Morgunblaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Torres, eða Mackenzie Scotteins og hún var skírð, ólstupp í Georgíu en dvaldi á unglingsárum í Nashville. Þessi höfuðborg kántrísins er eigi griða- staður fyrir nýbylgjumiðuð ung- menni og í raun þurfa slíkir tón- listarmenn að flytja þaðan, eigi þeir að eiga möguleika á því að vaxa eitthvað að ráði. Þetta á einnig við um kántrí-listamenn þar sem dirfast að sveigja formúluna á einhvern hátt (Jason & The Scorc- hers t.d.) og það er meira að segja til heil undirstefna sem varð til vegna þessa „ástands“, útlagak- ántríið (Waylon Jennings, Willie Nelson o.fl.) Útlagi Torres gerðist því útlagi og flutti sig til Brooklyn, nánar til- tekið til Bushwick sem er nýja „Williamsburg“ mætti segja. Allt að gerast þar og yfirskeggjaðir „hipsterar“ á hverju horni. Í við- tali við Guardian lýsir hún því hvernig það var að starfa í Nash- ville sem tónlistarmaður, það sem hún hafi viljað ná fram og koma út hafi einfaldlega passað illa í þau Í vanmætti er styrkur Sterk? Torres, réttu nafni Mackenzie Scott, hefur vakið athygli fyrir einlæga texta sína og lagasmíðar. box sem fyrir eru. Þetta var fyrir tveimur árum en fyrsta plata hennar, samnefnd henni, kom út í ársbyrjun 2013 (og var tekin upp í heimahljóðveri Tony Joe White í Franklin). Platan vakti mikla at- hygli hjá tónlistarbiblíum, lögin og flutningurinn eru eins og það sé verið að koma við kvikuna á Tor- res, einlægt og tilfinningaþrungið og hittir mann í hjartastað. PJ Harvey kemur í hugann en einnig Sharon Van Etten en Torres gestasöng á síðustu plötu hennar, Are We There. Torres túraði þessa fyrstu plötu sína rækilega og hit- aði m.a. upp fyrir Okkervil River, Etten og Hamilton Leithauser (The Walkmen). Sprinter var tekin upp í Eng- landi af þeim Rob Ellis (PJ Har- vey) og Adrian Utley (Portishead). Platan ber með sér opnari hljóð- heim, eitthvað sem hún kallar „geimkúrekahljóm“. Fyrri platan var frekar strípuð og spennandi að heyra hvað sú aðkoma gerir fyrir lagasmíðarnar. Útlaga- og and- stöðueðlið er nokkuð innbrennt í Torres. Uppvöxturinn í Georgíu fylgdi íhaldssömum, strangkristi- legum áherslum og Torres vinnur nokkuð með þessi æskuár sín á Sprinter, veltir fyrir sér rang- indum sem felast stundum í skipu- lögðum trúarbrögðum og þeim sál- rænu áhrifum sem þau kunna að hafa haft á hana. Ung Í viðtalinu í Guardian sést hversu ung Torres er. Hún er 24 ára, á þessum snúningspunkti æsk- unnar, fullorðin en samt ekki og á þeim aldri líka þegar popparar gera sín meistaraverk (Dylan, Bítl- ar o.fl.). Það er þó hressandi að hún kveikir á því að gerviásýnd, að allt sé frábært, er ekki málið. Tímanna tákn mögulega, einkenni nýrrar, einlægrar kynslóðar sem setur allt upp á borð (er það y kynslóðin eða z kynslóðin?). „Ég er hugfanginn af þeirri hugmynd að þú öðlist styrk með því að viðurkenna vanmátt og hræðslu,“ segir hún. „Fólk talar alltof sjaldan um þessa hluti. Ég hef ekki áhuga á að gefa þá mynd af mér að ég sé ósigrandi.“ »Hún er 24 ára, áþessum snúnings- punkti æskunnar, full- orðin en samt ekki og á þeim aldri líka þegar popparar gera sín meistaraverk.  Tónlistarkonan Torres gefur út aðra plötu sína, Sprinter  Söngvaskáld úr suðrinu en gerir út frá Brooklyn Fiðluleikarinn og tónlistarkonan Aisha Orazba- yeva frá Kasakst- an heldur tón- leika í Mengi í kvöld kl. 21. Hún mun flytja verk eftir Iannis Xen- akis, Simon Steen-Andersen, Helmut Lachenmann og Elvis Pres- ley og myndbandsverk hennar, RMER, verður einnig flutt við spuna einleiksfiðlu. Orazbayeva hefur komið víða fram sem einleikari, m.a. í Carne- gie Hall í New York og einleiks- plötur hennar, Outside og The Hand Gallery, hafa hlotið lof gagn- rýnenda. Hún er einn af stjórn- endum tónlistarhátíðarinnar Lond- on Contemporary Music Festival. Aisha Orazbayeva leikur í Mengi Aisha Orazbayeva Fjögur ný tónverk eftir þrjú íslensk tónskáld verða flutt á tónleikunum Nýjabrum í stofunni á Óðinsgötu 7, 4. hæð til hægri, á morgun kl. 16. Tón- leikarnir eru hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Verkin voru öll samin á þessu ári og eru þau eftir Daníel Bjarnason, Hauk Tómasson og Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Árni Heiðar Karlsson píanóleikari leikur öll verkin en í tveimur þeirra leika með honum Grímur Helgason klarin- ettuleikari og Margrét Árnadóttir sellóleikari. Fyrri tvö verkin, „Frames“ eftir Daníel og „aequorum“ eftir Maríu, eru skrifuð fyrir einleikspíanó og elektróník en hin tvö, „Verse“ eftir Hauk og „Five Possibilities“ eftir Daní- el, eru fyrir píanó, selló og klarinettu, eins og fram kemur á vef Listahátíð- ar. Öll verkin verða frumflutt, að verki Daníels undanskildu. Nýjabrum í stofunni, Óðinsgötu 7 Góður hópur Hér eru þau öll saman, Árni Heiðar og tónskáldin fjögur. Ljósmyndari/Rafael Pinho Billy Elliot (Stóra sviðið) Sun 17/5 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00 Mið 10/6 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00 Fim 11/6 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00 Fös 12/6 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00 Fim 4/6 kl. 19:00 Lau 13/6 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 13:00 Ath kl 13 Fös 5/6 kl. 19:00 Sun 14/6 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00 Lau 6/6 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00 Sun 7/6 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 17/5 kl. 13:00 Síðustu sýningar leikársins Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Fim 21/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00 Fös 22/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 16/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Lau 6/6 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Beint í æð (Stóra sviðið) Lau 16/5 kl. 20:00 Síðasta sýning! Peggy Pickit sér andlit guðs (Litla sviðið) Sun 17/5 kl. 20:00 Fös 22/5 kl. 20:00 Fim 21/5 kl. 20:00 Lau 30/5 kl. 20:00 Urrandi fersk háðsádeila frá einu umtalaðasta leikskáldi Evrópu Hystory (Litla sviðið) Mið 20/5 kl. 20:00 auka. Sun 31/5 kl. 20:00 auka. Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur Blæði: obsidian pieces (Stóra sviðið) Þri 19/5 kl. 20:00 Mán 25/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00 Íslenski dansflokkurinn - Aðeins þessar þrjár sýningar Beint í æð! –★★★★ , S.J. F.bl. leikhusid.is FJALLA-EYVINDUR OG HALLA – ★★★★ – SV, MBL HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Fjalla - Eyvindur og Halla (Stóra sviðið) Fös 29/5 kl. 19:30 Lokas. Allra síðasta sýning. Svartar fjaðrir (Stóra sviðið) Mið 20/5 kl. 19:30 3.sýn Lau 30/5 kl. 19:30 5.sýn Sun 31/5 kl. 19:30 6.sýn Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Lau 6/6 kl. 14:00 Lau 6/6 kl. 17:00 Áhugasýning ársins. María Ólafsdóttir leikur Ronju í Þjóðleikhúsinu. Fetta bretta (Kúlan) Sun 17/5 kl. 14:00 Sun 17/5 kl. 15:00 Falleg sýning fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til 3 ára. Leitin að Jörundi (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 17/5 kl. 20:00 Sápuópera um hundadagakonung Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Eldhúsið (Salurinn) Lau 23/5 kl. 14:00 Both Sitting Duet og Body Not Fit For Purpose (Salurinn) Lau 30/5 kl. 20:00 The Border (Salurinn) Mán 18/5 kl. 20:00 Þri 19/5 kl. 20:00 Endatafl (Salurinn) Lau 16/5 kl. 20:00 Sun 24/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00 Hávamál (Salurinn) Mið 27/5 kl. 20:00 Sun 31/5 kl. 16:00 Sun 31/5 kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.