Morgunblaðið - 16.05.2015, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 16.05.2015, Qupperneq 32
32 UMRÆÐAN Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015 AÐVENTKIRKJAN í Reykjavík | Ingólfs- stræti 19, Reykjavík. Biblíufræðsla laugardag kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Ræðumaður: Er- ic Guðmundsson. Barna- og unglingastarf. Sameiginlegur málsverður eftir samkomu. AÐVENTKIRKJAN í Vestmannaeyjum | Brekastíg 17, Vestmannaeyjum. Guðsþjón- usta laugardag kl. 12. Bein útsending frá Reykjavíkursöfnuði. AÐVENTSÖFNUÐURINN á Akureyri | Eiðsvallagötu 14, Gamli Lundur. Biblíurann- sókn laugardag kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Ræðumaður: Björgvin Snorrason. Barnastarf. AÐVENTSÖFNUÐURINN á Suðurnesjum | Blikabraut 2, Keflavík. Biblíufræðsla laug- ardag kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. AÐVENTSÖFNUÐURINN í Árnesi | Eyra- vegi 67, Selfossi. Biblíufræðsla laugardag kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Iain Matchett. Barna- og unglingastarf. AÐVENTSÖFNUÐURINN í Hafnarfirði | Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Guðsþjónusta laug- ardag kl. 11. Ræðumaður Helgi Jónsson. Biblíufræðsla kl. 11.50. Barna- og unglinga- starf. Umræðuhópur á ensku. Súpa og brauð eftir samkomu. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Árni Svanur Daníelsson prédikar og þjónar fyrir altari. Barnakór Árbæjarskóla syngur undir stjórn Önnu Maríu kórstjóra. Kirkjukór Árbæjarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Krisztina Kalló Szklenár org- anista. ÁSTJARNARKIRKJA | Vorhátíð barnastarfs Ástjarnarkirkju hefst með fjölskylduguðsþjón- ustu kl. 11. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Hólm- fríður, Bryndís og Heiða annast fræðslu. Prestur er Kjartan Jónsson. Hoppukastalar og grillaðar pylsur á eftir. BESSASTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 17. Sr. Hans Guðberg og Margrét djákni leiða stundina og Lærisveinar hans leika undir sönginn ásamt Bjarti Loga. Foreldrar barna sem fermast á árinu 2016 eru sérstaklega boðnir velkomnir og eftir guðsþjónustuna verður farið yfir fyrirkomulag varðandi ferm- ingarfræðslu. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prest- ur Sigurður Grétar Helgason. Kór Breiðholts- kirkju syngur, organisti er Örn Magnússon. Kaffi í safnaðarheimili eftir messu. BÚSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Bú- staðakirkju syngur undir stjórn Jónasar Þóris. Messuþjónar aðstoða. Kaffi eftir messu. Prestur Pálmi Matthíasson. Ath. sumartíma á messum. DIGRANESKIRKJA | Tónlistarguðsþjónusta kl. 11. Kammerkór Digraneskirkju syngur undir stjórn Sólveigar Sigríðar Einarsdóttur organista. Prestur Magnús Björn Björnsson. Súpa í safnaðarsal að athöfn lokinni. Að- alsafnaðarfundur Digranessafnaðar í kirkj- unni kl. 12.30. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa kl. 10.30, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má., mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudagsmessa. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar fyr- ir altari. Gry Ek Gunnarsson, formaður Fella- sóknar, predikar. Kór Fella- og Hólakirkju syngur. Birta Teresa Hafsteinsdóttir spilar á hörpu. Organisti Guðný Einarsdóttir. Kaffi eft- ir stundina. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fermingarmessa kl. 14. Hjörtur Magni Jóhannsson safn- aðarprestur þjónar fyrir altari. Sönghópurinn við Tjörnina leiðir sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni organista. Fermingarbarn dags- ins er Oddur Stefánsson, Kjarrvegi 6, 108 Reykjavík. GLERÁRKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar. Organisti er Petra Björk Pálsdóttir og forsöngvari Hermann R. Jónsson. Í messunni segja fulltrúar Gídeon- hreyfingarinnar á Íslandi frá starfi sínu. GRAFARVOGSKIRKJA | Siglfirðingamessa kl. 14. Séra Vigfús Þór Árnason þjónar fyrir altari. Ræðumaður Ólafur Níelsson, lögg. endurskoðandi. Einsöngur: Fjóla Nikulásdótt- ir. Kór kirkjunnar syngur. Organisti: Antonía Hevesi. Undirleikari: Gunnsteinn Ólafsson. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni og Sævar Jón Andrésson guðfræðinemi flytja ritningarorð. Félagar úr stjórn Siglfirðingafélagsins flytja bænir. Fluttir verða hátíðarsöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar. Meðhjálpari: Her- mann Jónasson. Kaffi eftir messu. GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10 og bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Alt- arisganga. Samskot til Kristniboðs- sambandsins. Messuhópur þjónar. Kór frá Domus vox syngur, skólastjóri Margrét J. Pálmadóttir. Prestur Ólafur Jóhannsson. Kaffi eftir messu. Hversdagsmessa með Þorvaldi Halldórssyni á fimmtudag kl. 18.10. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta í umsjón Félags fyrrum þjón- andi presta klukkan 14 í hátíðasal Grundar. Séra Úlfar Guðmundsson þjónar. Grundarkór- inn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðs- þjónusta og fermingarmessa kl. 11. Prestur Sigurjón Árni Eyjólfsson. Tónlistarflutningur í umsjá Þorvaldar Halldórssonar. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestar kirkjunnar kynna ferming- arstarf næsta vetrar fyrir væntanlegum fermingarbörnum og foreldrum. Organisti kirkjunnar leiðir söng ásamt með félögum úr Barbörukórnum. Kaffi í safnaðarheimili á eft- ir. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf Orð dagsins: Þegar huggarinn kemur. (Jóh. 15) Þórshafnarkirkja. Á haustmánuðum árið 1977 gerðist það á Íslandi, sem ekki hafði gerst áður. Lögreglan komin í verkfall. Hvernig gat það gerst að lögreglan þyrfti að fara í verkfall? Var það framkvæmanlegt ? Já, það var fram- kvæmanlegt þannig: Lögreglumenn lands- ins mættu á sínar vaktir samkvæmt varðskrám, og sinntu verkefnum s.s. slysum, og öllum málum sem talin voru alvar- leg. Minniháttar verkefnum var ekki sinnt. Lögreglumenn voru ekki ánægðir með að þurfa að standa í verkfalli, en það var á þessum tíma talið nauðsýnlegt til lagfæringar launakjara. Launakjör lögreglu tryggð – Verkfallsrétturinn afnuminn! Er verkfall lögreglumanna var afstaðið varð það ljóst bæði innan lögreglunnar og meðal þjóðarinnar, að ekki væri heppilegt að lögreglan gæti farið í verkfall. Heppilegra væri að launakjör lögreglumanna væru sett í fasta tengingu við aðrar starfsstéttir. Af stað var farið, við- miðun var fundin út með samn- ingum og kjarasamningar gerðir. Það sem koma skyldi í stað verk- fallsréttarins var teng- ing launa lögreglu við aðrar starfsstéttir, s.s kennara og starfsfólk innan heilbrigðisstétta. Þessi niðurstaða, sem boðin var fyrir verk- fallsréttinn, var af okkur lögreglu- mönnum sem þá vor- um við störf, talin heppileg lausn, og okkur fannst komið ör- yggi hvað laun varðaði til framtíðar. Trygging launakjara brást, svikul stjórnvöld Eftir að samkomulagsgjörningur lögreglu og stjórnvalda var und- irritaður fór fljótt að bera á því að stjórnvöld höfðu lítinn vilja til að standa við samninginn, og fóru að fara á bak við og hártoguðu og sviku flest sem samningurinn byggðist á. Það sem átti að koma í staðinn fyrir verkfallsréttinn til lög- reglu urðu svik. Eftir að lögreglan var búin að láta af hendi verkfalls- réttinn urðu varnirnar veikar, eða nánast engar. Leiðréttingar launa, sem áttu að koma til lögreglu mið- aðar við tengingar við viðmið- unarstéttirnar, voru hundsaðar af stjórnvöldum. Enn fannst stjórn- völdum þó ekki nóg að gert. Fyrir síðustu aldamót var einnig numinn á brott sá þáttur samkomulagsins sem tilgreindi viðmiðunarstéttirnar. Í dag stendur eftir í hugum okkar lögreglumanna sem voru við störf árið 1977 og samþykktum að láta af hendi verkfallsréttinn, ómerkileg og sviksöm stjórnvöld. Starfsstéttir sem hafið verkfallsrétt, gætið hans vel. Við sem vorum við lögreglu- störf árið 1977 getum aðeins beðið það unga fólk sem nú starfar að löggæslu, afsökunar á því að við skyldum láta blekkjast af ómerki- legum stjórnvöldum og láta verk- fallsrétt stéttarinnar af hendi. Það sér starfsfólk löggæslunnar í dag á launaseðlum sínum. Hvað gerist ef fer fyrir lögreglu sem horfir? Hætt er við að í framtíð geti reynst erfitt að fá fólk til starfa að löggæslumálum, miðað við þau launakjör sem í boði eru. Störf í löggæslunni eru krefjandi, ekki fjölskylduvæn og verða sífellt erf- iðari vegna aðgerða stjórnvalda, m.a. í niðurskurði og fækkun mannafla í lögreglu, frekar en fjölg- un. Hættuleg verkefni hafa aukist, tengd eiturlyfjum og neytendum þeirra. Allt þetta og meira til er nú í boði til þeirra er starfa að lög- gæslumálum í dag. Já, fyrir ósæmi- leg smánarlaun. Lögreglan árið 1977 Eftir Eðvarð Lárus Árnason » Við létum blekkjast, og létum af hendi verkfallsréttinn og uppskárum svik sem valda lögreglustéttinni gríðarlegum skaða í nútíð og framtíð. Eðvarð L. Árnason Höfundur er fv. yfirlögregluþjónn. Aukablað alla þriðjudaga Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á EÐA Í SÍMA TILBOÐ Á ÖFLUGUM SÓLARSELLUM FRÁ ÞÝSKALANDI GOP mono-sólarsellur frá Þýskalandi með 10A hleðslu- stýringu. Sellurnar eru monocrystal-glersellur, sem eru virkari í minni birtu en væru þær úr polycrystal. Sendum hvert á land sem er. Upplýsingar í síma 787 2211 eða á www.gadget.is Henta vel á húsbíla, ferðavagna og sumarhús. Sellurnar eru 100W og stærðin er 1194 x 542 x 35 mm. Fullt verð 86.800 kr. MOGGAKLÚBBSVERÐ 65.100 kr. ATH! Takmarkað magn Gylfaflöt 5 •112 Reykjavík Opið frá 9:00 til 16:00 MOGGAKLÚBBURINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.