurinn hefur vaxið með leifturhraða og er nú orðinn ein vinnufrekasta og gjöfulasta út- flutningsgrein landsins. Krósett bankakerfið bólgnar út af krónu- eignum. Afkomutölur segja að flest svið íslensks efnahagslífs skili handhöfum og eigendum góðum eða miklum hagnaði. Þannig var sannarlega ekki umhorfs á tímum þjóðarsáttar. Velgjörðarhalli hjá ríkisstjórn Enn búum við þó við hagkerfi, sem knúið er áfram af meginboð- orði nýfrjálshyggjunnar, sem stillt er inn á hámarkshagnað sem for- gangsmál meðan laun eru afgangs- stærð. Félagslega markaðskerfið staldraði stutt við hérlendis. Bilið milli hagnaðar og raunlauna er hættulega breitt og víkkar. Þetta veit launafólk og vill ekki sætta sig við. En það er ekki nóg með að fyr- irtækin hagnist vel, sem í sjálfu sér er gott. Ríkisstjórnin virðist hafa það að meginviðfangsefni að auka hagnaðinn enn meir. Hún er ötul við að taka ákvarðanir sem lækka skatta á útgerðir, stóriðju og hæst launaða fólkið, eins og þar kreppi mest að. Jafnframt finnst fólki rík- isstjórnin vera að ræna sig helgum arfi sínum og eign sem er sjávar- auðlindin, með einhliða úthlutun langvarandi aflaheimilda s.s. á mak- ríl. Allt er þetta gert í nafni bættra rekstrarskilyrða atvinnuveganna, sem eru sömu vígorð og notuð voru fyrir hrun. Við virðumst ófær um að læra af reynslunni. Samhliða þess- um velgjörðarhalla berst ungt fólk í bökkum við að komast af, ekki hvað síst vegna hárra húsnæðisreikninga og verðtryggðra skulda. Ísland er erfitt og óvinveitt land ungu launa- fólki. Skilaboð til launafólks um ábyrgð og skynsemi missa því marks. Reið kynslóð Hvergi lenti almenningur verr útúr fjármagnskreppunni en hér á landi vegna gengishraps krón- unnar. Hún magnaði upp áhrif hrunsins og kom mörgu launafólki á kaldan klakann. Hún var bölvun ekki happ. Nú hefur ríkisstjórnin ýtt út af borðinu þeirri von að teng- ing við ESB gæti opnað framtíð- arsýn og fært okkur gjaldmiðil, sem ekki er stöðugur leiksoppur mis- heppnaðra ákvarðana stjórnmála- og/eða fjármálamanna. Þá virðist það ekki hvarfla að alþing- ismönnum að gagngerar breytingar á landbúnaðarkerfinu geti bætt kjör almennings. Núverandi kerfi er rándýrt og sniðið að hagsmunum fárra á kostnað fjöldans. Þetta sést ekki bara á fjallháum styrkjum til frumstæðs sauðfjárbúskapar, held- ur einnig í fáránlegum einkasölu- reglum, þar sem innflutningsbanni er beitt þó að aðeins einn eða örfáir innlendir framleiðendur séu til staðar. Auðvitað finnur almenn- ingur hve niðurnjörvað og andsnúið kerfið er, en hann veit jafnframt að hann á fáa bandamenn, sem þora að gera breytingar þar á. Þess vegna dugar lítt nú að skírskota til hóg- værðar í kröfugerð eins og hægt var á árunum fyrir 1990. Reiði fólks birtist m.a. í hruni allra flokka í skoðanakönnunum, nema þessara einu lítt þekktu pírata. Háar launa- kröfur með verkfallsvopnið á lofti eru líka andsvar fólks og tjáning við áhrifaleysi, andsnúnum og ein- strengingslegum ákvörðunum ríkis- valdsins. Á síðasta útifundi á Austurvelli spurði ég unga konu hverju hún væri að mótmæla. Hún sagðist mótmæla því að vera neydd til að lifa í stöðugu ofbeldis- sambandi með ríkisstjórninni, sem keyri áfram af óbilgirni ýtrustu sjónarmið sín í öllum viðkvæmum málum. Sanngirnissjónarmið eða meðalhóf sé hvergi að finna. Hræddur er ég um að þetta viðhorf sér algengara en mig hafði grunað, og að unga konan deili því með fjöl- mörgum. Launakröfur og reið þjóð Eftir Þröst Ólafsson » Ísland er erfitt og óvinveitt land ungu launafólki. Skila- boð til launafólks um ábyrgð og skynsemi missa því marks. Þröstur Ólafsson Höfundur er hagfræðingur. Mig langar til að koma þessari mynd á réttan stað og leita því til lesenda. Talið er þessi kona hafi heitið Guð- rún og hafi komið í heimsókn á Arn- arstapa með Margréti Jóns hjúkr- unarfræðingi og síðar ljósmóður. Hún var hér í 2-3 vikur í kringum 1945. Lydía Rafnsdóttir, Háarifi 15 Rifi. Hver er konan? Kannast einhver við þessa konu? Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendi- kerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við- komandi hefur skráð sig sem not- anda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is BMW 730D 02/2004, ekinn 199 Þ.km, diesel, sjálfskiptur. Verð 3.850.000. Raðnr.252643 JEEP GRAND CHEROKEE LAREDO 4X4 Árg 2007, ekinn 168 Þ.km, 3,7L, sjálfskiptur. Verð 1.770.000. Raðnr.253319 NISSAN QASHQAI+2 SE 06/2011, ekinn 77 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð 3.980.000. Raðnr.253442 BMW 545i Árg.2004, ekinn 180 Þ.km, sjálfskiptur, flott eintak. Verð 2.880.000. Raðnr.285338 TOYOTA AURIS SOL HYBRID 05/2011, ekinn 72 Þ.km, bensín/rafmagn, sjálf- skiptur. Verð 2.790.000. Raðnr.285860 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.re.is VIÐ SKUTLUM ÞÉR! Alltaf laus sæti Frí þráðlaus internet- tenging í öllum bílum Hagkvæmur kostur Alltaf ferðir Ferðatími u.þ.b. 45 mínútur Umhverfisvænt Kauptu miða núna á www.flugrutan.is Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. OR *Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 3.500 kr. 1.750 kr.* FYRIR AÐEINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.