Morgunblaðið - 18.05.2015, Side 1

Morgunblaðið - 18.05.2015, Side 1
Morgunblaðið/Eggert Skipulagður Magnús Pétursson ríkissáttasemj- ari hefur í fjölmörg horn að líta í dag. „Þetta var hvorki jákvæður né neikvæður fundur. Hljóðið í mönnum var fínt og þarna var tekist á á málefnalegum nótum,“ segir Magnús Pétursson ríkissáttasemjari. Í gær funduðu Flóafélögin og VR í deilu sinni við SA þar sem vinnutímafyrirkomulag var rætt. „Þetta var fyrst og fremst vinnufundur og það komu engar niðurstöður út úr honum,“ segir Sig- urður Bessason, formaður samninganefndar Flóafélaganna. Næsti fundur er áætlaður á morg- un. Eftir hann ætlar stjórn VR að funda með landssambandinu og ákveða næstu skref. Dagskráin er þétt hjá Magnúsi í dag en iðn- aðarmenn koma til fundar klukkan níu, SGS kem- ur þar á eftir og svo er fundur á milli BHM og rík- isins eftir hádegi. benedikt@mbl.is Engar niðurstöður en tekist á á málefnalegum nótum“  Rætt um vinnutímafyrirkomulag í þrjá tíma í gær M Á N U D A G U R 1 8. M A Í 2 0 1 5 Stofnað 1913  115. tölublað  103. árgangur  BÝR TIL MINN- INGAR MEÐ HEFÐUM BÆTTI EIGIÐ ÍSLANDS- MET FRÁ ABBADÍS TIL ÖRLYGSSTAÐA- BARDAGA ÍÞRÓTTIR ÍSLANDSSAGA 26SÉRA ERLA 10 Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is „Ástandið er mjög slæmt á svína- búinu, um 500 grísir eru tilbúnir til slátrunar og það verður ekki beðið lengur en til morguns að hefja slátr- un,“ segir Gunnar Þór Gíslason, framkvæmdastjóri Síldar og fisks. Fyrirtækið hefur ekki verið tilbúið að ganga að skilmálum undanþágu- nefndar Dýralæknafélags Íslands, að skila yfirlýsingu þess efnis að kjöt fari ekki á markað gegn því að fá undanþáguheimild til slátrunar. Gunnar segir að verði undanþágu- beiðni fyrirtækisins fyrir slátrun á 120 til 150 grísum á morgun ekki samþykkt í dag verði grísirnir aflíf- aðir í kvöld eða á morgun og kjötinu hent, um 100 þúsund máltíðum. Þó eigi eftir að finna lausn á því hvernig standa eigi að slíku fjöldadrápi. Sigríður Gísladóttir, í stjórn Dýra- læknafélags Íslands, segir Síld og fisk hafa farið fram af hörku í málinu og er fyrirtækið það eina sem gekk ekki að samkomulagi svínabænda og undanþágunefndarinnar. Hún gerir ráð fyrir því að undan- þágubeiðninni verði hafnað á fundi nefndarinnar í dag ef ekki fylgir beiðninni yfirlýsing um að kjötið fari ekki á markað og segir það vera blekkingar af hálfu Síldar og fisks að segja þeirra dýravelferðarvandamál vera eingöngu út af verkfallinu. Hundruð grísa á haugana?  Svínaræktandinn Síld og fiskur ætlar að aflífa hundruð grísa og henda um 100 þúsund máltíðum, verði undanþágubeiðni fyrirtækisins um slátrun hafnað í dag M 100 þúsund »4 Verkfall dýralækna » Síld og fiskur neita að skila inn yfirlýsingu um að kjöt fari ekki á markað og segja það rangt að skilyrða dýravelferð kjarabaráttu dýralækna. » Fjöldadráp hefst í kvöld eða í fyrramálið á grísum verði undanþágubeiðninni hafnað. Margir lögðu leið sína í varðskipið Óðin sem er til sýnis við Sjóminjasafnið í Reykjavík í tilefni af íslenska safnadeginum sem haldinn var hátíðleg- ur í gær. Ísak Hrafn Freysson var meðal þeirra gesta sem heimsóttu skipið og virti kappinn fyrir sér heiminn í gegnum kýrauga á skipinu. Heimurinn kannaður í gegnum kýrauga Óðins Morgunblaðið/Eggert Íslenski safnadagurinn var haldinn hátíðlegur í gær  Undanfarin ár hafa nauðungar- vistanir og lögræðissviptingar sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur staðið að fjölgað. Á árinu 2014 var samanlagður fjöldi nauð- ungarvistana og lögræðissviptinga 63 samanborið við 19 árið 2009. Þetta kemur fram í umsögn vel- ferðarsviðs við frumvarp um breyt- ingar á lögræðislögum. María Ein- isdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, segir helstu skýringuna á þessari breyt- ingu þá að aðstandendur séu betur upplýstir um að velferðarsvið getur auk aðstandenda sótt um nauðung- arvistun. »16 Borgin sækir oftar um nauðungarvistun Vegna kerfislægra vandamála við inngreiðslur á höfuðstól fasteigna- lána eru fjölmörg dæmi um að sér- eignarlífeyrissparnaður sem fara átti inn á höfuðstól húsnæðislána hafi þess í stað farið í að greiða niður vexti á lánum. Lögfræðingur Ríkis- skattstjóra segir að vandamálið helgist af því að kerfi lánveitenda hafi ekki ráðið við að koma sparn- aðinum inn á höfuðstólinn. Vanda- málið sé nær eingöngu bundið við Íbúðalánsjóð. »6 Sparnaður í vexti í stað höfuðstóls Morgunblaðið/ÞÖK Lán Greiðslur til lækkunar höfuð- stóls fóru í að greiða niður vexti.  Ástæðan sögð vera kerfislæg vandamál  Guðjón Reynis- son tók við stjórn leikfangaversl- unarinnar Ham- leys þegar fyrir- tækið var enn í eigu Baugs og Fons. Hamleys hefur skipt um eigendur í tví- gang síðan þá og undir stjórn Guðjóns hefur fyrir- tækið vaxið hratt. Hamleys-verslanirnar eru nú hátt á sjötta tug og dreifast um Evrópu, Asíu og Mið-Austurlönd. Risaverslun var nýlega opnuð í Moskvu og stækkun til Vesturheims á teikniborðinu. »14 Hamleys vex hratt undir stjórn Guðjóns Guðjón Reynisson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.