Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 21
London Birmingham Liverpool Glasgow Edinborg Belfast Dublin Cork Manchester Leeds Sheffield Bristol Windsor-kastali Rétt vestur af London, kastalinn á rætur að rekja allt aftur til 11. aldar og er oft dvalarstaður Elísabetar Englandsdrottningar yfir helgar. Dómkirkjan í Salisbury Byggingarfræðilegt meistaraverk og risavaxin kirkja á alla vegu. Þar má m.a. líta eitt af fjórum upprunalegum eintökum Magna Carta. Snowdonia Sérlega fallegt hérað í Wales og þjóðgarður sem dregur nafn sitt af stærsta fjalli Wales, Snowdon. The Dark Hedges Sérlega fallegur vegarspotti á Norður-Írlandi sem meðal annars hefur verið notaður sem sviðsmynd í Game of Thrones-þáttunum. Ring of Kerry 179 km langur hringur um SV-Írland með fjölda áhugaverðra og fallegra viðkomustaða á leiðinni. Fort William á Skotlandi Ef ekið er frá Glasgow eftir A82 blasir við fegurð skosku hálandanna í allri sinni dýrð. Peak District Á leiðinni frá Manchester til Sheffield er ekið í gegnum Peak District-þjóðgarðinn sem þykir bjóða upp á einstakt útsýni. Stonehenge Í suðurhluta landsins eru þessar einstöku minjar sem fornleifafræðingar eru enn þann dag í dag að reyna að skilja til fulls. Bath Skammt suður af Bristol er þessi gamli og fagri bær. Þar er að finna ævaforn rómversk böð byggð í kringum 60 e.Kr. Borgin skartar líka leikhúsum og söfnum og laðar til sín fjölda ferðamanna. Keswick til Windermere-vatns í Cumbria A591-vegurinn býður upp á notalegan akstur um Lake District þar sem kyrrlát vötn kallast á við hvassa tinda. að finna bílastæði er að leita uppi stórmarkað á borð við Sainsburys. Þar eru mjög oft bílastæði í boði bakatil og kostar ekkert að leggja í allt að 2 klst., að því gefnu að verslað sé fyrir ákveðna lágmarksupphæð í búðinni. Skoða þarf vandlega leiðbeining- arskilti sem segja til um hvar, hversu lengi og hverjir mega leggja á hverj- um stað. Á þetta sérstaklega við í fjölmennum borgum þar sem stæðin eru af skornum skammti. Er von á háum sektum og alls kyns vandræð- um ef þessum reglum er ekki fylgt. Bílastæðin eru mjög dýr á stöðum eins og London og oft þarf að borga í gegnum farsíma með því að hringja í tiltekið númer. Í íbúðagötum í þéttbýliskjörnum má yfirleitt hver sem er leggja eftir kl. 18 á daginn á virkum dögum og allan sólarhringinn um helgar og á opinberum frídögum. Dýrt að fara í miðborg Lundúna Í miðbæ Lundúnaborgar er lagt um- ferðarálagsgjald á alla bíla sem ekið er inn í borgarkjarnann milli kl. 7 ár- degis og 18 síðdegis alla virka daga. Þær götur sem liggja að gjald- svæðinu eru vandlega merktar með stóru „C“ á miðri akreininni svo eng- inn ætti að aka inn á gjaldsvæðið fyr- ir slysni. Ef farið er inn á svæðið einu sinni má fara inn og út af því aftur sama daginn án frekari gjalda. Ódýrast er að borga gjaldið fyrirfram, á netinu, og kostar þá 11,50 pund. Ef borgað er fyrir miðnætti næsta dag er gjaldið 14 pund. Annars berst sekt upp á 130 pund en 65 pund ef borgað er innan tveggja vikna. Auðveldast er að gúggla „London Congestion Charge“ til að finna greiðslusíðurnar. Breskar umferðarreglur Merkingar og reglur í Bretlandi eru að mestu eins og á Íslandi, þó með nokkrum mikilvægum undantekn- ingum. Þar eð umferðin er á „röngunni“ á að taka fram úr bílum á hægri ak- reininni, en ekki vinstri akreininni. Á hringtorgum hefur umferðin sem kemur frá hægri forgang. Á Íslandi lærum við að á ómerkt- um gatnamótum er það bíllinn til vinstri sem víkur, en bíll til hægri hefur forgang. Í Bretlandi er engin slík regla og eru nær öll gatnamót með skýrar merkingar um hvaða ak- rein hefur forgang. Hafa þarf hugfast að meira er af hjólandi vegfarendum á götum breskra borga en í íslenskum bæjum. Þarf að sýna aðgát og gefa þeim til- hlýðilegt svigrúm. Hjólreiðafólk má ekki hjóla á gangstéttum í borgum eins og London. Við gangbrautir þurfa bílar að staðnæmast um leið og vegfarandi stígur út á gangbrautina. Ekki má nota flautuna á bílnum í þéttbýli milli kl. 23.30 og 07.00 nema í neyð og alls ekki nota strætóakreinar (Bus Lanes) nema merkingar gefi annað til kynna. Hvað merkja línurnar? Hvítar eða gular sikksakk-línur eru við gangbrautir og oft við skóla, spít- ala, lögreglu- og slökkviliðsstöðvar og gefa til kynna að þar má aldrei leggja bílum. Gul lína í vegarkanti þýðir að hleypa má farþegum inn og út, og mögulega hlaða og losa vörur. Ef lín- an er einföld þá má leggja bílnum þar á ákveðnum tímum, sem tilgreindir eru á skiltum við götuna. Ef línan er tvöföld þýðir það að á engum tíma dagsins er leyfilegt að leggja bílnum þar. Rauð lína þýðir að bannað er að stöðva bíla þeim megin. Ef línan er einföld er bannið bundið við háanna- tíma og leyfilegt að leggja bílnum á auglýstum tímum. Ef línan er tvöföld er alfarið bannað að stoppa bílinn á öllum tímum dagsins. Sum gatnamót eru máluð með gul- um línum sem mynda tígulmynstur. Þar er bannað að aka inn á gula svæðið nema útakstursreinin af gatnamótunum sé auð. Þá er víða búið að merkja sérstakt pláss fyrir reiðhjól fremst við um- ferðarljós. Ekki stöðva bílinn á þessu svæði, jafnvel þótt engir hjólreiða- menn séu sjáanlegir. Ekið til annarra landa Ef bílaleigusamningurinn leyfir það má fara með bílinn til Evrópu með lest eða ferju. Lest með sérstökum bílavagni fer frá Folkestone til Calais í Frakklandi. Þá fara bílaferjur m.a. frá Dover til Calais og frá Harwich til De Hoek í Hollandi. * Gul lína í vegarkanti þýðir að hleypamá farþegum inn og út, og mögulegahlaða og losa vörur. Ef línan er einföld þá má leggja bílnum þar á ákveðnum tímum, sem tilgreindir eru á skiltum við götuna. 3.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.