Morgunblaðið - 18.05.2015, Page 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2015
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Breska leikfangafyrirtækið Ham-
leys hefur vaxið hratt undir stjórn
Guðjóns Reynissonar. Guðjón sett-
ist þar í forstjórastólinn vorið 2008
en á þeim tímapunkti voru liðin
fjögur ár frá því Baugur og Fons
eignuðust reksturinn. Guðjón kom
inn í Hamleys í
gegnum Baug en
þar hafði hann
stýrt 10-11
verslununum um
nokkurra ára
skeið.
Síðan þá hefur
Hamleys tvisvar
skipt um eig-
endur. Lands-
bankinn og
Kaupþing Lux-
embourg eignuðust fyrirtækið eft-
ir að Baugur og Fons fóru í þrot
en haustið 2012 keypti franska
fyrirtækið Ludendo reksturinn.
Barnaheimur í Moskvu
Á þessum stutta tíma hafa rúm-
lega sextíu nýjar Hamleys-
verslanir verið opnaðar víða um
heim og nú síðast var opnuð í
Moskvu Hamleys-búð sem er
stærsta leikfangaverslun Evrópu,
og verður sú stærsta í heiminum
eftir að Toys R Us lokar verslun
sinni við Times Square í New
York síðar á árinu. Var Guðjón í
viðtali í breska dagblaðinu The
Times á laugardag þar sem versl-
unin í Mosvku var til umfjöllunar
en þessi nýjasta viðbót við Ham-
leys-fjölskylduna hefur vakið verð-
skuldaða athygli.
„Síðastliðin fimm ár höfum við
opnað einar fimm verslanir í Rúss-
landi með samstarfsaðila okkar
þar í landi. Í lok mars var opnuð
nýjasta verslunin á sögufrægum
stað í miðborg Moskvu þar sem á
sínum tíma var Detskí Mír,
stærsta barnavöruverslun Sov-
étríkjanna. Lokaði Detskí Mír fyr-
ir tíu árum en svo var ákveðið að
endurnýja bygginguna og opna
þar stærstu og bestu leik-
fangaverslun heims. Varð Hamleys
fyrir valinu sem lykilverslunin í
þessu húsi,“ útskýrir Guðjón.
Hefur tekist að skapa þar mik-
inn ævintýraheim og þykir upp-
lifun að koma í verslunina svo að
minnir nánast á skemmtigarð. Að
skapa þessa metnaðarfullu og að-
laðandi umgjörð segir Guðjón að
skipti öllu máli á leikfangamarkaði
í dag. Landslag markaðarins hafi
breyst og ekki dugi lengur að ná
til neytenda með gömlum aðferð-
um.
Upplifunin undirstaðan
„Með tilkomu netsins hefur orð-
ið grundvallarbreyting á leik-
fangasölu. Netverslanir og stór-
markaðir eins og Wal-Mart,
Amazon og Target hafa náð til sín
mikilli markaðshlutdeild en gömlu
sérverslununum verið rutt í burtu.
Toys R Us er eina leikfangaversl-
unin sem hefur náð að verða risi á
heimsvísu en þeim hefur fatast
flugið á undanförnum áratug,“
segir hann.
„Í þessu umhverfi er hægt að
reka leikfangaverslun á tvo vegu:
annars vegar getur verslunin verið
staður þar sem fólk kemur þegar
það vanhagar um eitthvað, og hins
vegar getur verslunin verið staður
þar sem viðskiptavinurinn kemur
til að eiga skemmtilega upplifun.“
Þessi áhersla á upplifun, til að
skapa sérstöðu á markaði, sést
víðar en í leikfangabransanum.
„Nefna má Apple-búðirnar og
Burberry sem dæmi þar sem lögð
er rík áhersla á að skapa ákveðna
aðlaðandi upplifun fyrir viðskipta-
vininn, „retail experience“ eða
jafnvel „theater“ eins og það er
kallað.
Það er þessi upplifun sem hefur
hjálpað Hamleys að ná fótfestu í
fjölda landa á skömmum tíma. Ís-
lendingar og aðrir Evrópubúar
þekkja Hamleys-merkið ágætlega
en sömu sögu er ekki alltaf hægt
að segja um viðskiptavini í Ind-
landi eða við Persaflóa. „Hamleys-
merkið er sterkt, en þegar við för-
um inn á nýjan markað getum við
ekki treyst því að vörumerkið sé
þekkt. Upplifunin í verslununum
er það sem laðar viðskiptavinina
til okkar og gaman að sjá hvernig
börn og fjölskyldur þeirra eru al-
veg eins sama hvar í heiminum
maður er. Öll heillast þau af þeirri
umgjörð sem hefur verið sköpuð í
verslununum og alls staðar er
Hamleys-bangsinn knúsaður jafn
fast.“
Merkið var stærra en búðin
Í dag má finna Hamleys-búðir
hér og þar í Skandinavíu, í nokkr-
um borgum Rússlands og í Ist-
anbúl í Tyrklandi. Verslanirnar
eru fjöldamargar í Indlandi, þrjár
í Malasíu og ein á Filippseyjum.
Mið-Austurlönd eru líka sterkur
markaður með verslanir í Jórd-
aníu, Egyptalandi, Sádi-Arabíu og
í Sameinuðu arabísku furstadæm-
unum. Eru verslanirnar allar
reknar með svk. sérleyfisfyr-
irkomulagi (e. franchise). Fram-
undan er meðal annars opnun
verslana vestanhafs og nefnir Guð-
jón Mexíkó í því sambandi.
Hann segir hafa verið byrjað að
leggja drög að vexti utan Bret-
lands áður en hann kom til starfa
hjá Hamleys en ekki orðið að
veruleika fyrr en á síðustu 7 árum.
„Hugmyndin með kaupunum var
upphaflega þessi, enda vörumerkið
Hamleys miklu stærra en sjálft
fyrirtækið eins og það var þá.“
Guðjóns bíður ærinn starfi en
hann kvartar ekki og segir að síð-
ustu sjö ár hafi verið mikið æv-
intýri. „Það er eðlilega mjög
skemmtilegt að selja leikföng. Þá
er mjög sérstakt að vinna með
þetta rótgróna vörumerki sem
Hamleys er, stofnað árið 1760 og
þannig með lengri sögu en sjálf
Bandaríkin. Maður finnur fyrir
mikilli ábyrgð með 255 ára gamalt
fyrirtæki í höndunum.“
Lykilatriði að skapa upplifun
Morgunblaðið/Golli
Leikur Verslun Hamleys við Regent Street í miðborg Lundúna. Reksturinn í
dag byggir á 255 ára sögu. Fyrirtækið breiðr nú úr sér um allan heim.
Guðjón Reynisson hefur átt sjö ævintýraleg ár hjá Hamleys Nú síðast var að bætast við verslun í
sögufrægu húsi í Moskvu sem verður stærsta leikfangabúð í heimi og þykir vera mikil undraveröld
Guðjón
Reynisson
Fyrirtækið Kering SA, sem á með-
al annars tískumerkin Gucci, Ba-
lenciaga og Yves Saint Laurent,
höfðaði á föstudag mál gegn kín-
verska vefverslunarrisanum Ali-
baba.
Málið verður rekið fyrir dóm-
stóli á Manhattan en samkvæmt
dómskjölum segir Kering að Ali-
baba hafi ekki gripið til viðeigandi
ráðstafana til að stemma stigu við
sölu á fölsuðum tískuvarningi.
Kering gefur Alibaba að sök að
hafa að yfirlögðu ráði „hvatt til,
aðstoðað við og hagnast af sölu á
fölsuðum varningi“ í vefverslunum
fyrirtækisins.
Wall Street Journal hefur eftir
talsmanni Alibaba að ásakanirnar
eigi sér engan stuðning í veru-
leikanum og að til standi að verja
málið af fullri hörku.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Kering dregur Alibaba fyrir dóm-
stóla en í júlí höfðaði fyrirtækið
samskonar mál, nokkrum mán-
uðum áður en Alibaba var skráð á
markað í Bandaríkjunum. Sú
málshöfðun var dregin til baka
tveimur vikum síðar. Virtust fyr-
irtækin þá hafa komist að sam-
komulagi um að vinna í samein-
ingu gegn sölu á falsaðri
tískuvöru. ai@mbl.is
Frönsk lúxusmerki
höfða mál gegn Alibaba
Segja netbúðina
ekki hafa gert nóg til
að stöðva falsara
AFP
Vandamál Francois-Henri Pinault forstjóri Kering á hluthafafundi í apríl.
Sala á falsaðri tískuvöru virðist enn útbreidd hjá Alibaba.
Kreppan á Grikklandi virðist hafa
orðið til þess að rýra mannauð
grísku þjóðarinnar töluvert. Mar-
ketWatch fjallar um nýlegar rann-
sóknir sem sýna fram á verulegan
vitsmunaflótta eftir að fór að halla
undan fæti þar í landi.
Er talið að á bilinu 180-200.000 vel
menntaðir íbúar hafi flutt á brott á
undanförnum árum og stefnir í að
landið muni missa um 10% af öllum
háskólamenntuðum Grikkjum.
Greinilegt er að þeir sem flýja
efnahagsástandið eru að stærstum
hluta langskólagengið fólk. Þannig
eru 88% brottfluttra Grikkja með
háskólagráðu, 60% með meistara-
gráðu og 11% eru með doktors-
gráðu.
Rannsókn European University
Institute, EUI, segir enn fremur að
79% þeirra sem fluttu á brott fóru
þrátt fyrir að vera með atvinnu.
Sögðust 50% brott fluttra að þeim
þættu litlir framtíðarmöguleikar í
heimalandinu og 25% tilgreindu fáa
valkosti í atvinnulífinu.
Könnun Kapa Research fyrir
gríska dagblaðið To Vima leiddi í
ljós að 70% af nýútskrifuðum grísk-
um háskólanemendum vildu starfa
erlendis og 10% þeirra væru með
virkum hætti að leita sér að atvinnu
utan Grikklands. ai@mbl.is
Grikkland glímir við
mikinn vitsmunaflótta
AFP
Erfiðleikar Mótmælandi tínir upp ESB-fána á götu í Aþenu. Athygli vekur
að 79% brottfluttra Grikkja voru með atvinnu þegar þeir ákváðu að fara.