Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.5. 2015 Um sama leyti fóru Frakkar fram á að fá að stofna nokkur þúsund manna nýlendu í Dýrafirði og hafa þar aðstöðu til fiskverkunar. Málið vakti miklar deilur meðal Íslend- inga og varð ekkert úr áform- unum. Frönsk sérsveit til Íslands Frakkarnir ferðuðust um landið sumarið 1835 og gerðu hér ýmsar athuganir. Heim kominn um haustið hvatti Gaimard stjórnvöld til að senda fullbúinn rannsókn- arhóp vísindamanna og skrásetj- ara til Íslands strax næsta sumar. Úr varð hinn mikli rannsókn- arleiðangur 1836 sem hingað kom undir stjórn Gaimards með her- skipinu La Recherche. Í föruneyti Gaimards voru jarðfræðingurinn Eugene Roberts, eðlisfræðing- urinn og kortagerðarmaðurinn Victor Lottin, bókmenntafræð- ingurinn Xavier Marmier, teiknarinn Auguste Ma- yer, veðurfræðingurinn Raoul Angles og dýra- fræðingurinn Louis Bevalet. Segja má að hér hafi verið mætt eins konar sérsveit fær- ustu manna, vopnuð penn- um og penslum, til að gera út- tekt á landi og þjóð fyrir Lúðvík Filippus konung. Að Íslandsferðinni lokinni gerðu Frakkar enn út leið- angur undir stjórn Gaimards norð- ur í höf, að þessu sinni til Skand- inavíu, Færeyja og Svalbarða. Veturinn 1838 til 1839 var Gaim- ard um hríð í Kaupmannahöfn og átti þá í nokkrum samskiptum við forystumenn Íslendinga í borginni. Bauð hann Íslendingum til sam- sætis á nýárskvöldi 1839 og veitti vel. „Hefði hann ekki getað verið betri þó að við hefðum verið land- ar hans,“ skrifaði íslenskur náms- maður yfir sig hrifinn í sendibréfi heim. „Aldrei kjærri gjestur“ Íslendingunum hugkvæmdist að endurgjalda örlæti Gaimards og höfðu þeir Finnur Magnússon, leyndarskjalavörður konungs, og málfræðingurinn Þorleifur Repp forystu um það. Samsætið, „allgóð veisla“ eins og segir í samtímaheimild, var haldið hálfum mánuði seinna, 16. janúar. Var öllu tjaldað til, auk veislufanga voru fjögur skáld í Ís- lendingahópnum í borginni fengin til að yrkja Gaimard þakkarkvæði. Kvæði Jónasar Hallgrímssonar fyrir skál hans skar sig úr og var haft á orði að þar væri komið eitt hið fegursta ljóð sem ort hefði verið á íslenska tungu. „Heill sje þjer Páll! og heiður bestur! / hjá oss sat aldrei kjærri gjestur,“ seg- ir þar meðal annars. Einn Íslend- inganna, Páll Melsteð, þýddi kvæðið fyrir Gaimard á latínu og er hermt að hann hafi komist við og tárast af fögnuði og gleði yfir þeirri viðurkenningu sem honum var sýnd. Á gestalistanum eru sem fyrr segir nöfn 32 manna. Allt er þetta íslenskir karlar sem voru við nám eða störf í Kaupmannahöfn í árs- byrjun 1839. Flestir þeirra voru á þrítugsaldri eða um þrítugt. Ald- ursforsetinn, Finnur Magnússon var um sextugt. Þrír voru á aldr- inum 45 til 50 ára, Þorleifur Repp, Þorgeir Guðmundsson og Vigfús Eiríksson. Af nafnkunnum mönnum sem þarna voru má nefna Jón Sigurðsson forseta og Jens bróður hans, Jónas Hall- grímsson, Konráð Gíslason, Jón Hjaltalín, Grím Thomsen, Eggert Ó. Briem, Pétur Havsteen og Oddgeir Stephensen, „Hér kem ég!“ Eiginhandarskrift gestanna er nokkuð skýr, en yfirleitt frekar smá. Undantekning frá því er helst áritun Jóns Sigurðssonar sem er ekki aðeins skýr heldur stærri en annarra. Það er eins og hann vilji segja „Hér kem ég!“ Þarna er hann rétt 28 ára gamall, sinnir fræðistörfum og er ekki byrjaður að hafa afskipti af stjórnmálum að ráði. Kannski er Jón byrjaður að finna svolít- ið til sín á þessum tíma. Annað sem vekur at- hygli er að fæðingarár, sem nokkrir gestanna rita, eru ekki hin sömu og í kirkjubók- um. Jónas Hall- grímsson skrifar að hann sé fæddur 16. nóvember 1808, en ekki 1807 eins og segir í kirkjubókinni í heima- sókn hans. Pétur Havsteen, síðar amtmaður, telur sig fæddan 1813, en kirkjubókin segir 1812. Hall- grímur Jónsson „hattari“ skrifar fæðingarár sitt 1812, en það hefur verið talið 1810. Fleiri dæmi mætti nefna. Þetta þarf ekki að koma á óvart. Kirkjubækur voru til dæmis ekki alltaf færðar jafn- óðum. Vera má að það hafi verið að ósk Gaimards að gestirnir rituðu ekki aðeins nafn sitt á listann heldur einnig fæðingarár og fæð- ingarstað. Hann hafði ferðast um landið og gat því í sumum til- vikum tengt heimasveit þeirra við minningar sínar frá Íslandi. Margt enn ókannað Fyrir þremur árum sendi Gisele Jónsson, eiginkona Sigurðar Jóns- sonar, frá sér tveggja binda heim- ildarit um Íslandsleiðangra Frakka á 19. öld. Sigurður og Gi- sele eru nú bæði látin, en þau höfðu viðað að sér miklum gögn- um um ferðir Gaimards og sam- skipti hans við Íslendinga. Margt er enn ókannað í þessu efni og ýmsum spurningum ósvarað, þar á meðal um örlög ungs Íslendings, Guðmundar Sívertsen, sem fór ut- an með Gaimard 1836 og varð læknir í franska hernum, en lést sviplega á ferðalagi með Gaimard á Ítalíu. Mun hann hafa fleygt sér út um glugga og beðið bana. Heimildir eru fyrir því að Guð- mundur hafi verið orðinn mjög vínhneigður. Hann var styrktur til náms í Frakklandi í því augnamiði að snúa aftur heim til að gera landi og þjóð gagn. Ekki er vitað hvers vegna hann ílengdist úti í meira en áratug. Gaimard, sem var ókvæntur og barnlaus, virðist hafa látið sér afar annt um hann og viljað allt fyrir hann gera. Má velta fyrir sér hvort álag hafi fylgt þeirri hrifningu og orðið unga manninum frá Íslandi ofviða. Paul Gaimard var í há- vegum hafður meðal Íslendinga á 19. öld. Bækurnar, sem komu út í Frakk- landi í tólf binda ritsafni undir heit- inu Voyage en Islande et au Groën- land að Gaimard-leiðangrinum til Íslands 1836 loknum, eru afar eft- irsóttar meðal safnara. Ekki er ljóst hve stórt upplagið var á sínum tíma, en núorðið er þær eingöngu að finna í opinberum bókasöfnum og fáeinum einkasöfnum bóka- manna. Ekki er vitað hve margir einkasafnarar hér á landi eiga Ga- imard, nokkrir eiga stakar bækur, en líklega eru þeir mjög fáir sem eiga ritsafnið í heild eins og Ög- mundur Skarphéðinsson arkitekt. Hann hefur safnað bókum um ára- tugaskeið og á eitt vandaðasta safn fágætra bóka sem til er hér á landi. Fékk Morgunblaðið leyfi til að mynda ritsafn Gaimards í bókastof- unni á heimili hans í Skerjafirði. Aðeins lítil hluti efnisins í Gaim- ard-bókunum hefur verið þýddur á íslensku, síðast ferðasaga leiðang- ursmanna rituð af Eugène Robert í þýðingu Guðrúnar Guðmunds- dóttur. Gaf Finnbogi Guðmunds- son, fyrrverandi landsbókavörður, hana út á eigin vegum árið 2007. Teikningarnar, sem gerðar voru í leiðangrinum, komu út í veglegri útgáfu hjá Erni og Örlygi árið 1986 undir heitinu Íslandsmyndir Meyers. Í upphaflegu frönsku út- gáfunni eru teikningarnar ólitaðar nema dýramyndirnar. Aftur á móti var ráðist var í að lita þær allar fyr- ir íslensku útgáfuna. Það vakti at- hygli blaðamanns að í safni Ög- mundar Skarphéðinssonar er sérútgáfa með handlituðum mynd- um úr ferðabók Gaimard frá út- gáfutíma bókarinnar. Ekki var kunnugt um að slík útgáfa væri til. Ögmundur segir að þetta virðist hafa verið gert í einhverjum til- vikum. Útbreiðsla myndanna hafi verið meiri en bókanna sjálfra og þær hafi oft verið seldar sér. Lit- irnir á myndunum eru mjög fal- legir, en nokkuð frábrugðnir þeim sem sjást í íslensku útgáfunni frá 1986. Fjölbreytt efni í bókunum Sagt er frá Gaimard-bókunum í riti Sumarliða Ísleifssonar, Ísland framandi land (1996). Þar segir að þær innihaldi miklu meira en venjubundna ferðalýsingu. Hafi ferðalangarnir látið sér fá fræða- svið óviðkomandi. Rækilega sé fjallað um jarðfræði, jurtir, dýr, veðurfar, heilbrigðismál og lækn- isfræði, ekki síst um holdsveiki, svo og stjórnarfar og stjórnskipun, at- vinnulífi og helstu störf fólks. Í löngu máli sé reifuð saga landsins og hún rakin til samtímans. Lögð sé áhersla á að þróað menningar- samfélag hafi dafnað til forna, skýrt er frá stjórnskipan þess tíma, rætt um forn goð, svo og fjallað um kristnitöku. „Síðast en ekki síst er skýrt frá bókmenntum og sögurit- un til forna og áhersla lögð á að þar hafi verið samin einstæð bók- menntaverk,“ segir Sumarliði. Úr bókhlöðu biskupsins Fyrir bókhneigða menn er mikil dásemd að litast um í bókastofu Ögmundar og handleika bækurnar. Þar er hvert fágætið innan um ann- að. Hólaprent, Núpufellsprent, Skálholtsprent, Hrappseyjarprent auk bóka frá yngri prentstöðum. Hann sýndi blaðamanni biblíu frá 16. öld sem verið hefur í eigu Brynjólfs biskups Sveinssonar í Skálholti. Hefur biskup ritað nafn sitt í bókina og að auki bókamerkið fræga LL, Lupus Loricatus, sem er latína fyrir ’brynjaður úlfur.’ Skemmtilegt er til þess að hugsa að þessi bók hefur líklega legið í bók- hlöðu biskups við hlið dýrmætasta handrits okkar, Konungsbókar Eddukvæða, sem Brynjólfur átti en færði Kristjáni Danakonungi að gjöf árið 1662. Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt á allar Gaimard-bækurnar. Lituðu myndirnar í bókum hans eru einstæðar. Morgunblaðið/Eggert Gaimard-bækurnar eftirsóttar meðal bókasafnara Margar gersemar eru í safni Ögmundar. Hér sýnir hann blaðamanni biblíu sem var í eigu Brynjólfs biskups í Skálholti og er með bókamerki hans. Morgunblaðið/Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.