Morgunblaðið - 16.05.2015, Qupperneq 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015
✝ Monika Magn-úsdóttir fædd-
ist á Akureyri 11.
nóvember 1942.
Hún lést á heimili
sínu í Hafnarfirði
3. maí 2015.
Monika var dótt-
ir hjónanna Maríu
Guðmundsdóttur,
f. 19.2. 1917, d. 7.1.
2000, og Magnúsar
Más Lárussonar, f.
2.9. 1917, d. 15.1. 2006. Systkini
hennar eru: Allan Vagn, f. 1945,
Sesselja, f. 1950, Jónas Björn, f.
1952, og Finnur, f. 1956.
Hinn 14. september 1966 gift-
ist Monika Adólfi Adólfssyni, f.
4.1. 1942, d. 10.12. 2012. Börn
Monika lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík ár-
ið 1963. Hún tók sér langt hlé
frá námi og vann ýmis störf í
Reykjavík, á Húsavík og í
Bolungarvík. Árið 1996 útskrif-
aðist hún frá Háskóla Íslands úr
bókasafns- og upplýsingafræði
með sagnfræði með aukagrein.
Frá 1991-2012 starfaði hún hjá
Háskólabókasafni, síðar Lands-
bókasafni. Monika hafði mikinn
áhuga á sagnfræði og ritaði
nokkrar greinar á því sviði. Auk
þess var hún mikil hannyrða-
kona og starfaði í ritstjórn árs-
rits Heimilisiðnaðarfélagsins,
Hugar og handar, um skeið.
Útför Moniku hefur farið
fram í kyrrþey.
Adólfs og Moniku
eru: 1) Ragnheiður
María, f. 11.7. 1967,
gift Brynjari Guð-
bjartssyni, börn
þeirra eru Iðunn og
Ari. 2) Magnús Már,
f. 9.3. 1970, kvæntur
Guðrúnu Jónsdóttur
og börn þeirra eru
Óttar Már og Ólöf.
3) Steinunn, f. 7.11.
1972, í sambúð með
Valdemari Sæberg Valdemars-
syni, þeirra börn eru Ída María
og Ernir Varg. 4) Soffía, f. 3.10.
1983, í sambúð með Ólafi Sverri
Kjartanssyni, börn þeirra eru
Saga Guðrún, Arney Vaka og
Kjartan Bragi.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund tínast minningarnar til ein af
annarri. Við Monika Magnúsdóttir
vorum bekkjarsystur í Mennta-
skólanum í Reykjavík. Móna eins
og hún var kölluð kom úr Hafn-
arfirði. Móna féll vel inn í hópinn
var létt á sér og létt í lund. Hún var
elst fimm systkina, fædd á Akur-
eyri þar sem faðir hennar var
kennari við MA 1941-2 og eyddi
fyrstu æviárunum í Mývatnssveit
þar sem faðir hennar var prestur á
Skútustöðum, einnig síðar all-
nokkrum sumrum á barns- og ung-
lingsaldri. Leiðin lá til Reykjavíkur
þegar Magnús Már hóf kennslu við
guðfræðideild HÍ, síðar prófessor
og að lokum háskólarektor. En
lengst bjuggu þau í Hafnarfirði.
Eftir stúdentspróf leitaði Móna
fyrir sér með framhaldsnám í Vín-
arborg og átti þar skemmtilegar
stundir en sneri heim reynslunni
ríkari. Hún fór að vinna í bóka-
verslun Eymundsson þar sem hún
hitti mannsefnið sitt, Adólf Adólfs-
son, Adda.
Þau giftust og hófu búskap í
Bogahlíð 13 og eignuðust frum-
burðinn. Við hjónin bjuggum í
næsta nágrenni og tókust með
okkur nánari kynni og nokkur
samgangur. Addi var í lögfræði og
þegar við áttum von á okkar fyrsta
barni og Jón hafði verterað úr lög-
fræði yfir í jarðfræði áttum við
kaupskap, Addi fékk hæstaréttar-
dóma en við bleiustranga. Svo
fluttu þau í Hafnarfjörð og þá voru
börnin orðin tvö.
Addi lauk lögfræðiprófi og fékk
stöðu fulltrúa á Húsavík og þau
fluttu þangað. Við áttum með þeim
góða daga þar í norðankulda og
regni sumarið 1974 en líka viku-
dvöl í dýrðarveðri á Illugastöðum í
Fnjóskadal sumarið 1975, börnin
orðin þrjú. Síðar bættist svo fjórða
barnið við. Ég held að árin á Húsa-
vík hafi verið þeim ánægjuár. Ung
hjón samrýnd og góðir félagar með
stækkandi fjölskyldu. Þau bjuggu
fyrst við Rauða torgið en byggðu
svo uppi á Hól. Þar var líf og fjör,
fólk á sama aldri og stigi í lífinu.
Þau félagslynd og vinsæl, samt
sjálfum sér nóg.
Við heimsóttum þau alloft á
þessum árum, Jón oftar vegna
vinnu og nutum ómældrar gest-
risni þeirra, börnin okkar urðu vin-
ir og áttu góðar stundir saman.
Móna var forkur dugleg og dríf-
andi bæði til vinnu utan og innan
heimilis, mikil handavinnukona.
Fjölskyldan stóð þó hjarta hennar
næst, foreldrar, systkini, tengda-
fólk en fyrst og síðast börn og
barnabörn.
Eftir nokkur ár í Bolungavík
þar sem Addi var lögreglustjóri
fluttu þau suður. Addi varð starfs-
maður á skrifstofu sýslumanns í
Reykjavík, vel látinn, traustur og
vinsæll. En Móna fór í Háskólann
og tók þar bókasafns- og sagn-
fræði. Hún fékk vinnu á Háskóla-
bókasafni og þegar það safn sam-
einaðist Landsbókasafni í
Þjóðarbókhlöðu urðum við vinnu-
félagar, hittumst oft og áttum gott
spjall. Sjúkdómur hefti þessa
kraftmiklu konu allt of snemma en
þá naut hún stuðnings bónda síns
sem stóð henni við hlið að létta
henni lífið. Það var þungt högg
þegar hann veiktist af krabba-
meini og lést sjötugur að aldri í
desember 2012. Monika hvarf svo
inn í móðuna miklu í byrjun maí á
hljóðlátan hátt. Við sem áttum
þessi ágætu hjón að vinum og höf-
um átt með henni glaðar stundir á
lífsleiðinni lútum nú höfði.
Sjöfn og Jón.
Við Monika, eða Móna eins og
hún var kölluð, kynntumst í
Menntaskólanum í Reykjavík þar
sem við vorum skólasystur. Hún
var skýr og skemmtileg með góðan
húmor. Ég kom þá oft á heimili for-
eldra hennar í Hafnarfirði og sát-
um við þá gjarnan við eldhúsborðið
ásamt Maríu mömmu hennar og
spjölluðum um heima og geima.
Þar var ekkert kynslóðabil. Fyrir
stúdentspróf eyddum við upplestr-
arfríinu saman.
Þegar við tókum hlé frá lestri
veltum við okkur upp úr dag-
draumum og bollaleggingum um
framtíðina. Best leist okkur á að
fara til Vínarborgar, en ekki man
ég hvernig það kom til. Ekki varð
úr að ég færi en Móna hélt til Vín-
arborgar og var þar í eitt ár við
nám og störf. Ári eftir að hún kom
heim drifum við okkur saman í ferð
þangað því hún þurfti að sýna mér
borgina.
Við skoðuðum hallir, kirkjur,
fórum í óperuna og hlustuðum á
Vínardrengjakórinn að ógleymd-
um alls kyns kaffihúsum og veit-
ingastöðum.
Einnig kynnti hún mig fyrir vin-
um og kunningjum sem hún hafði
eignast þar í borginni. Betri leið-
sögn er ekki hægt að hugsa sér og
Vínarborg hefur æ síðan verið
sveipuð ævintýraljóma í mínum
huga.
Tíminn leið, við giftumst og
eignuðumst börn. Móna flutti
ásamt fjölskyldu út á land, fyrst til
Húsavíkur og síðan Bolungarvík-
ur, vegna starfa Adólfs, eigin-
manns síns.
Eftir að þau fluttu til Reykjavík-
ur og börnin voru farin að stálpast
lagði Móna stund á bókasafnsfræði
og sögu við Háskóla íslands. Að
námi loknu starfaði hún hjá Þjóð-
arbókhlöðu, meðan heilsan leyfði
og þótti þar sérlega hæfur og
samviskusamur starfskraftur.
Samfundum okkar fækkaði
smám saman, fyrst vegna fjar-
lægðar, en síðan einnig vegna anna
við nám og störf, auk þess að sinna
fjölskyldu.
Síðar, fyrir fáum árum þegar
við vorum báðar hættar að vinna
og tími okkar rýmri tókum við
þráðinn upp að nýju, það reyndist
okkur furðu auðvelt og ljóst að
hann hafði ekki alveg slitnað.
Líkamleg heilsa Mónu var mjög
slæm undanfarin ár og hún var
undir það síðasta bundin við hjóla-
stól.
Andlegu atgervi hafði hins veg-
ar ekki hrakað, hún var enn hress
og skemmtileg og ótrúlega já-
kvæð. Hún átti góða að og börn
hennar, tengda- og barnabörn
voru stolt hennar og yndi. Löngum
dögum eyddi hún því gjarnan í að
prjóna fallegar flíkur á barnabörn-
in.
Síðast þegar ég hitti hana og
sagði henni að ég væri að fara
tímabundið af landi brott, kvaddi
hún mig glaðlega með orðunum
„sjáumst aftur með hækkandi sól“.
Það verður ekki að sinni. Ég er
þakklát fyrir þær stundir sem við
áttum saman og sendi systkinum
hennar, börnum og barnabörnum
einlægar samúðarkveðjur.
Þorbjörg
Kjartansdóttir.
Monika Magnúsdóttir
✝ Andrés S. Ein-arsson frá
Hruna fæddist í Bú-
landsseli í Skaftár-
tungu 29. desember
1929. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Klausturhólum á
Kirkjubæjar-
klaustri 5. maí 2015.
Foreldrar hans
voru Einar Gísli
Sigurðsson, f. 2.10.
1887, d. 23.4. 1932, og Þuríður
Anesdóttir, f. 30.7. 1892, d. 1.2.
1970. Andrés var yngstur fjögurra
systkina, systkini hans eru Sól-
mundur Maríus Einarsson, f. 1921,
d. 1994, Elín Magnea Einarsdóttir,
f. 1923, d. 1980 og Karl Einarsson,
f. 1928.
Árið 1954 giftist hann Svövu
Ólafsdóttur frá Hörgsdal á Síðu, f.
10.2. 1932, d. 2.9. 2007, og bjuggu
Agnar Már, f. 18.1. 2009 og
Fannar Davíð, f. 8.3. 2012; c)
Davíð Andri, f. 7.7. 1982, giftur
Sunnevu Kristjánsdóttur og börn
þeirra eru: Júlía Rut, f. 12.7.
2005, Iðunn Kara, f. 30. 5. 2009
og Pétur Yngvi, f. 9.3. 2012; d)
Hlynur, f. 7.10. 1988, sambýlis-
kona hans er Berglind Jónsdóttir
og barn þeirra óskírður Hlyns-
son, f. 8.4. 2015. 4) Bjarni, f.
20.10. 1956 og synir hans eru: a)
Frosti, f. 11.6. 1984 og b) Aron, f.
23.1. 1986. 5) Jón Reynir, f. 18.11.
1968, giftur Báru Gunnlaugs-
dóttur og börn þeirra eru: a) Sig-
urbjörg Jenný, f. 28.4. 1992, dótt-
ir hennar Karítas Ylfa, f. 22.12.
2013, b) Einar Baldur, f. 27.10.
2005, c) Jóhann Bjarki, f. 3.11.
2006 og d) Gunnlaugur Andrés, f.
26. 8. 2008. 6) Sigurjóna Björk, f.
18.11. 1968, sambýlismaður
hennar er Eiður Björn Ingólfsson
og börn þeirra eru: a) Andri
Björn, f. 4.11. 1992, b) Bjarmi
Anes, f. 3.3. 1998 og c) Emilía
Sandra, f. 4.6. 2006.
Andrés verður jarðsunginn
frá Prestsbakkakirkju á Síðu í
dag, 16. maí 2015, kl. 14.
þau í Kópavogi til
1966, er þau fluttu
austur á Hruna á
Brunasandi. Börn
þeirra eru 1) Einar
Þórður, f. 29.8.
1952. 2) Ólöf Sigríð-
ur, f. 14.12. 1953,
gift Jóni Ólafi Jó-
hannessyni og dæt-
ur þeirra eru: a)
Auður, f. 15.8. 1976,
sonur Auðar er Jón-
as Óli, f. 13.9. 2008, b) Andrea
Svava, f. 22.10. 1985. 3) Ragn-
hildur, f. 25.10. 1955, gift Agnari
Davíðssyni og börn þeirra eru: a)
Linda, f. 26.2. 1975, gift Unnari
Steini Jónssyni og dætur þeirra
eru: Elísabet, f. 16.7. 2001, Ísa-
bella Karítas, f. 17.6. 2005 og
Amelía Íris, f. 9.9. 2008; b) Íris
Rut, f. 28.6. 1978, gift Karli Kára
Mássyni og synir þeirra eru:
Ó, blessuð vertu, sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá.
Nú fossar, lækir, unnir, ár
sér una við þitt gyllta hár,
nú fellur heitur haddur þinn
á hvíta jökulkinn.
(Páll Ólafsson)
Elskulegi Andrés afi minn.
Þrátt fyrir að sumarsól heilsi og
fuglarnir syngi er hjarta mitt
þungt. Nú hefur þú kvatt okkur og
sameinast ömmu Svövu sem án
efa tók á móti þér með útbreiddan
faðminn, langþreytt á aðskilnaði
ykkar tveggja. Minningar mínar
um samveru okkar í gegnum árin
ylja og veita styrk. Óteljandi
minningar koma upp í hugann og
sterkasta taugin milli okkar
tveggja var tónlist og bækur.
Bókaormar erum við bæði og
ræddum mikið um bækur og bók-
menntir. Tónlistin er annað sam-
eiginlegt áhugamál okkar og ég
man eftir mér sem stelpuskotti oft
með þér og ömmu við orgelið á
Hruna þar sem þú spilaðir af
hjartans lyst og ég söng lög og
kvæði sem þið amma kennduð
okkur. Eitt skipti þegar þú hafðir
kallað mig gullið þitt, sem þú gerð-
ir svo oft, þá sagðirðu við mig að
ég væri náttúrutalent og ætti að
verða söngkona í framtíðinni. Ég
man hvað ég varð ógurlega mont-
in og sveif næstum því eftir þetta
hrós. Auðvitað varstu einum of
hlutdrægur elsku afi minn í þessu
en mér þótti þú svo flottur við org-
elið, það var engu líkara í barns-
huganum en að þú kynnir öll
heimsins lög.
Það voru forréttindi að flytja
austur í sveitina fyrir fimm árum
og fá að vera nær þér. Dætur mín-
ar munu búa alla ævi að þeim
minningum sem samveran við þig
gaf. Ég veit að næstu jól verða
tómlegri en áður þar sem ekki
verður farið í jólaskreytingar-
heimsókn til langafa. Þrátt fyrir
að þú legðir ekki mikið upp úr
skrautinu þá horfðir þú glaðlega á
þegar dætur mínar þeyttust um
og tíndu til allt það skraut sem
fannst.
Einnig var gaman að fá að
syngja fyrir þig síðustu ár með
Lummósveitinni gömlu góðu lögin
sem þú þekktir svo vel og
skemmtilegt var að fylgjast með
þér í salnum raula með, þú kunnir
alla texta. Þegar við vorum búin
að spila settist ég alltaf hjá þér og
spurði: „Jæja, hvernig var þetta
hjá okkur“? Yfirleitt var svarið
það sama: „Jú, þetta var ágætt.“
Þú varst húmoristi afi og hnytt-
inn í tilsvörum. Þegar ég kvaddi
þig í eitt skiptið skömmu áður en
hinsta stund rann upp og sagðist
sjá þig fljótlega svaraðir þú kím-
inn á svip: „Já, ég verð hér.“ Elsku
afi, þau virðast fátækleg orðin, svo
margt sem ég minnist, sakna og
langar að segja þér. Ég verð alltaf
þakklát fyrir að hafa fengið að
vera þér við hlið undir lokin. Þakk-
lát fyrir að hafa náð að halda í
höndina á þér, kyssa þig á ennið
og segja þér að ég elskaði þig áður
en þú andvarpaðir í hinsta sinn.
Það veitir mér huggun í harmi að
vita að þú fórst vitandi hve vænt
mér þykir um þig og hve mikið ég
á eftir að sakna þín. Minning þín
elsku afi mun alltaf lifa með mér.
Þar til við hittumst á ný, hvíl í friði.
Gullið þitt,
Linda.
Andrés Sigurður
Einarsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku langafi.
Það var svo gaman þeg-
ar við fluttum á Klaustur að
geta komið oft í heimsókn
til þín. Okkur fannst svo
gaman að koma alltaf um
jólin og skreyta jólatréð hjá
þér. Þú varst líka með
skemmtilegar gestaþrautir
úr spýtum. Það var gaman
hjá þér, elsku langafi, og
við elskum þig endalaust.
Elísabet er svo glöð að þú
gast verið í fermingunni
hennar og myndina af
knúsinu ykkar tveggja
geymir hún alltaf á góðum
stað.
Kysstu langömmu frá
okkur og segðu henni að við
elskum hana og söknum
hennar líka.
Elísabet, Ísabella
Karítas og Amelía Íris.
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg
þjónusta
Sími: 551 7080 & 691 0919
ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is
Inger Steinsson
IngerRósÓlafsdóttir
Við þökkum af heilum hug hlýjar kveðjur
sem bárust við andlát okkar kæra
eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
PÁLS SKÚLASONAR
heimspekings.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk deilda 11G
og 11B á Landspítala fyrir einstaka
alúð.
.
Auður Birgisdóttir,
Birgir Pálsson, Regína Ásvaldsdóttir,
Kolbrún Þ. Pálsdóttir, Róbert H. Haraldsson,
Andri Páll Pálsson, Brynja Þóra Guðnadóttir
og barnabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu,
langömmu og langalangömmu,
MARÍU FRIÐRIKSDÓTTUR,
Sólvöllum 13,
Selfossi,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir
21. apríl.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 3S á
hjúkrunarheimilinu Eir fyrir einstaka alúð og umhyggju.
.
Hafþór Magnússon, Sólveig Höskuldsdóttir,
Einar Baldvin Sveinsson, Jóna Sólmundsdóttir,
Guðný María Hauksdóttir,
Kristín Fjóla Bergþórsd., Guðmundur Örn Böðvarsson
og ömmubörnin öll.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu minnar, móður, tengdamóður
og ömmu,
LISELOTTE E. HJÖRDÍSAR
JAKOBSDÓTTUR
hjúkrunarfræðings.
.
Holger Markus Hansen,
Iris Hansen, Snorri Páll Davíðsson,
Sonja Hansen, Bragi Þór Bjarnason,
Laufey María og Eyrún Sara.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra
EGILS JÓNSSONAR
bónda,
Syðri-Varðgjá,
Eyjafjarðarsveit.
.
Börn hins látna og aðrir aðstandendur.