Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 16
S ólveig Simha frönskukenn- ari fór til Parísar með nemendahóp sinn úr 9.-10. bekk Háaleitisskóla til Frakklands í vor. Níu krakkar dvöldu í París 13.-17. apríl en fyr- ir utan Sólveigu voru ennfremur með í för skólastjórinn Hanna Guðbjörg Birgisdóttir og verk- efnastjórinn Þórunn Traustadóttir. Sólveig kennir mest í Alliance Française en er einnig með val í unglingadeild Háaleitisskóla þar sem hún kennir nemendum í 8.-10. bekk frönsku tvær kennslustundir á viku. Krakkarnir sem fóru í ferðina eru allir á sinni fjórðu önn í frönskunáminu. Sólveig beitir ákveðinni kennslu- aðferð sem leggur áherslu á munnlega tjáningu og skilning. „Kennsluaðferðin mín er mest munnleg tjáning og líka er lögð áhersla á menningu. Franskan er ekki bara frönsk heldur er töluð í mörgum öðrum löndum,“ segir hún. Skilja meira en þau halda Sólveig er fædd og uppalin í Frakklandi. „En ég lærði íslensku af því að ég heyrði íslensku því mamma mín er íslensk. Það sem ég geri við krakkana er að ég tala næstum allan tímann við þau á frönsku. Það getur verið svolítið stressandi fyrst og smá erfitt. Þau eru stundum pínu týnd en ég þýði auðvitað líka á íslensku. Því meira sem ég tala við þau, því meira læra þau og heyra betur hvað ég segi. Þau læra að svara mér,“ út- skýrir hún. „Smám saman þegar traustið er komið sjá þau að þau skilja miklu meira en þau halda.“ Heimsóttu skóla Hópurinn er í sambandi við franskan grunnskóla sem heimsótti Háaleitisskóla í mars og endurgalt heimboðið í París. „Það var gaman að sjá tenginguna milli krakkanna og þau sáu hvað þau eru lík þrátt fyrir að tala mismunandi tungu- mál. Þau reyndu að hafa samskipti og krakkarnir á Íslandi sýndu skólann sinn á frönsku og svo þegar við fórum til Frakklands heimsóttum við þau. Þar fengu þau leiðsögn á frönsku en ekki ensku og fengu líka að fylgjast með efnafræðitíma. Kennarinn gerði tilraun þar sem vatn breytir um lit og þetta var frekar einfalt mál þannig að þau skildu margt,“ segir Sólveig og bætir við að það hafi verið hvetjandi fyrir þau. Pöntuðu mat á frönsku Í Parísarheimsókninni notuðu þau frönskuna hvar sem þau fóru og fengu til dæmis að spreyta sig á því að panta á máli innfæddra. „Þau keyptu sér til dæmis ís ein og afgreiðslufólkið skildi þau.“ Og hvernig fannst þeim París? „Þeim fannst hún stórkostleg,“ segir hún og bætir við að krakk- arnir hafi upplifað fjölmenning- arsamfélagið á jákvæðan hátt. Þau heimsóttu ennfremur helstu ferða- mannastaði og sáu til dæmis Eif- fel-turninn, Notre Dame og Lo- uvre með eigin augum. „Þau voru búin að sjá myndir en að sjá þetta í alvörunni var allt annað. Þau upplifðu þetta sterkt. Þau taka já- kvætt í allt og eru svo opin.“ Kristín Jónsdóttir, betur þekkt undir heitinu Parísardaman, fór með hópinn um borgina. „Hún gaf okkur leiðsögn um Montmartre, hverfi Sacre Coeur og Amelie LEGGUR ÁHERSLU Á MUNNLEGA TJÁNINGU OG SKILNING Í KENNSLUNNI Lifandi kennsla í stórborginni Sólveig segir Íslendinga hafa jákvæða ímynd af Frakklandi, franskri tungu, menningu og mat. Morgunblaðið/Golli SÓLVEIG SIMHA FRÖNSKUKENNARI SEGIR ÞAÐ AÐ LÆRA NÝTT TUNGUMÁL VEITA Í LEIÐINNI NÝJA SÝN Á HEIMINN. HÚN FÓR MEÐ HÓP GRUNNSKÓLABARNA ÚR HÁALEITIS- SKÓLA Í NÁMSFERÐ TIL PARÍSAR Í VOR. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Ferð í H&M getur verið lærdómsrík. Sólveig með lifandi kennslu. Krakkarnir fylgdust með frönskum efnafræðitíma. 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.5. 2015 Fjölskyldan María Dalberg, jógakennari og leikkona, stýrir jóga fyrir alla fjöl-skylduna á Kex Hosteli sunnudaginn 3. maí en dagskráin er hluti af Heimilislegum sunnudögum á staðnum. Fyrri tíminn er klukkan 13 og sá seinni klukkan 13.30. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir. Krakkajóga á Kex Stjarna fyrir nýstúdentinn 14 karata gull kr. 17.900 Silfur kr. 6.900 Hálsmen og prjónn LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.