Morgunblaðið - 16.05.2015, Page 36

Morgunblaðið - 16.05.2015, Page 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015 ✝ Guðfinna(Gauja) fæddist í Fagradal í Mýrdal 16. september 1923. Hún lést á Hjalla- túni í Vík 9. maí 2015. Foreldrar henn- ar voru Sigrún Guðmundsdóttir, húsfreyja í Fagra- dal í Mýrdal, f. í Heiðarseli á Síðu 29.10. 1894, d. 26.2. 1997, og Ólafur Jakobsson, bóndi í Fagra- dal, f. í Skammadal 3.3. 1895, d. 18.7. 1985. Ólafur og Sigrún hófu búskap sinn í Fagradal, en fluttust til Víkur haustið 1960. Guðfinna átti 7 systkini: (Magn- ús) Jón, f. 1916, d. 2013, Sólveigu Sigurlaugu, f. 1918, d. 2010, Guðríði, f. 1919, d. 1984, Kjart- an, f. 1921, d. 1922, Jakob, f. 1924, d. 1926, Jakob, f. 1928, d. 2012, og Óskar Hafstein, f. 1931. 16.9. 1948 giftist Guðfinna fyrri manni sínum Inga Gunnari Stefánssyni, f. 7.8. 1918, d. 4.3. 1950. Guðfinna og Ingi eign- uðust tvö börn: 1) Sigrún Ósk, f. 1948, gift Guðmundi Sigurðs- syni, f. 1945. Synir þeirra: a) Guðmundur, f. 1969, kvæntur Kristínu Heiðu Baldursdóttur, ansdóttur, f. 1970, dóttir Stef- anía Ósk, f. 2001. Fyrir átti Gunnhildur Atla Frey, f. 1991, og Sindra Geir, f. 1993. Sindri Geir er í sambúð með Rebekku Rut, þeirra dóttir Aþena Rós. 3) Kjartan, f. 23.1. 1967, kvæntur Rikke Kiil Erlendsson, f. 1973. Sonur hennar Mike Larsen, f. 1992. Guðfinna ólst upp við öll al- menn sveitastörf þess tíma. Ung fór hún til Vestmannaeyja og vann sem gangastúlka á sjúkra- húsinu. Þar kynntist hún fyrri manni sínum, Inga Gunnari, sem lá þar berklaveikur. Sá sjúk- dómur átti eftir að draga hann til dauða. Frá 1953 til 1960 var Guðfinna ráðskona hjá Jakobi bróður sínum í Fagradal. Haust- ið 1960 fluttist hún ásamt Sig- rúnu Ósk og Inga til Víkur í Mýrdal og þaðan til Vest- mannaeyja með seinni manni sínum, Erlendi, árið 1964. Sam- an skópu þau, Guðfinna og Er- lendur, lítinn sælureit í nýja hrauninu í Vestmannaeyjum sem þau fengu viðurkenningar fyrir. Þessi laut er þekkt undir nafninu Gaujulundur og hefur glatt augu margra. Í Eyjum vann hún ýmis störf utan heim- ilis og tók virkan þátt í fé- lagsstarfi bæði í Vík og í Vest- mannaeyjum. 2007 fluttist Guðfinna á Hjallatún í Vík þar sem hún átti indælt ævikvöld. Útför hennar fer fram frá Víkurkirkju í dag, 16. maí 2015, kl. 14. dóttir þeirra Sig- rún Heiða. Fyrir átti Kristín Heiða Ingu Rún. b) Sig- urður Ragnar, f. 1972, barnsmóðir Svanhildur Ey- steinsdóttir. Dóttir þeirra Signý Ósk. Fyrir átti Svanhild- ur Sigurð Finnboga og Súsönnu Elínu. c) Ingi Guðni, f. 1975, kvæntur Sólrúnu Einars- dóttur. Fyrir átti Ingi Guðni Ár- dísi Marín og Kristófer Daða. Fyrir átti Sólrún Einar Gísla, unnusta Sólveig Katrín, Ástu Sóleyju, unnusti Björgvin Guð- mundur, og Arnar Breka. 2) Ingi Stefán, f. 1950, kvæntur Katrínu Þ. Andrésdóttur, f. 1953. Þeirra börn: a) Andrés, f. 1978, kvænt- ur Rakel Jensdóttur. Þeirra börn Jens Ingi, Kamilla Ósk og Jökull Andrés. b) Sólveig, f. 1984, gift Ívari Bjarka Magnús- syni. 17.5. 1964 giftist Guðfinna seinni manni sínum, Erlendi Stefánssyni, f. 20.2. 1920, d. 12.8. 2007. Þau eignuðust þrjá syni: 1) Stefán, f. 5.9. 1965, d. 31.12. 2000. 2) Ólaf, f. 5.9. 1965. Ólafur er kvæntur Gunnhildi V. Kjart- Hvað er það sem einkenndi hana mömmu mína? Jú, mér dettur í hug vinnusemi og elja og hún var glaðvær og félagslynd. En fyrst og fremst ást og um- hyggja fyrir öllu því sem lifir og grær. Sjaldan heyrði ég hana hallmæla fólki og gestrisnin var henni í blóð borin. Róleg og yfir- veguð enda þurft að ganga í gegnum ýmsa erfiðleika á lífs- leiðinni. Glaðværðin, lífsgleðin og þakklætið fylgdu henni þó ávallt. Og mikil var gleði mömmu þegar ég kynnti hana fyrir henni Gunnhildi minni og strákunum hennar tveimur sem ég fékk í kaupbæti. Oft litu þeir inn hjá mömmu og pabba, jafnvel í frí- mínútum í skólanum enda stutt að fara. Fengu kleinur eða annað góðgæti og launuðu fyrir sig með því að spila við þau, oftar en ekki ólsen ólsen. Og ekki minnkaði ánægjan þegar Stefanía Ósk fæddist, sannkallaður ljósgeisli í myrkrinu rétt eftir að Stefán bróðir deyr. Enda var dekrað við hana á Vallargötunni, og ekki var hún gömul þegar búið var að kenna henni að spila ólsen ólsen. Mamma var löngu búin að ákveða að ef pabbi færi á undan henni, myndi hún vilja eyða ævi- kvöldinu í Víkinni. Það stóð heima og þó að margt hefði breyst þar frá því hún fór þaðan á sínum tíma undi hún sér vel. „Hér hugsa allir svo vel um mig,“ sagði hún aðspurð hvernig færi um hana á Hjallatúni. Bætti svo við að það mætti þó vera meira spilað. Og það er rétt hjá henni, þar naut hún frábærrar umönn- unar og fæ ég starfsfólkinu þar seint fullþakkað. Já, nú hefur verið flautað til leiksloka hjá henni móður minni, enda komið fram í uppbótartíma. Vil ég að lokum þakka henni það góða veganesti sem hún færði mér og fylgt hefur mér í gegnum lífið. Hvíl þú í friði, mamma mín. Ólafur. Í Fagradalnum ertu fædd, mín fallega mamma. Í systkinahópnum stóra þar, mín stolta mamma. Þú varðst ekkja alltof snemma, mín ástríka mamma. Þú dvaldir í Fagradalnum og Vík, mín duglega mamma. Með ástríkum foreldrum og ungum börnum, mín unglega mamma. Þú barðir járnið fyrir brauð handa okk- ur, mín baráttumamma. Þú saumaðir og seldir fatnað af snilld, elsku mamma. Eftir fjórtán ár aftur fannstu þinn mann, mín frjóa mamma. Og eignaðist bræður okkar þrjá, elsku mamma. Til Vestmannaeyja lá þín leiðin, mín ljúfa mamma. Með græna þína græðandi fingur er „Gaujulundur“ þinn, mamma. Sem kvenfélagskona þú vinsæl varðst, mín káta mamma. Á 17. júní sem Fjallkonan fagra, þú fluttir ljóð, mín mamma. Flatkökur þínar ég fæ ekki lengur, þær frægar voru mamma. Ljóðin þín fallegu lýsa þér best, ljúf- asta mamma. Lífið oft hefur reynst þér erfitt, mín elsku mamma. Ástvini marga á lífsleið þú misstir, milda mamma. Nú farin ertu í ferðina löngu, Guð fylgi þér elsku mamma. Ástarþakkir fyrir allt sem þú gafst mér, ég elska þig mamma. (SÓI) Við börnin hennar mömmu og fjölskyldur okkar, þökkum starfsfólki Dvalarheimilisins að Hjallatúni fyrir einstaklega hlý- lega umönnun á mömmu. Bless- uð sé minningin um mömmu okk- ar. Sigrún Ósk Ingadóttir og fjölskylda. Við andlát Gauju mágkonu minnar kemur margt upp í hug- ann. Frá fyrstu kynnum minnist ég einlægninnar og hlýjunnar sem streymdi frá henni. Ég minnist góðra stunda í Hamri í Vík í Mýrdal, þar var engin logn- molla í gangi en spjallað hátt og mikið, dynjandi hlátrasköll í hópi ungra stúlkna og Gauja sjálf miðpunkturinn. Hún naut sín vel með ungu fólki – raunar fannst mér hún aldrei verða gömul, þótt hún yrði 91 árs. Hún vann alla tíð mikið, við landbúnað, ráðskonu- störf og hvaðeina er til féll, ein- stæð ekkja með tvö börn, stúlku og dreng. Seinna giftist hún mági sínum, honum Ella, sem reyndist henni traustur lífsföru- nautur, þau bjuggu í Vestmanna- eyjum og saman eignuðust þau þrjá syni. Þau Gauja og Elli fluttu tímabundið upp á land, þegar Heimaey tók að gjósa árið 1973. Þegar þau fluttu aftur til baka með drengina sína þurfti að taka til hendi, hreinsa og lag- færa. Samt létu þau til sín taka í félagsstarfi svo um munaði. Þau sóttu um til bæjarstjórnar að fá að stinga niður plöntum og ann- ast laut er þau höfðu augastað á í nýja hrauninu. Það var auðsótt og fljótlega höfðu þau skapað þar unaðsreit sem hefur vakið verð- skuldaða athygli, bæði meðal íbúa í Eyjum og ferðafólks sem gjarnan staldrar þar við. Þau voru gestrisin og tóku fólki fagn- andi. Ég minnist æðruleysis þeirra við sonarmissi. Þá reyndi verulega á er ungur og efnilegur maður varð bráðkvaddur. Trúin á algóðan Guð var þeirra hald- reipi á þeim erfiða tíma, þar sem þau sýndu ótrúlegan innri styrk. Síðustu ár hefur Gauja búið á dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík. Þar var hún komin á fyrri heima- slóðir og meðal gamalla vina. Hún var ótrúlega fljót að laga sig að breyttum aðstæðum og var sátt við allt og alla. Hún sagðist þakka Guði fyrir börnin sín öll, sem allt vildu fyrir hana gera, þakklát starfsfólki fyrir hlýja umönnun. „Allir eru mér góðir, ég hef ekki yfir neinu að kvarta, það eina sem ég er ósátt við er hvað ég er orðin gleymin,“ sagði hún þegar ég kom seinast til hennar. Að leiðarlokum þakka ég samfylgd í gegnum árin, góðar minningar um einstaka konu. Blessuð sé minning hennar. Börnum, tengdabörnum og af- komendum öllum votta ég ein- læga samúð. Margrét Steina Gunnarsdóttir. Guðfinna Kjartanía Ólafsdóttir Hugrún Jónsdóttir útfararstjóri Rósa Kristjánsdóttir útfararstjóri Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Jón G. Bjarnason útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Katla Þorsteinsdóttir lögfræðiþjónusta Gestur Hreinsson útfararþjónusta Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Snævar Jón Andrésson útfararþjónusta Útfarar- og lögfræðiþjónusta – Önnumst alla þætti þjónustunnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR STEFÁNSDÓTTIR, Sóleyjarima 3, Reykjavík, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 18. maí kl. 13. . Vilhjálmur Árnason, Helga Vilhjálmsdóttir, Sigurjón Gunnarsson, Gunnar Snorri Valdimarsson, Jill Gideon, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR SIGURMONSSON, Grenhóli, Staðarsveit, lést á sjúkrahúsinu á Akranesi mánudaginn 11. maí. Útförin fer fram frá Staðastaðarkirkju laugardaginn 23. maí kl. 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Karitas. . Jónína Þorgrímsdóttir, Þorgrímur H. Guðmundsson, Erla María Markúsdóttir, Garðar S. Guðmundsson, Kr. Pétrún Gunnarsdóttir, Grétar O. Guðmundsson, Christina Laursen og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, INGI STEINAR ÓLAFSSON frá Valdastöðum í Kjós, Gullsmára 5, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2 í Reykjavík mánudaginn 11. maí. Hann verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 22. maí kl. 15. . Ninna B. Sigurðardóttir, Ágústa Kristín Steinarsdóttir, Þórarinn Ásgeirsson, Þuríður Elín Steinarsdóttir, Ragnar Björnsson, Jón Steinar Þórarinsson, Ninna Þórarinsdóttir, Jóna Þórarinsdóttir, Fanney Ragnarsdóttir, Kjartan Ragnarsson. Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐFINNA SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Andrésbrunni 15, Reykjavík, lést á Landspítalanum 11. maí. Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju í Grafarholti fimmtudaginn 21. maí kl. 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Von styrktarfélag, sem rekur aðstöðu fyrir aðstandendur á gjörgæslu LSH Fossvogi. Banki: 0513-26-3147, kt: 490807-1010. . Samúel Jón Guðmundsson, Sædís Hrönn, Særún Magnea, Hafþór Ingi, Hafliði Guðmann, tengdabarn og barnabörn. Elskuleg systir mín, mágkona og föðursystir, MARGRÉT RÚN SIGURMUNDSDÓTTIR, Flókagötu 60, Reykjavík, sem lést 4. maí, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 19. maí kl. 15. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Karitas, hjúkrunar- og ráðgjafaþjónustu, sem Margrét var afar þakklát. . Úlfur Sigurmundsson, Sigríður Pétursdóttir, Halla Steingrímsdóttir, Þóra Sæunn Úlfsdóttir, Einar Úlfsson, Gunnar Freyr Stefánsson, Stefán Gísli Stefánsson, Gísli Stefánsson, Kristjana Stefánsdóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNÞÓR BENDER, Lautasmára 20, Kópavogi, sem lést 4. maí, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju þriðjudaginn 19. maí kl. 13. . Soffía Hrafnhildur Jónsdóttir, Guðleif Bender, Guðmundur A. Gunnarsson, Guðrún Dóra Gísladóttir, Páll Snæbjörnsson, Jón Bender, Guðrún Ragnarsdóttir, barnabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.