Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 57
3.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Leiksýningin Bakaraofn- inn með Gunna og Felix, sem sett var upp í Gafl- araleikhúsinu, sló í gegn í vor. Rýnir Morgunblaðsins gaf henni fjórar stjörnur og sagði um „prýð- isskemmtun“ að ræða. Síðasta sýning fyrir sumarfrí er á sunnudag kl. 13. 2 Kabarettinn fíni Leitin að Jörundi fer aftur á fjalir Þjóðleikhúskjallarans á sunnudagskvöldið klukkan 20. Þetta er nýtt leikverk eftir Eddu Þórarinsdóttur um Jörund Hunda- dagakonung. Hjarta sýningarinnar eru söngljóð Jónasar Árnasonar sem hljómsveitin Fjögur á palli flytur. 4 Finnur Arnar Arnarson myndlistarmaður ræðir á sunnudag kl. 15 við gesti á sýningunni „Menn“ í Hafn- arborg. Auk Finns eiga verk þar þeir Curver Thoroddsen, Hlynur Halls- son og Kristinn G. Harðarson. 5 Óperukórinn í Reykjavík býður upp á „Suðræna sveiflu“ í Langholtskirkju á sunnudag klukkan 16, með þekktum og vinsælum kórlögum. Með kórnum koma fram einsöngv- ararnir Garðar Thór Cortes, Silja Elísabet Brynjarsdóttir og Sigríður Ásta Olgeirsdóttir. Snorri Sigfús Birg- isson spilar á píanó og auk þess sér slagverkssveit um undirleik. 3 Sýningu Margrétar H. Blöndal, „Felldir“, lýkur í sýningarsalnum Harbinger við Freyjugötu um helgina. Opið er kl. 14-17. Á sunnudag kl. 15 mun Margrét halda listamannaspjall sem Ingibjörg Sigurjónsdóttir leiðir. MÆLT MEÐ 1 fjölbreyttara. Ég held að það sé þess vegna sem það gengur svona vel hjá okkur,“ segir hún. „Við starfrækjum líka gestavinnustofur hér. Listamenn geta sótt um að dvelja í þeim í viku í senn á veturna og við höfum líka unnið náið með sýslunni, sem á í formlegum samskiptum við héruð í Mexíkó og Kína, og þaðan hafa komið listamenn sem hafa dvalið lengur. Við vinnum annars mikið með listamönnum og ég tel að með tímanum gefi það safninu sífellt meira til baka. Þá má ekki gleyma því að engin önnur myndlistarstofnun í heiminum vinnur með vatnslitamiðilinn eins og við og það skapar okkur mikla sérstöðu. En það þýðir líka að við verðum að hugsa skapandi. Margir halda, þegar þeir heyra nafnið á safninu að við séum alfarið að vinna með þessi klassísku vatnslitaverk á pappír en sú er alls ekki raunin. Við erum í þessu klassíska en líka í margskonar annarri nálgun listamanna við hugmyndina um þessi efni, vatn og lit. Við höfum til dæmis sýnt stór vídeóverk eftir Bill Viola sem fjalla um vatnið, við höfum sýnt rómaðar vatnslitamyndir suðurafrísku lista- konunnar Marlene Dumas og verk á pappír eftir Louise Bourgeois. Við höfum líka sýnt verk ungra listamanna sem eru að finna sína leið. Og við kaupum bara verk eftir lifandi listamenn sem eru enn á kafi í sköpunarferl- inu. Þau verk verða klassísk með tímanum og okkar saga um leið.“ Í safneigninni eru nú um 1.200 verk og Bera segir hana fara ört vaxandi. Ég er mjög sátt Þegar Bera er spurð að því hvort Norræna vatnslitasafnið sé ekki sú stofnun sem hún hefur stýrt lengst, í þrettán ár, þá hlær hún og segir svo vera. Hún hafi í allt starfað lengur í Listasafni Íslands en ekki svo lengi sem forstöðumaður. „Ég er vissulega orðin hagvön hér. Það hefur skipt mig máli að fá að þroskast með þessum stofnunum, ég líki því stundum við ástarsamband. Maður verður að vera ást- fanginn af svona krefjandi viðfangsefnum, annars er það ekki eins gaman. Maður verður líka að geta hvatt fólkið sem vinnur með manni áfram – og ég get ekki sýnt annað hér en það sem ég er sjálf hrifin af. Ég get ekki sagst vera hrifin af verkum ef ég er það ekki. Ég verð að vera heiðarleg og hrífast af verkunum djúpt inni í mér. Ég tók við safninu árið 2003, skömmu eftir að það var opnað, og hef fengið mjög frjálsar hendur við að þróa starfsemina áfram. Ég er mjög sátt við það hvernig þetta hefur þróast. Á tímabili var reksturinn erfiður, það er mjög mikilvægt að fjárhag- urinn sé góður og nú erum við afar vel sett hvað það varðar,“ segir Bera og er full ástæða til að hvetja fólk á ferð um Norð- urlönd til að koma við í hinu áhugaverða safni hennar í skerjagarðinum við vest- urströnd Svíþjóðar. Sýningarsalir Nordiska akvarellmuseet til hægri og gestavinnustofur safnsins til vinstri. Nærri 300.000 gestir sóttu safnið heim í fyrra. Morgunblaðið/Ómar Fyrir fimm árum var Norræna vatnslitasafnið valið það besta í Svíþjóð og Bera segir starfsem- ina skipta máli fyrir stórt svæði norður af Gautaborg. Hér er rómaður veitingastaðurinn. Fjölbreytilegar sýningar eru settar upp í safninu og við það, klassískar vatnslitasýningar og óhefðbundin nálgun við miðilinn. Hér er vídeóinnsetning listakonunnar Lenu Mattsson. * Engin önnur myndlistarstofnun í heiminum vinnur með vatnslitamiðilinn eins og við og það skapar okkur mikla sérstöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.