Morgunblaðið - 16.05.2015, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015
Listahátíð í Reykjavík 2015
Verksummerki nefnist sýning sem
opnuð verður í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur kl. 17 í dag og fjallar
um huglægar og nærgöngular til-
hneigingar í íslenskri samtíma-
ljósmyndun. Sýningin tvinnar sam-
an verk sex ljósmyndara sem gera
hversdaginn og eigið líf að meginvið-
fangsefni sínu, eins og segir í til-
kynningu. Verkin á sýningunni eru
eftir Agnieszku Sosnowska, Kristinu
Petroðiutë, Báru Kristinsdóttur,
Hallgerði Hallgrímsdóttur, Skútu og
Daniel Reuter. „Kjarni sýningar-
innar er ljósmyndarinn sjálfur, sem
er ekki aðeins hinn ávallt nálægi
áhorfandi og sögumaður heldur
sjálft viðfangsefni verkanna. Mynd-
irnar á sýningunni fanga verks-
ummerki ljósmyndaranna í mynda-
dagbókum, sjálfsmyndum og
myndaröðum sem endurspegla nær-
umhverfi þeirra, reynslu og minn-
ingar,“ segir í tilkynningu.
Sýningarstjóri er Brynja Sveins-
dóttir.
Svíþjóð „Sweden“ nefnist þessi ljósmynd eftir Agnieszku Sosnowska frá
árinu 1991. Sex ljósmyndarar eiga verk á sýningunni Verksummerki.
Ljósmyndarinn sjálfur
kjarni Verksummerkja
Viðamikill gjörningur Rúríar, Lind-
ur – Vocal VII, verður fluttur í
Norðurljósasal Hörpu í dag, laug-
ardag, klukkan 18. Gjörningurinn er
saminn sérstaklega til flutnings á
Listahátíð í Reykjavík í ár. Undan-
farin ár hefur Rúrí unnið fjöl-
breytileg og margbrotin listaverk
þar sem fyrirbærið vatn og hinar
margbreytilegu birtingarmyndir
þess koma við sögu. Meðal þessara
verka, sem hafa verið sýnd í söfnum
og sýningarsölum víða um lönd, er
gjörningaröðin Vocal.
Titill þessa verks vísar til upp-
sprettu og undirstöðu lífs á jörðu og
til líðandi stundar, en jafnframt til
tjáningar lifandi vera og fyrirbæra.
Verkið er stórt í sniðum og í því
renna saman innsetning, fjölrása
myndband, frumsamið hljóðverk,
hreyfing, texti og raddir. Mynd-
bandshluti verksins er unninn í sam-
starfi við Maríu Rún en hljóðhlutinn
í samstarfi við Bjarka Jóhannsson.
Nýlókórinn, Hinn íslenski hljóð-
ljóðakór, kemur fram við flutning
gjörningsins ásamt Rúrí.
Líkt og sinfónía
„Þetta er með stærri gjörningum
sem ég hef flutt,“ segir Rúrí og bæt-
ir við að gestir muni upplifa ný efn-
istök frá fyrri gjörningum hennar.
„Orðið vocal vísar til þess að þetta
er rödd fossins eða vatnsins sem
hljómar. Ég er að leyfa náttúrunni
að tjá sig gegnum verkið,“ segir
Rúrí. Hún getur ekki tjáð sig um
annan þátt þess en segir að Nýlókór-
inn sé í senn hluti af sviðsmynd,
flytji myndverkið sem þáttur í hinu
sjónræna, en einstaklingar í kórnum
fara líka með texta. Sjálf flytur hún
líka texta. Í verkinu eru fjórar sóló-
raddir. „Stundum líki ég þessum
stóru gjörningum við sinfóníur. Í
þeim er ákveðið flæði með kafla-
skiptingum, þótt það sé ekki slitið í
sundur. Það er uppbygging í verk-
inu; inngangur, meginmál og niður-
lag. Gjörningurinn er rétt rúmar 30
mínútur.“
Myndefnið í verkinu er byggt á
fossum og fleiru; flennistór mynd-
vörpun breytir rýminu þar sem allt
verður að lifandi þætti í myndlist-
arverkinu.
– Er verkið ákall um að hlífa foss-
unum og náttúrunni?
„Flest verk mín hafa þá taug,“
svarar Rúrí. „Ég ber gríðarmikla
virðingu fyrir náttúrunni og finnst
það algjörlega sjálfsagt. Því ef við
missum náttúruna þá höfum við ekk-
ert að standa á. Þá höfum við misst
okkar stað í tilverunni.“ efi@mbl.is
Með stærri gjörningum
Gjörningur
Rúríar, Lindur –
Vocal II, í Hörpu
Viðamikið „Ég er að leyfa náttúrunni að tjá sig gegnum verkið,“ segir Rúrí
um efnismikinn gjörninginn sem fluttur verður í Norðurljósasalnum í dag.
Sýning Sirru Sigrúnar Sigurðar-
dóttur, Geymar, verður opnuð í
Listasafni Árnesinga í dag kl. 14. Á
henni er gestum boðið að ganga
inn í myndheim Sirru sem sækir
efniviðinn m.a. í tölulegar stað-
reyndir, vísindakenningar og rann-
sóknir. „Hún hefur lengi velt fyrir
sér stöðu listamannsins og list-
arinnar í samfélaginu. Hér vinnur
hún líka með nærsamfélagið auk
þess að vinna með verk úr safneign
safnsins sem kalla fram endur-
minningar frá Selfossi þar sem hún
ólst upp og safnið var fyrst stað-
sett,“ segir um sýninguna á vef
Listahátíðar í Reykjavík.
Sirra Sigrún er í hópi áhrifamik-
illa listamanna hér á landi og hefur
tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér
heima og erlendis, meðal annars í
Listasafni Reykjavíkur og Tate
Modern í Lundúnum. Hún er einn
stofnenda og eigenda gallerísins
Kling & Bang og hefur skipulagt
fjölda sýninga og listviðburða þar
með þátttöku innlendra og erlendra
listamanna. Í desember 2012 var
hún meðal 24 alþjóðlegra lista-
manna sem tímaritið Modern Pain-
ters útnefndi sérstaklega sem lista-
menn sem vert er að fylgjast með á
komandi árum, eins og segir á
vefnum.
Ljósmynd/Sirra Sigrún
Áhrifamikil Sirra opnar í dag sýningu í Listasafni Árnesinga í Hveragerði.
Verk úr safneign kalla
fram endurminningar
Gjörningur Steinunnar Gunnlaugs-
dóttur, OG, verður fluttur í Ný-
listasafninu í dag kl. 13. „OG býður
í fjöruga kökuveislu í Nýlistasafn-
inu þar sem alræmd hugtök halda
uppi góða skapinu og gómsæt sam-
tenging verður á boðstólum.
Krakkar á öllum aldri eru sér-
staklega velkomnir. Kökuveislan
hefst tímanlega kl. 13.00 og stendur
eingöngu yfir í 30 mínútur.
Fyrstir koma, fyrstir fá,“ segir
um verkið á vef Listahátíðar. Radd-
listamenn í gjörningnum eru Böðv-
ar Jakobsson og Björgvin And-
ersen.
Krakkar sérstaklega velkomnir
OG Kynningarklippimynd fyrir verkið.
Söfn • Setur • Sýningar
Sunnudagur 17. maí: Íslenski safnadagurinn, ókeypis aðgangur
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning
Á veglausu hafi í Bogasal, síðasti sýningardagur
Hvar, hver, hvað? og Húsin í bænum síðasta sýningarhelgi
Veraldlegar eigur Þórðar bónda ný sýning á Torgi
Fjölbreyttir ratleikir fyrir alla fjölskylduna.
Safnbúð og kaffihús
Listasafn Reykjanesbæjar
Listahátíð barna í fjórum sölum
Leikskólar – Grunnskólar - Fjölbraut
7. maí – 22. maí
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Bátasafn Gríms Karlssonar
Listasafn Erlings Jónssonar
Opið virka daga 12-17,
helgar 13-17.
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
LISTASAFN ÍSLANDS
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is
Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga.
SAGA - ÞEGAR MYNDIR TALA
22.5. - 6.9. 2015
Ísl. safnadagurinn, sunnudaginn 17. maí - Ókeypis aðgangur
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
SAMSPIL Sigurjón Ólafsson og Finn Juhl
Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar 25. apríl - 30. ágúst
Ísl. safnadagurinn, sunnudaginn 17. maí - Ókeypis aðgangur
Opið laugardaga og sunnudag kl. 14-17.
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Í BIRTU DAGANNA Málverk og teikningar Ásgríms Jónssonar, 1.2.-15.9. 2015
Ísl. safnadagurinn 17. maí kl. 14 - STIKLUR ÚR STARFI LISTMÁLARANS, Ásgríms
Jónssonar - Fyrirlestur Rakelar Pétursdóttur. Ókeypis aðgangur.
Opið sunnudaga kl. 14-17.
Safnadagurinn
Sunnudag 17. maí kl. 12 - 17
Sjá dagskrá á: www.hafnarborg.is
MENN
Curver Thoroddsen - Finnur Arnar Arnarson
Hlynur Hallsson - Kristinn G. Harðarson
Þinn staður, okkar umhverfi við
Flensborgarhöfn
Fimmtudag 21. maí kl. 17
Opnun og fyrirlestur.
Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þriðjudaga.
www.hafnarborg.is, sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
Opið hús sun. 17. Maí
Leiðsagnir um safnið,
vinnurými og geymslur
Sjá heimasíðu
www.honnunarsafn.is
Ókeypis aðgangur
Sunnudagur 17. maí: Íslenski safnadagurinn, ókeypis aðgangur
Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
Geirfuglinn, Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist,
alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort og vaxmynd
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Veitingahúsi Kapers Hádegismatur, kaffi og meðlæti
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
SAFNAHÚSIÐ
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið daglega frá kl. 10-17.
Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210
www.safnahusid.is Opið daglega frá 10-17