Morgunblaðið - 16.05.2015, Side 43
og útskrifaðist árið 2011. Hann
dvaldi þá m.a. eina önn við nám í
Giessen í Bundesland Hessen í
Þýskalandi.
Halldór hefur unnið jöfnum hönd-
um við uppistand, leikhús, sjónvarp
og kvikmyndir frá því hann útskrif-
aðist. Auk þess hefur hann unnið við
auglýsingagerð á stofunum Fíton og
Hvíta húsinu.
Halldór gaf út ljóðabókina Hug-
myndir andvirði 100 milljónir, hjá
Tungl forlagi árið 2015. Hann var
aðstoðarleikstjóri og dramatúrg við
sýningarnar Karma fyrir fugla,
Englar alheimsins, Harmsaga og
Þingkonurnar.
Næsta haust flytur svo fjöl-
skyldan til Akureyrar þar sem Hall-
dór ætlar að leika við LA.
Listasmiður í gömlum stíl
Halldór hefur að sjálfsögðu áhuga
á leikhúsi, kvikmyndum og ferðalög-
um. Auk þess matargerð og bland-
aðri bardagalist af ýmsu tagi.
En það sem kemur skemmtilega á
óvart er áhugi Halldórs á trésmíði:
„Ég hef verið að koma mér upp tré-
smíðaverkstæði í Mosfellssveit og
fer þangað í hverri viku að smíða.
Ég hef gert upp tvær íbúðir, smíðað
innréttingar, bar, hillur og kofort.
En ég er að færa mig yfir í gamal-
dags smíði þar sem maður geirneglir
og hefur gamla lagið á hlutunum. Ég
veit ekkert skemmtilegra en að
dunda mér við smíðar.“
Fjölskylda
Eiginkona Halldórs er Magnea
Þóra Guðmundsdóttir, f. 17.3. 1978,
arkítekt og hönnuður. Foreldrar:
hennar eru Hjördís Þorfinnsdóttir, f.
16.6. 1953, leikskólakennari, búsett á
Selfossi, og Guðmundur Ingi Karls-
son, f. 6.1. 1952, fyrrv. framkvæmda-
stjóri í Hafnarfirði.
Sonur Halldórs og Berglindar
Pétursdóttur er Kári Halldórsson, f.
10.2. 2011.
Dóttir Halldórs og Magneu Þóru
er Guðný Halldórsdóttir, f. 7.10.
2013.
Hálfsystur Halldórs, samfeðra,
eru Tinna Björk Halldórsdóttir, f.
22.1. 1985, bakari í Reykjavík, og
Edda Margrét Halldórsdóttir, f.
18.3. 1980, arkítekt og kaffihúsaeig-
andi í Brighton á Englandi.
Foreldrar Halldórs eru Guðný
Halldórsdóttir, f. 23.1. 1954, kvik-
myndaleikstjóri í Mosfellssveit, og
Halldór Þorgeirsson, f. 25.1. 1960,
kvikmyndagerðarmaður í Mosfells-
sveit.
Úr frændgarði Halldórs Laxness Halldórssonar
Halldór Laxness
Halldórsson
Halldóra Kristín Jónsd.
sýsluritari í Rvík
Sveinn Guðmundsson
járnsm. Í Rvík
Auður Sveinsdóttir
handavinnukennari í Mosfellssveit
Guðný Halldórdóttir
kvikmyndaleikstj. í
Mosfellssveit
Guðjón Helgason
b. og vegaverkstj. í Laxnesi,
bróðursonur Jóns í Leyni, afa
Guðmundar Böðvarss. skálds á
Kirkjubóli, og systursonur Þórunn-
ar Sveinsd., langömmu Megasar
Sigríður Halldórsdóttir
b. í Mosfellssveit
Baldvin
Halldórsson
leikari
Steinunn G.
Jónsdóttir
húsfr. á
Arngerðareyri
Ásdís Thoroddsen
silfursmiður í Rvík
Ásta Jónasdóttir
Thorsteinsson
söngkennari
Sigriður Guðjónsdóttir
húsfr. í Rvík
Helga Guðjónsdóttir
píanókennari í Rvík
Halldór Kolbeinsson
geðlæknir í Rvík
Kristinn Kolbeins-
son viðskiptafr. og
fasteignasali í Rvík
Halldór Laxness
leikstj. í Frakklandi
Halldóra Kr.
Thoroddsen
myndlistarm.
Margrét Laxness
grafískur hönnuður
Ásdís Thoroddsen
kvikmyndagerðarm.
Einar Laxness
lögfr. í Rvík
Guðbjörg Thoroddsen
leikari
Einar
Laxness
sagnfr.
Auður Jónsdóttir
rithöfundur og
hlaðamaður
Sigríður Halldórs-
dóttir kennari í
Mosfellsbæ
Ásgeir Karlsson
geðlæknir í Rvík
Jóhann Dúi Axel Björnsson
kirkjugarðsvörður á Akureyri
Björn Ásgeirsson kirkju-
garðsvörður á Akureyri
Ásgeir Halldórsson
verslunarm. á Akureyri
Karl Ásgeirsson sím-
ritari á Akureyri
Ólafur Ásgeirsson
fyrrv. aðstoðar-
yfirlögregluþjónn
á Akueyri
Arndís Þorgeirsdóttir fyrrv.
fréttastj. á Fréttablaðinu
Gyða Þorgeirsdóttir
hjúkrunarfr. í Rvík
Hrafn Þorgeirsson
forstjóri Primera
Hans Guðmundss.
verkstj. í Rvík
Arndís Skúlad.
húsfr. í Rvík
Lára Hansdóttir
deildarstj. í Rvík
Þorgeir Halldórsson
deildarstj. í Rvík
Halldór Þorgeirsson
kvikmyndagerðarm. í
Mosfellssveit
Guðbjörg Sigurðardóttir
ritari í Rvík
Halldór Ásgeirsson
sláturhússtj. og verslunar-
stj. í KEA á Akureyri
Halldór Kiljan Laxness
rithöfundur í Mosfellssveit
María Hall-
dórsdóttir
verslunarm.
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015
AUKIN ÞJÓNUSTA
VIÐ EIGENDUR VW
• Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem
uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen.
• Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest
allt um ástand bílsins og gæði.
• Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk
starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu.
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
Kletthálsi 9 • Sími 568 1090
- V E R K S T Æ Ð I Ð -
Björn fæddist í Reykjavík 16.5.1923. Hann var sonurhjónanna Einars Jórmanns
Jónssonar, hárskurðarmeistara og
tónlistarmanns, og Ingveldar Ró-
senkranz Björnsdóttur, húsfreyju og
kjólameistara.
Einar var sonur Jóns Jónssonar, b.
í Hraunkoti, af Járngerðarstaðaætt
en móðir hans var Helga, systir Katr-
ínar, langömmu Þorvalds, föður Guð-
laugs ríkissáttasemjara og Tómasar,
útgerðarmanns. Móðir Einars var
Ólöf Benjamínsdóttir.
Ingveldur var dóttir Björns Ró-
senkranz, kaupmanns í Reykjavík, og
Elínar Björnsdóttur af Bergsætt,
systur Einars, föður Steindórs bíla-
kóngs, afa Geirs Haarde sendiherra.
Eiginkona Björns var Ingibjörg
Gunnarsdóttir hárgreiðslukona sem
lést 1999. Þau eignuðust fimm börn,
Gunnar, Björn, Ragnar, sem er lát-
inn, Ragnheiði og Odd. Fyrir átti
Björn soninn Jón.
Björn lauk meistaraprófi í rak-
araiðn frá Iðnskólanum í Reykjavík
1945 og stundaði píanó- og básúnu-
nám 1936-53, meðal annars við Tón-
listarskólann í Reykjavík.
Björn lék með Hljómsveit Reykja-
víkur, Hljómsveit Ríkisútvarpsins og
Hljómsveit FÍH og var fyrsti
básúnuleikari Sinfóníuhljómsveitar
Íslands frá stofnun 1950. Hann lék
með sinfóníuhljómsveitinni til árs-
loka 1994 er hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir.
Þá lék Björn með danshljóm-
sveitum frá stríðslokum, ýmist með
hljómsveitum undir eigin nafni eða
annarra við miklar vinsældir.
Björn kenndi hljóðfæraleik m.a.
við tónlistarskólana í Reykjavík og
Garðahreppi. Hann var um árabil
formaður Lúðrasveitar Reykjavíkur
og stjórnaði sveitinni einnig í nokkur
ár. Björn sat um hríð í stjórn FÍH og
einnig í starfsmannastjórn sinfóníu-
hljómsveitarinnar. Hann var sæmd-
ur gullmerki FÍH á 50 ára afmæli fé-
lagsins og riddarakrossi hinnar
íslensku fálkaorðu árið 2007. Árið
2010 hélt Jazzhátíð Reykjavíkur hon-
um heiðurstónleika og var honum um
leið þakkað frumkvöðulsstarf í þágu
djassins á Íslandi.
Björn lést 19.5. 2014.
Merkir íslendingar
Björn R.
Einarsson
Laugardagur
100 ára
Ragna Stefánsdóttir
90 ára
Guðrún A. Hallgrímsdóttir
Jón G. Stefánsson
Jósefína Norland
Kristín Magnúsdóttir
Ragna Hólmfríður
Pálsdóttir
Sigurður Jóhannesson
Steinunn Sigurðardóttir
85 ára
Páll Friðriksson
80 ára
Anna Lísa Kristjánsdóttir
Ottó Örn Pétursson
Steinunn Ólafsdóttir
75 ára
Erna Sampsted
Sigurjón Skúlason
70 ára
Uka Zogaj
60 ára
Árni Benedikt Árnason
Björn Jóhannesson
Dagbjört S. Sigurðard.
Hammer
Guðrún Sigurðardóttir
Inga Þóra Stefánsdóttir
Jan Feliks Marek
Jón Ingimundur Ólafsson
Jónína Kristjánsdóttir
Lára Margrét
Sigurðardóttir
Sigurður Mikaelsson
50 ára
Anna Kristín Jónsdóttir
Árni Jón Gissurarson
Ásdís Helga Árnadóttir
Áslaug Einarsdóttir
Bryndís Heimisdóttir
Einar Hólm Stefánsson
Eva Melberg Jespersen
Eyþór Helgi Tómasson
Gísli Þór Sigurbergsson
Guðrún Linda Ólafsdóttir
Hildur Inga Björnsdóttir
Linda Rós
Guðmundsdóttir
Ólafur Ágúst Ólafsson
Sigþrúður Erla Arnardóttir
Stefán Pétursson
Vilborg Sveinsdóttir
40 ára
Anna Vilborg Ívarsdóttir
Arnbjörn Jóhann
Kristinsson
Ágústa Kristín Bjarnadóttir
Árni Snorri Valsson
Bjargey Sigurðardóttir
Harpa B. Nadhir
Bragadóttir
Ingibergur Sveinn
Björgvinsson
Júlíus Þór Júlíusson
Ólafur Rögnvaldsson
Rannveig Lena Gísladóttir
Selma Sigurbjörnsdóttir
Sigrún Haraldsdóttir
30 ára
Einar Haraldsson
Guðbjörg Elly Gústafsdóttir
Kári Níelsson
Kristinn Elís Loftsson
Lilja Guðrún Jónsdóttir
Nils Kristján Kristjánsson
Ómar Júlíusson
Sandra Lilja Joukodóttir
Sigurberg Magnús
Sigurðsson
Torfi Sigurbjörn Gíslason
Sunnudagur
85 ára
Jóhanna Sveinbjarnardóttir
Jón Elías Guðjónsson
80 ára
Pétur Gissurarson
Sjöfn Guðmundsdóttir
75 ára
Brynhildur Ingólfsdóttir
Lúðvík Fahning Hansson
Vernharður Jónsson
70 ára
Hörður Guðmundsson
Kristín Norðmann
Neville Pétur Viktor Young
Ólafur Matthíasson
Sigrún A. Bjarnadóttir
Stefán Árnason
Sævar Kjartansson
60 ára
Gretar Daníel Pálsson
Hermann Hermannsson
Hulda Ragnarsdóttir
Klara Sigurðardóttir
Rögnvaldur Gottskálksson
50 ára
Anne Katrine Hame
Ármann Sigurðsson
Bárður Árnason
Bjarni Gunnarsson
Brynja Sif Björnsdóttir
Dögg Harðardóttir
Ellert Guðmundsson
Eyjólfur Pálsson
Ingibjörg Ósk
Jóhannsdóttir
Jóhann S. Sigurðsson
Lilja Hrönn Hauksdóttir
Maríus Þór Jónasson
Sigfús Bergmann
Gunnarsson
Þórður Kárason
40 ára
Anna Pála Stefánsdóttir
Auður Eik Magnúsdóttir
Ásrún Sigrid
Steindórsdóttir
Berglind Sigmarsdóttir
Elías Georg Ingþórsson
Jóna Björg Howard
Júlíus Atli Hálfdánarson
Kolbrún Hrund Ólafsdóttir
Kristíanna Jessen
Lúðvík Baldur Harðarson
Marek Ireneusz Szalasek
María Hendrikka
Ólafsdóttir
Mayraflor Cuizon Delima
Ninja Elín Maggadóttir
Steinunn Dröfn
Ingibjörnsdóttir
30 ára
Agnar Friðrik Agnarsson
Árni Baldvin Þórðarson
Daníel Reynisson
Díana Íris Guðmundsdóttir
Helgi Rúnar Gunnarsson
Jón Héðinn Kristinsson
Kerstin Anna Gillen
Lorena Llopis Senent
Salvar Rósantsson
Sara Björk L. Gunnarsdóttir
Tomasz Dariusz Kondratiuk
Til hamingju með daginn
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón