Morgunblaðið - 16.05.2015, Síða 49

Morgunblaðið - 16.05.2015, Síða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015 Sýning sem fjallar um 100 ára kosn- ingarétt kvenna verður opnuð í dag, laugardag, í Þjóðarbókhlöð- unni. Um leið verður haldið þar málþing frá klukkan 13 til 16 um þróun borgara- og þegnréttinda kvenna í 100 ár. Erindi á málþinginu flytja Auður Styrkársdóttir, forstöðukona Kvennasögusafns Íslands, Björg Hjartardóttir kynjafræðingur og Guðný Gústafsdóttir kynjafræð- ingur. Jafnframt verður opnaður vefurinn konurogstjornmal.is. Verkefnið er styrkt af Fram- kvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og er í sam- starfi Landsbókasafns Íslands – Há- skólabókasafns við Þjóðskjalasafn Íslands, Alþingi, RÚV og Rann- sóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands. Á sýningunni er þessi saga öll rakin í máli og myndum á forvitnilegan hátt. Sýning um kosningarétt kvenna Ljósmynd/Magnús Ólafsson Kvenfrelsi Konur halda upp á fjögurra ára kosningarafmæli í Reykjavík 1919. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Hrútar, var heimsfrumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Cannes í gær- morgun og er hún meðal 20 kvik- mynda í flokknum Un Certain Regard. Ein mynd úr þeim flokki hlýtur verðlaunin Prix Un Certain Regard eftir viku og fyrir dóm- nefndinni fer leikkonan Isabella Rossellini. Hátíðin er ein sú virtasta í heimi og mikill heiður fyrir að- standendur myndarinnar að komast í fyrrnefndan flokk. Af þekktum leikstjórum sem sýnt hafa kvik- myndir sínar í Un Certain Regard má nefna Gus Van Sant, Sofiu Cop- pola og Steve McQueen. Hrútar er fjórða kvikmyndin í fullri lengd eftir íslenskan leikstjóra sem kemst í hið sk. opinbera val á Cannes, Official Selection. Fyrst var Sódóma Reykjavík eftir Óskar Jónasson árið 1993, þá Stormviðri eftir Sólveigu Anspach 2003 og Voksne mennesker eftir Dag Kára Pétursson árið 2005. Hlegið og grátið „Það voru góð viðbrögð og stand- andi lófaklapp í tíu mínútur,“ segir Grímur blaðamanni að lokinni frum- sýningu. „Ég var í hálfgerðu móki þarna, ekki alveg með sjálfum mér. Það var hlegið talsvert mikið á nokkrum stöðum og það var mikið klappað í lokin. Það eru nokkrar mjög kómískar senur í myndinni þó að hún sé alvarleg í grunninn. Svo var mikið grátið, sérstaklega í lok- in,“ segir Grímur og skýtur því inn í að hann sé að ganga framhjá Woody Allen. „Það er bara allt að gerast,“ segir hann kíminn og blaðamaður biður Grím að skila kveðju til Allen. – Ég sé á myndum Halldórs að leikararnir John C. Reilly og Colin Farrell áttu leið hjá þegar þið voruð í myndatöku? „Já, einmitt. Þeir voru á þarna á undan,“ segir Grímur en þeir Reilly og Farrell leika í kvikmyndinni The Lobster sem frumsýnd er á hátíð- inni og fóru í myndatöku af því til- efni. „Það var svolítil upplifun að fara í þessa myndatöku, það voru svona 50-60 ljósmyndarar og allir öskrandi á mann,“ segir Grímur um myndatökuna sem hann fór í með aðalleikurum myndarinnar og töku- manni. Öskrin hafi að mestu verið á frönsku. Hvað sölu og dreifingu á mynd- inni varðar segir Grímur að margir hafi verið að bíða þess að sjá mynd- ina fullkláraða en þó sé búið að selja myndina til nokkurra landa, m.a. Frakklands og sýningar á myndinni hefjist líklega þar í landi í haust. Lofsöngur í Variety „Þetta eru miklu betri viðtökur en ég átti von á, í ljósi þess að þetta er bara lítil, sæt mynd, svona sveitamynd frá Íslandi. Hún hefur snert einhverja strengi hjá fólki,“ segir Grímur. Hann hafi verið mjög heppinn með samstarfsfólk við gerð myndarinnar. „Það hefur verið mjög góður andi í hópnum allan tímann og þetta gekk rosalega vel,“ segir Grímur. Og dómar um mynd- ina eru farnir að tínast inn, sá fyrsti birtist í gær, frá gagnrýnanda Var- iety sem eys myndina lofi og fer m.a. fögrum orðum um frammistöðu aðalleikaranna, Sigurðar og Theó- dórs. Almennar sýningar á Hrútum hér á landi hefjast 29. maí. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Reffilegir Grímur, Sturla, Sigurður og Theódór í sínu fínasta pússi. Ljósmyndaramergð Sigurður Sigurjónsson, Grímur Hákonarson, Sturla Brandth Grøvlen og Theódór Júlíusson nutu sín í myndatöku fyrir heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Hrútar á hátíðinni í Cannes í gærmorgun. Stórleikaramót John C. Reilly gengur fram hjá Grími, Sigga og Tedda. „Ég var í hálf- gerðu móki“  Hrútar heimsfrumsýndir í Cannes ÍSLENSKT TALÍSLENSKT TAL POWERSÝNING KL. 10:30 Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI - bara lúxus

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.