Morgunblaðið - 16.05.2015, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 16.05.2015, Qupperneq 52
LAUGARDAGUR 16. MAÍ 136. DAGUR ÁRSINS 2015 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 790 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Hélt að barnið sitt væri að deyja 2. Kom konu til hjálpar í London 3. Spýtan brotnaði undan Gísla 4. SGS frestar verkföllum  Ártún, stuttmynd leikstjórans Guð- mundar Arnars Guðmundssonar, var valin besta stuttmyndin á SPOT- kvikmynda- og tónlistarhátíðinni í Ár- ósum sem lauk 3. maí og hlaut auk þess sérstök dómnefndarverðlaun á Minimalen-stuttmyndahátíðinni í Þrándheimi í Noregi sem stóð yfir 22.-26. apríl. Myndin hefur nú hlotið sex alþjóðleg verðlaun frá því hún var frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmynda- hátíðinni í Reykjavík í október í fyrra. Hlaut verðlaun í Ár- ósum og Þrándheimi  Sumarsýning Leir 7 í Stykkis- hólmi, Snúningur- Núningur, verður opnuð í dag kl. 15. Átta listamenn sem aðallega fást við málverk í sinni myndlist sýna myndir af kera- miki. Hver og einn hefur valið einn keramikhlut sem fyrirmynd og túlkar hann hann á sinn veg. Helgi Þorgils Friðjónsson er sýningarstjóri og á verk á sýningunni. Átta sýna í Leir 7  19 plötusnúðar munu þeyta skífum í Gamla bíói í kvöld frá kl. 22.30 til 2.30. Þeir skiptast niður í fjóra hópa sem nefnast Tetriz, Blokk, Plútó og Ya- maho. Til eru útvarps- þættir sem bera þessi heiti og eru þeir allir á X-Tra að Tetriz undanskildum sem er á X-inu. Meðal plötu- snúða er DJ Yamaho, réttu nafni Natalie G. Gunnarsdóttir, sem hér sést. 19 plötusnúðar koma saman í Gamla bíói FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-15 og víða rigning, hvassast syðst, en austan og norðaustan 8-13 og skúrir fyrir norðan. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast á Norðurlandi. Á sunnudag Norðaustan 5-10 m/s, en norðan 10-15 vestast. Víða skúrir, en rigning eða slydda á Vestfjörðum. Hiti 1 til 10 stig, svalast norðvestantil. Á mánudag Norðan 8-13 m/s og skúrir eða slydduél, en bjartviðri sunnan- og vestan- lands. Hiti 1 til 12 stig, hlýjast syðst. Kvennalið Selfoss í knattspyrnu kvenna fékk heldur betur góðan liðsstyrk í gær þegar landsliðs- konan Dagný Brynjarsdóttir gekk í raðir félagsins. Dagný, sem á dög- unum varð þýskur meistari með Bayern München, var á leið til Bandaríkjanna en ekkert varð úr því og hún samdi við sitt gamla fé- lag á nýjan leik. »1 Frá meisturum Bayern München til Selfoss „Maður verður að vita hve- nær maður á að hætta og ég held að þetta sé rétti tíminn. Ég hefði hætt ef við hefðum unnið ÍBV í úrslit- unum í fyrra en mér fannst ég ekki geta það með það tap á bakinu og ég skuldaði félaginu að ná titlinum til okkar,“ sagði Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, við Morgunblaðið. »4 Fyrirliði meistar- anna hættur „Ég er að skoða hvort ég kemst í eitt- hvað spennandi í Evrópu. Ég get svo sem ekki stokkið á hvað sem er með tilliti til fjölskyldunnar og fleiri þátta. Það er sjálfsagt ekki auðvelt að fá góðan samning á megin- landinu en ég ætla alla vega að kíkja á stöð- una,“ sagði landsliðs- fyrirliðinn Hlynur Bæringsson meðal annars við Morgun- blaðið í dag en samningur hans við Sundsvall er að renna út. »2 Landsliðsfyrirliðinn skoðar hvað er í boði Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is KR-útvarpið á 16 ára afmæli um þessar mundir en það hefur verið með beinar útsendingar frá öllum deildar-, bikar- og Evrópuleikjum meistaraflokks karla félagsins í knattspyrnu frá miðjum maí 1999. Höskuldur Þór Höskuldsson var skipaður útvarpsstjóri í júní sama ár og gegnir enn stöðunni. Enginn hef- ur verið lengur í slíku starfi hér- lendis en hann á líðandi öld og aðeins Jónas Þorbergsson (23 ár) og Andr- és Björnsson (18 ár), fyrrverandi út- varpsstjórar Ríkisútvarpsins, hafa gegnt starfi útvarpsstjóra lengur. Liður í að efla KR-klúbbinn var að koma KR-útvarpinu á laggirnar. Höskuldur segir að Daníel Magnús Guðlaugsson hafi verið fenginn til þess að stjórna KR-klúbbnum og hafi strax tekið til hendi. „Hann er maður stórra hugmynda og fékk þessa hugmynd að vera með sér- stakt útvarp og lýsa leikjum,“ segir hann. „Mönnum fannst þetta brjál- æði í byrjun, en ég og Sigurjón M. Egilsson fengum það hlutverk að koma útvarpinu af stað. Sigurjón stjórnaði þessu fyrstu vikurnar og síðan tók ég við og hef verið hérna síðan.“ Beðið eftir Bjarna Fel Eftir að ákvörðun var tekin var sótt um útvarpsleyfi og var fyrsta tilraunaútsendingin frá veitinga- staðnum Rauða ljóninu á Eiðistorgi 15. maí. Í kjölfarið var ákveðið að lýsa öllum leikjum og segir Hösk- uldur að umgjörðin, sem hafi skap- ast í byrjun, hafi haldist alla tíð. „Við hefjum útsendingar tveimur klukku- tímum fyrir heimaleiki og einum tíma fyrir útileiki,“ segir hann. Fast- ir liðir séu viðtöl við þjálfara og leik- menn fyrir og eftir leik og einnig sé rætt við stuðningsmenn eftir atvik- um. „Útsendingin frá leik KR og Fjölnis á sunnudag verður númer 432,“ segir útvarpsstjórinn. Knattspyrnudeild KR rak fyrst útvarpið en Höskuldur og Páll Sæv- ar Guðjónsson tóku fljótlega við rekstrinum og segir Höskuldur að Þröstur Emilsson hafi borið dag- skrána á herðum sér. Bjarni Felixson, einn þekktasti íþróttafréttamaður landsins, tók til starfa í KR-útvarpinu eftir að hann fór á eftirlaun hjá Ríkisútvarpinu. Bjarni segir gjarnan að hann hafi hætt hjá RÚV til þess að geta byrjað í KR-útvarpinu og Höskuldur segir að lengi hafi verið beðið eftir honum. „Það var mikil lyftistöng fyrir okkur að fá Bjarna og það er alltaf unun að geta hlustað á heila lýsingu á knatt- spyrnuleik með Bjarna Fel.“ Reyndasti útvarpsstjórinn  Höskuldur hef- ur stjórnað KR- útvarpinu í 16 ár Morgunblaðið/Golli KR-útvarpið Höskuldur Þór Höskuldsson útvarpsstjóri á sínum stað í KR-heimilinu við Frostaskjól. Höskuldur Þór Höskuldsson segir að reynt hafi verið að halda öllum kostnaði við rekstur KR-útvarpsins í lágmarki. Öll störf séu unnin í sjálf- boðaliðavinnu og tæki leigð en ekki keypt. Sent er út á tíðninni 98,3 auk þess sem Netheimur sér um útsend- inguna á netinu og útbúið hefur verið sérstakt KR-app. „Útvarpið er hluti af stemningunni og útsendingarnar nást um allan heim,“ segir Hösk- uldur. Auk reyndra útvarpsmanna hafa þekktir KR-ingar öðlast þar dýrmæta reynslu og bendir Höskuldur sérstaklega á Pétur Pétursson, fyrrverandi aðstoðarþjálfara KR, Guðmund Benediktsson, aðstoðarþjálfara KR og íþróttafréttamann á Stöð 2, Willum Þór Þórsson, alþingismann og fyrr- verandi þjálfara KR, og Heimi Guðjónsson, þjálfara FH. „Við erum með landsliðsmenn í hverri stöðu,“ segir Höskuldur. Landsliðsmenn í hverri stöðu KR-ÚTVARPIÐ SENDIR ÚT Á TÍÐNINNI 98,3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.